Fær tvær milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. maí 2018 09:30 Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg. Vísir/Stefán Eigendum hótelsins Black Pearl hefur verið gert að greiða fyrrverandi starfsmanni fyrirtækisins tæpar tvær milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Töldu eigendur hótelsins að hann hefði haft hlutastörf sem samræmdust ekki hagsmunum þess. Umræddur starfsmaður hóf störf hjá Black Pearl í gestamóttöku í árslok 2014 en var sagt upp fyrirvaralaust í september 2016. Ástæðan var sú að maðurinn hafði sést nota annað tölvupóstfang en vinnunnar og að hann hefði verið í samskiptum við ferðaþjónustufyrirtækið Tripical. Framkvæmdastjóri þess fyrirtækis hafði áður starfað hjá Black Pearl en eigendur hótelsins vildu engin samskipti við Tripical eftir að framkvæmdastjórinn hvarf frá hótelinu. Eigendur hótelsins töldu starfsmanninn hafa brotið gegn ákvæði ráðningarsamnings síns sem kvað á um að hann ætti að helga vinnuveitanda „óskiptan vinnutíma sinn, athygli og framlag“. Það hefði hann ekki gert þegar hann sinnti eigin fyrirtækjum á vinnutíma hjá hótelinu. Þá hefði einnig falist trúnaðarbrot í því að vera í samskiptum við Tripical þrátt fyrir fyrirmæli þess efnis að svo skyldi ekki gert. Einnig hefði starfsmaðurinn vísað á önnur hótel en hjá „Kalla í Pelsinum“ en þangað átti starfsfólk að vísa gestum væri Black Pearl uppbókað. Hótelið rifti ráðningarsamningi við manninn og taldi sig ekki þurfa að greiða honum laun í uppsagnarfresti. Héraðsdómur féllst ekki á að fyrir lægju ástæður sem réttlættu fyrirvaralausa uppsögn án launa í uppsagnarfresti. Því var fallist á kröfu starfsmannsins. Hótelið þarf einnig að greiða honum 900 þúsund í málskostnað. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Eigendum hótelsins Black Pearl hefur verið gert að greiða fyrrverandi starfsmanni fyrirtækisins tæpar tvær milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Töldu eigendur hótelsins að hann hefði haft hlutastörf sem samræmdust ekki hagsmunum þess. Umræddur starfsmaður hóf störf hjá Black Pearl í gestamóttöku í árslok 2014 en var sagt upp fyrirvaralaust í september 2016. Ástæðan var sú að maðurinn hafði sést nota annað tölvupóstfang en vinnunnar og að hann hefði verið í samskiptum við ferðaþjónustufyrirtækið Tripical. Framkvæmdastjóri þess fyrirtækis hafði áður starfað hjá Black Pearl en eigendur hótelsins vildu engin samskipti við Tripical eftir að framkvæmdastjórinn hvarf frá hótelinu. Eigendur hótelsins töldu starfsmanninn hafa brotið gegn ákvæði ráðningarsamnings síns sem kvað á um að hann ætti að helga vinnuveitanda „óskiptan vinnutíma sinn, athygli og framlag“. Það hefði hann ekki gert þegar hann sinnti eigin fyrirtækjum á vinnutíma hjá hótelinu. Þá hefði einnig falist trúnaðarbrot í því að vera í samskiptum við Tripical þrátt fyrir fyrirmæli þess efnis að svo skyldi ekki gert. Einnig hefði starfsmaðurinn vísað á önnur hótel en hjá „Kalla í Pelsinum“ en þangað átti starfsfólk að vísa gestum væri Black Pearl uppbókað. Hótelið rifti ráðningarsamningi við manninn og taldi sig ekki þurfa að greiða honum laun í uppsagnarfresti. Héraðsdómur féllst ekki á að fyrir lægju ástæður sem réttlættu fyrirvaralausa uppsögn án launa í uppsagnarfresti. Því var fallist á kröfu starfsmannsins. Hótelið þarf einnig að greiða honum 900 þúsund í málskostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira