Upphitun: Hamilton hraðastur á „fullkomnustu braut Formúlunnar“ Bragi Þórðarson skrifar 11. maí 2018 19:30 Lewis Hamilton var fljótastur á æfingum á Spáni Vísir/Getty Fimmta umferðin í Formúlu 1 fer fram í Barcelona um helgina. Staðan í mótinu hefur sjaldan verið jafn spennandi í byrjun tímabils. Bretinn Lewis Hamilton leiðir Sebastian Vettel með fjórum stigum, báðir þessir ökumenn hafa unnið titil ökumanna fjórum sinnum. Í keppni bílasmiða er slagurinn enn harðari þar sem aðeins fjögur stig skilja að efstu tvö liðin. Ferrari hefur yfirhöndina gegn Mercedes og eru þessi lið jafnt og þétt að auka forskot sitt á næstu lið þar á eftir. Brautin í Barcelona er af mörgum talin vera ein sú fullkomnasta í Formúlu 1. Með nýju malbiki er brautin um það bil tveimur sekúndum hraðari á hring en á síðastliðnum árum. Brautin er einnig notuð í vorprófanir, telja því margir að liðið sem fer hraðast á Spáni hafi besta möguleikann á að lyfta titlinum í lok tímabils.Pastor Maldonardo frá Venesúela sigraði sinn eina kappakstur á ferlinum í Barcelona 2012vísir/gettySíðan brautin var tekin í notkun árið 1991 er það Ferrari sem hefur sigrað flestar keppnir, 17 mismunandi ökumenn frá 10 mismunandi löndum hafa staðið efst á verðlaunapallinum í Barcelona. Spænski kappaksturinn hefur alltaf verið þekktur fyrir skemmtilegar keppnir og ófyrirsjáanleg úrslit. Til dæmis árið 2012 þegar Pastor Maldonardo tryggði sér sinn fyrsta og eina sigur í Formúlu 1 á undan heimamanninum Fernando Alonso. Fyrir tveimur árum skullu Mercedes bílarnir saman strax á fyrsta hring sem varð til þess að Max Verstappen komst í sögubækurnar sem yngsti sigurvegari í Formúlu 1. Verstappen og Red Bull vilja að sjálfsögðu leika sama leik um helgina eftir martröðina í Aserbaísjan. Þá skullu Red Bull bílarnir saman með þeim afleiðingum að báðir bílar urðu frá að hverfa. Daniel Ricciardo byrjaði helgina ekki vel er hann keyrði Red Bull bíl sinn á steypuvegg á fyrstu æfingum í Barcelona.Sebastian Vettel og liðsfélagar í Ferrari þurfa að sækja í sig veðrið á Spánivísir/afpEf marka má æfingar lítur út fyrir að Mercedes hafi yfirhöndina gegn Ferrari á brautinni. Hamilton var næstum heilli sekúndu á undan Vettel á annari æfingu helgarinnar. Þetta verður að teljast skrýtið þar sem ítalska liðið hefur verið hraðara það sem af er tímabils. Eins og þeir vita sem fylgjast hafa með Formúlunni í ár hefur tímabilið verið algjör flugeldasýning það sem af er. Mun það halda áfram í Barcelona? Kappaksturinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl. 12:40 á sunnudag. Formúla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Sjá meira
Fimmta umferðin í Formúlu 1 fer fram í Barcelona um helgina. Staðan í mótinu hefur sjaldan verið jafn spennandi í byrjun tímabils. Bretinn Lewis Hamilton leiðir Sebastian Vettel með fjórum stigum, báðir þessir ökumenn hafa unnið titil ökumanna fjórum sinnum. Í keppni bílasmiða er slagurinn enn harðari þar sem aðeins fjögur stig skilja að efstu tvö liðin. Ferrari hefur yfirhöndina gegn Mercedes og eru þessi lið jafnt og þétt að auka forskot sitt á næstu lið þar á eftir. Brautin í Barcelona er af mörgum talin vera ein sú fullkomnasta í Formúlu 1. Með nýju malbiki er brautin um það bil tveimur sekúndum hraðari á hring en á síðastliðnum árum. Brautin er einnig notuð í vorprófanir, telja því margir að liðið sem fer hraðast á Spáni hafi besta möguleikann á að lyfta titlinum í lok tímabils.Pastor Maldonardo frá Venesúela sigraði sinn eina kappakstur á ferlinum í Barcelona 2012vísir/gettySíðan brautin var tekin í notkun árið 1991 er það Ferrari sem hefur sigrað flestar keppnir, 17 mismunandi ökumenn frá 10 mismunandi löndum hafa staðið efst á verðlaunapallinum í Barcelona. Spænski kappaksturinn hefur alltaf verið þekktur fyrir skemmtilegar keppnir og ófyrirsjáanleg úrslit. Til dæmis árið 2012 þegar Pastor Maldonardo tryggði sér sinn fyrsta og eina sigur í Formúlu 1 á undan heimamanninum Fernando Alonso. Fyrir tveimur árum skullu Mercedes bílarnir saman strax á fyrsta hring sem varð til þess að Max Verstappen komst í sögubækurnar sem yngsti sigurvegari í Formúlu 1. Verstappen og Red Bull vilja að sjálfsögðu leika sama leik um helgina eftir martröðina í Aserbaísjan. Þá skullu Red Bull bílarnir saman með þeim afleiðingum að báðir bílar urðu frá að hverfa. Daniel Ricciardo byrjaði helgina ekki vel er hann keyrði Red Bull bíl sinn á steypuvegg á fyrstu æfingum í Barcelona.Sebastian Vettel og liðsfélagar í Ferrari þurfa að sækja í sig veðrið á Spánivísir/afpEf marka má æfingar lítur út fyrir að Mercedes hafi yfirhöndina gegn Ferrari á brautinni. Hamilton var næstum heilli sekúndu á undan Vettel á annari æfingu helgarinnar. Þetta verður að teljast skrýtið þar sem ítalska liðið hefur verið hraðara það sem af er tímabils. Eins og þeir vita sem fylgjast hafa með Formúlunni í ár hefur tímabilið verið algjör flugeldasýning það sem af er. Mun það halda áfram í Barcelona? Kappaksturinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl. 12:40 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Sjá meira