Kúabændur segja greiðslur til Eyþórs út úr kú Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2018 11:56 Gramir bændur telja fráleitt að MS og KS styrki framboð Eyþórs Arnalds. en framboðsstyrkir MS til Eyþórs Arnalds voru ekki samþykktir á stjórnarfundi og verður málið tekið upp á næsta fundi. Á Facebooksíðunni Kúabændur og spekúlantar eru menn gramir. Þar er vitnað til fréttar Vísis um kostnað vegna framboðs Eyþórs Arnalds þar sem fram kemur meðal annars að MS eða Mjólkursamsalan hafi stutt framboð Eyþórs Arnalds um 200 þúsund krónur og KS, Kaupfélag Skagfirðinga, um aðrar 200 þúsund krónur. „MS er í eigu kúabænda og þar er ég einn eigenda, sá sem lagði þessa peninga inn á framboð Eyþórs var ekki að gera það í mínu umboði,“ segir málshefjandi í hópi kúabænda, sem er Ragnhildur Sævarsdóttir. Og hún spyr: „Hvað næst? Á að styðja fleiri framboð?“ Óhætt er að segja að þessar upplýsingar fari ekki vel í kúabændur. Ester Guðjónsdóttir tekur undir með Ragnhildi, segir að þó Eyþór sé eflaust ágætismaður þá eigi MS ekki að skipta sér af pólitík. Og fleiri segja að þetta sé ekki í sínu umboði. María Úlfarsdóttir segist sammála Ragnhildi: „Algjörlega ólíðandi!“ Og Katrín Andrésdóttir segir:Til háborinnar skammar! Þetta verður að skýra opinberlega og sjálfsögð krafa að þau sem stóðu fyrir þessu greiði þetta úr eigin vasa.“ Birna Þorsteinsdóttir leggur orð í belg og segir að fljótlega eftir að hún kom í stjórn MS þá hafi verið tekin ákvörðun um að styðja engin framboð, „það hefur þá orðið breyting á“. Kallað er eftir viðbrögðum Ara Edwald, forstjóra MS og Egils Sigurðssonar, sem er stjórnarmaður í Auðhumlu, sem á 90 prósenta hlut í MS og hann upplýsir að þessi styrkveiting hafi ekki verið samþykkt í stjórn og slíkir styrkir hafa ekki tíðkast hjá MS um langt árabil. „Hér hafa orðið einhver mistök eða misskilningur sem við förum yfir á næsta stjórnarfundi.“ Kosningar 2018 Landbúnaður Tengdar fréttir Framboð Eyþórs kostaði 4,9 milljónir Framlög til framboðsins voru rúmar 3,3 milljónir króna, þar af ein milljón sem Eyþór lagði sjálfur til. 3. maí 2018 15:21 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Á Facebooksíðunni Kúabændur og spekúlantar eru menn gramir. Þar er vitnað til fréttar Vísis um kostnað vegna framboðs Eyþórs Arnalds þar sem fram kemur meðal annars að MS eða Mjólkursamsalan hafi stutt framboð Eyþórs Arnalds um 200 þúsund krónur og KS, Kaupfélag Skagfirðinga, um aðrar 200 þúsund krónur. „MS er í eigu kúabænda og þar er ég einn eigenda, sá sem lagði þessa peninga inn á framboð Eyþórs var ekki að gera það í mínu umboði,“ segir málshefjandi í hópi kúabænda, sem er Ragnhildur Sævarsdóttir. Og hún spyr: „Hvað næst? Á að styðja fleiri framboð?“ Óhætt er að segja að þessar upplýsingar fari ekki vel í kúabændur. Ester Guðjónsdóttir tekur undir með Ragnhildi, segir að þó Eyþór sé eflaust ágætismaður þá eigi MS ekki að skipta sér af pólitík. Og fleiri segja að þetta sé ekki í sínu umboði. María Úlfarsdóttir segist sammála Ragnhildi: „Algjörlega ólíðandi!“ Og Katrín Andrésdóttir segir:Til háborinnar skammar! Þetta verður að skýra opinberlega og sjálfsögð krafa að þau sem stóðu fyrir þessu greiði þetta úr eigin vasa.“ Birna Þorsteinsdóttir leggur orð í belg og segir að fljótlega eftir að hún kom í stjórn MS þá hafi verið tekin ákvörðun um að styðja engin framboð, „það hefur þá orðið breyting á“. Kallað er eftir viðbrögðum Ara Edwald, forstjóra MS og Egils Sigurðssonar, sem er stjórnarmaður í Auðhumlu, sem á 90 prósenta hlut í MS og hann upplýsir að þessi styrkveiting hafi ekki verið samþykkt í stjórn og slíkir styrkir hafa ekki tíðkast hjá MS um langt árabil. „Hér hafa orðið einhver mistök eða misskilningur sem við förum yfir á næsta stjórnarfundi.“
Kosningar 2018 Landbúnaður Tengdar fréttir Framboð Eyþórs kostaði 4,9 milljónir Framlög til framboðsins voru rúmar 3,3 milljónir króna, þar af ein milljón sem Eyþór lagði sjálfur til. 3. maí 2018 15:21 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Framboð Eyþórs kostaði 4,9 milljónir Framlög til framboðsins voru rúmar 3,3 milljónir króna, þar af ein milljón sem Eyþór lagði sjálfur til. 3. maí 2018 15:21
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent