Frelsisstefnan á áttavitanum Katrín Atladóttir skrifar 11. maí 2018 09:37 Enginn getur sest niður og skýrt frá öllu hann hyggst gera í nýju starfi næstu fjögur árin. Því er mikilvægt að í starfsviðtali komi fram fyrir hvað viðkomandi stendur og fyrir hvað hann brennur. Að sama skapi er nauðsynlegt að kjósendur viti fyrir hvað frambjóðendur standa, svo þeir geti borið traust til ákvarðana þeirra þegar á hólminn kemur. Að frambjóðendur hafi lífsviðhorf sem þeir munu alltaf leita í til að lýsa sér veginn við ákvarðanir, jafnt stórar sem smáar. Ég brenn fyrir frelsi. Frelsi til að allir njóti jafnra tækifæra. Mannréttindum og jafnræði. Að borgarbúar fái notið sín og borgin veiti þeim rými til að finna frumkvæði og framkvæmdaþrótti farveg. Jafnt í sínum störfum og frítíma. Að ungt fólk hafi frelsi til að mennta sig, óháð aðstæðum. Að allir foreldrar hafi frelsi til að taka jafnan þátt á vinnumarkaði og hafi jafnan aðgang að dagvistun. Án þess að lenda í vandræðum með að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Grundvöllur jafnréttis er fjárhagslegt sjálfstæði. Því er ógnað þegar annað foreldri þarf að minnka þátttöku á vinnumarkaði. Að grípa samborgara okkar ef eitthvað bjátar á og veita þeim hjálp við að verða aftur virkir þátttakendur í samfélaginu. Að veita borgarbúum frelsi til að velja samgöngukosti sem henta þeim og blanda þeim saman að vild. Að skipuleggja borgina þannig að allir íbúar hennar finni sér búsetukosti við hæfi, hvort sem það er út frá staðsetningu, stærð eða öðrum háttum. Við erum nefnilega öll ólík, höfum ólíkan smekk og ólíkar þarfir. Að setja ekki of miklar skorður á íbúa og fyrirtæki, að setja ekki reglur um að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft. Að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og leggja ekki óhóflegar álögur á borgarbúa. Að berjast fyrir atvinnufrelsi og frelsi einstaklingsins, afnámi hafta, samvinnu og framfaramálum. Ég er í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að þau lífsviðhorf frelsis og ábyrgðar eru líka grundvöllur sjálfstæðisstefnunnar. Og ég er í framboði til borgarstjórnar vegna þess að þau eiga sérstakt erindi í Reykjavík, það er kominn tími á breytingar í borginni okkar.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Kosningar 2018 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Enginn getur sest niður og skýrt frá öllu hann hyggst gera í nýju starfi næstu fjögur árin. Því er mikilvægt að í starfsviðtali komi fram fyrir hvað viðkomandi stendur og fyrir hvað hann brennur. Að sama skapi er nauðsynlegt að kjósendur viti fyrir hvað frambjóðendur standa, svo þeir geti borið traust til ákvarðana þeirra þegar á hólminn kemur. Að frambjóðendur hafi lífsviðhorf sem þeir munu alltaf leita í til að lýsa sér veginn við ákvarðanir, jafnt stórar sem smáar. Ég brenn fyrir frelsi. Frelsi til að allir njóti jafnra tækifæra. Mannréttindum og jafnræði. Að borgarbúar fái notið sín og borgin veiti þeim rými til að finna frumkvæði og framkvæmdaþrótti farveg. Jafnt í sínum störfum og frítíma. Að ungt fólk hafi frelsi til að mennta sig, óháð aðstæðum. Að allir foreldrar hafi frelsi til að taka jafnan þátt á vinnumarkaði og hafi jafnan aðgang að dagvistun. Án þess að lenda í vandræðum með að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Grundvöllur jafnréttis er fjárhagslegt sjálfstæði. Því er ógnað þegar annað foreldri þarf að minnka þátttöku á vinnumarkaði. Að grípa samborgara okkar ef eitthvað bjátar á og veita þeim hjálp við að verða aftur virkir þátttakendur í samfélaginu. Að veita borgarbúum frelsi til að velja samgöngukosti sem henta þeim og blanda þeim saman að vild. Að skipuleggja borgina þannig að allir íbúar hennar finni sér búsetukosti við hæfi, hvort sem það er út frá staðsetningu, stærð eða öðrum háttum. Við erum nefnilega öll ólík, höfum ólíkan smekk og ólíkar þarfir. Að setja ekki of miklar skorður á íbúa og fyrirtæki, að setja ekki reglur um að allt sé bannað nema það sé sérstaklega leyft. Að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og leggja ekki óhóflegar álögur á borgarbúa. Að berjast fyrir atvinnufrelsi og frelsi einstaklingsins, afnámi hafta, samvinnu og framfaramálum. Ég er í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að þau lífsviðhorf frelsis og ábyrgðar eru líka grundvöllur sjálfstæðisstefnunnar. Og ég er í framboði til borgarstjórnar vegna þess að þau eiga sérstakt erindi í Reykjavík, það er kominn tími á breytingar í borginni okkar.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar