

Er það svo gott að búa í Kópavogi?
Kópavogur er bær verktakanna. Hvert sem litið er má sjá byggingarkrana. Svona hefur þetta verið lengi, einkum eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók völdin. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík gagnrýnir þéttingarstefnu núverandi meirihluta í Reykjavík. En Eyþór Laxdal Arnalds ætti bara að kíkja yfir lækinn og sjá hvernig Ármann Kr. fer að. Hvergi á Íslandi er þéttari byggð en í Kópavogi. Samt er verið að þétta byggðina enda er Kópavogur búinn með nánast allt sitt byggingarland. Nú er stefnan að ryðja burt gamla iðnaðarhverfinu á Kársnesi, sem er raunar ekki svo gamalt, og byggja þar bryggjuhverfi með íbúðum og hótelum. Verktakarnir ganga á lagið og einn þeirra hefur keypt upp mikinn hluta íbúðarhúsa í kring um Menntaskólann í Kópavogi og Kópavogsskóla og bíður eftir rásmerki frá Ármanni, sem kemur örugglega, haldi núverandi meirihluti velli. Þá fá nú gömlu kofarnir að fjúka og reisulegar blokkir koma í staðinn. Hamraborg framlengd austur eftir Digranesi. Verktakinn tekur þar með skipulagsvald bæjarins í sínar hendur.
Sjálfstæðismenn hafa aukinheldur tekið þá stefnu að vanrækja eina helstu skyldu sveitarstjórnarmanna sem varðar viðhald húseigna bæjarfélagsins með þeim afleiðingum að þær hafa grotnað niður. Á bæjarstjórnarárum Gunnars Birgissonar sendu skólastjórnendur og kennarar Digranesskóla hvað eftir annað inn beiðni um viðhald þess skóla enda fossaði vatn niður marga veggi í rigningum og alls konar dýraflóra blómstraði í gamla Hruna. Eftir áratuga vanrækslu sá Sjálfstæðismeirihlutinn þann kost einn að rífa helming Digranesskóla og földu vanrækslu sína með því að sameina skólann Hjallaskóla. Þann leik gátu Sjálfstæðismenn ekki leikið eftir varðandi Kársnesskóla. Vanræksla þeirra undir forystu Ármanns Kr. er öllum ljós og leiðir til þess að rífa verður skólann og senda börnin í gömlu bæjarskrifstofurnar, húsnæði sem bæjaryfirvöld töldu raunar ekki viðunandi fyrir bæjarstarfsmenn vegna eigin vanræksluskemmda og myglu í því húsi og fluttu úr því. Nú blasir við milljarðafjárfesting í nýjum skóla og nýlega fóru nokkrir milljarðar í nýjar bæjarskrifstofur.
Sum íþróttahús bæjarins eru einnig meira og minna löskuð og ónothæf vegna viðhaldsleysis, mygluskemmda og leka. Er skemmst að minnast þess að klefum íþróttahússins við Snælandsskóla var lokað af heilbrigðiseftirlitinu vegna myglu. Það hús fær nú að vera opið á tæpri undanþágu. Íþróttahúsið Digranes lekur hundrað bala. Kópavogsvelli hefur aldrei verið haldið við svo vel sé, svo að nú sjá menn það helst ráð að leggja þar gervigrasvöll. Svona mætti lengi telja. Listinn er lengri en tárum tekur. Vegna vanrækslu eykst kostnaður bæjarfélagsins um milljarða. Nýjar bæjarskrifstofur, nýir skólar, ný íþróttahús og mannvirki.
En þetta gerir ekkert til. Verktakarnir fá nóg að gera. Hins vegar getum við spurt okkur hvort það sé svo gott að búa í Kópavogi undir vanrækslu þessarar húseyðingarstjórnar.
Skafti Þ. Halldórsson er gamall Kópavogsbúi og er í 20. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Skoðun

Janus og jakkalakkarnir
Óskar Guðmundsson skrifar

Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr
Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar

Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi
Ingrid Kuhlman skrifar

Sköpum störf við hæfi!
Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar

Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day
Maru Alemán skrifar

Tikkað í skipulagsboxin
Samúel Torfi Pétursson skrifar

Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri
Þóra Sigurðardóttir skrifar

Sjúklingur settur í fangaklefa
Arnar Þór Jónsson skrifar

Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar
Íris Róbertsdóttir skrifar

Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind
Björgmundur Guðmundsson skrifar

Hvað er „furry“ annars?
Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar

Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan
Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar

Hljóð og mynd íslenskra varna
Arnór Sigurjónsson skrifar

Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju
Þorkell J. Steindal skrifar

Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins
Finnur Th. Eiríksson skrifar

Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa
Halldóra Mogensen skrifar

Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna
Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám!
Davíð Bergmann skrifar

Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi
Sævar Helgi Lárusson skrifar

Hvað er að frétta af humrinum?
Jónas Páll Jónasson skrifar

Þeir greiða sem njóta, eða hvað?
Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar

Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri
Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar

Sigrar og raunir íslenska hestsins
Elín Íris Fanndal skrifar

Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina
Heimir Már Pétursson skrifar

Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin
Kjartan Ágústsson skrifar

Hittumst á rauðum sokkum 1. maí
Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Mikilvægi orkuspáa
Ingvar Júlíus Baldursson skrifar

Þegar innflutningurinn ræður ríkjum
Anton Guðmundsson skrifar