
Er það svo gott að búa í Kópavogi?
Kópavogur er bær verktakanna. Hvert sem litið er má sjá byggingarkrana. Svona hefur þetta verið lengi, einkum eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók völdin. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík gagnrýnir þéttingarstefnu núverandi meirihluta í Reykjavík. En Eyþór Laxdal Arnalds ætti bara að kíkja yfir lækinn og sjá hvernig Ármann Kr. fer að. Hvergi á Íslandi er þéttari byggð en í Kópavogi. Samt er verið að þétta byggðina enda er Kópavogur búinn með nánast allt sitt byggingarland. Nú er stefnan að ryðja burt gamla iðnaðarhverfinu á Kársnesi, sem er raunar ekki svo gamalt, og byggja þar bryggjuhverfi með íbúðum og hótelum. Verktakarnir ganga á lagið og einn þeirra hefur keypt upp mikinn hluta íbúðarhúsa í kring um Menntaskólann í Kópavogi og Kópavogsskóla og bíður eftir rásmerki frá Ármanni, sem kemur örugglega, haldi núverandi meirihluti velli. Þá fá nú gömlu kofarnir að fjúka og reisulegar blokkir koma í staðinn. Hamraborg framlengd austur eftir Digranesi. Verktakinn tekur þar með skipulagsvald bæjarins í sínar hendur.
Sjálfstæðismenn hafa aukinheldur tekið þá stefnu að vanrækja eina helstu skyldu sveitarstjórnarmanna sem varðar viðhald húseigna bæjarfélagsins með þeim afleiðingum að þær hafa grotnað niður. Á bæjarstjórnarárum Gunnars Birgissonar sendu skólastjórnendur og kennarar Digranesskóla hvað eftir annað inn beiðni um viðhald þess skóla enda fossaði vatn niður marga veggi í rigningum og alls konar dýraflóra blómstraði í gamla Hruna. Eftir áratuga vanrækslu sá Sjálfstæðismeirihlutinn þann kost einn að rífa helming Digranesskóla og földu vanrækslu sína með því að sameina skólann Hjallaskóla. Þann leik gátu Sjálfstæðismenn ekki leikið eftir varðandi Kársnesskóla. Vanræksla þeirra undir forystu Ármanns Kr. er öllum ljós og leiðir til þess að rífa verður skólann og senda börnin í gömlu bæjarskrifstofurnar, húsnæði sem bæjaryfirvöld töldu raunar ekki viðunandi fyrir bæjarstarfsmenn vegna eigin vanræksluskemmda og myglu í því húsi og fluttu úr því. Nú blasir við milljarðafjárfesting í nýjum skóla og nýlega fóru nokkrir milljarðar í nýjar bæjarskrifstofur.
Sum íþróttahús bæjarins eru einnig meira og minna löskuð og ónothæf vegna viðhaldsleysis, mygluskemmda og leka. Er skemmst að minnast þess að klefum íþróttahússins við Snælandsskóla var lokað af heilbrigðiseftirlitinu vegna myglu. Það hús fær nú að vera opið á tæpri undanþágu. Íþróttahúsið Digranes lekur hundrað bala. Kópavogsvelli hefur aldrei verið haldið við svo vel sé, svo að nú sjá menn það helst ráð að leggja þar gervigrasvöll. Svona mætti lengi telja. Listinn er lengri en tárum tekur. Vegna vanrækslu eykst kostnaður bæjarfélagsins um milljarða. Nýjar bæjarskrifstofur, nýir skólar, ný íþróttahús og mannvirki.
En þetta gerir ekkert til. Verktakarnir fá nóg að gera. Hins vegar getum við spurt okkur hvort það sé svo gott að búa í Kópavogi undir vanrækslu þessarar húseyðingarstjórnar.
Skafti Þ. Halldórsson er gamall Kópavogsbúi og er í 20. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Skoðun

Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til!
Steinunn Þórðardóttir skrifar

Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld
Hannes Örn Blandon skrifar

Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd
Björn B. Björnsson skrifar

Söngur Ísraels og RÚV
Ingólfur Gíslason. skrifar

Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur
Kristinn R Guðlaugsson skrifar

Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza!
Viðar Eggertsson skrifar

Kærleikurinn pikkaði í mig
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Friðun Grafarvogs
Stefán Jón Hafstein skrifar

Torfærur, hossur og hristingar!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi
Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar

Við munum aldrei fela okkur aftur
Kári Garðarsson skrifar

Er Kópavogsbær vel rekinn?
Bergljót Kristinsdóttir skrifar

Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar

Um sjónarhorn og sannleika
Líf Magneudóttir skrifar

Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við?
Einar G. Harðarson skrifar

Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar?
Henning Arnór Úlfarsson skrifar

Málþóf og/eða lýðræði?
Elín Íris Fanndal skrifar

Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar?
Arnar Þór Ingólfsson skrifar

Ísafjarðarbær í Bestu deild
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar

Þjóðarmorð í beinni
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig
Birgir Dýrfjörð skrifar

Atvinnufrelsi!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Að mása eða fara í golf
Jón Pétur Zimsen skrifar

Leiðréttum kerfisbundið misrétti
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sparnaðarráð fyrir ferðalagið
Svandís Edda Jónudóttir skrifar

Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram
Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar