Brauð oftar í ruslið því svínabú vilja það ekki Grétar Þór Sigurðsson skrifar 10. maí 2018 09:30 Svona litu gámar Kornsins við Hjallabrekku út á sunnudag. Vísir/Eyþór Mikið af bakkelsi fer til spillis í bakaríum landsins. Misjafnt er hvað verður um þennan umframbakstur. Hjá Korninu er bakkelsið flokkað sem lífrænn úrgangur en var áður sent á svínabú þar sem því var umbreytt í fóður. Búið er nú hætt að taka við brauðinu. Eiríkur Björn Einarsson, verkefnastjóri hjá Korninu, segir að bakaríið í Hjallabrekku sé miðlægt bakarí fyrirtækisins. Þar sé allt bakað og allur úrgangur úr öðrum bakaríum endi þar. Þar að auki sé sorp ekki sótt á hverjum degi. „Þetta lítur út fyrir að vera mikið, en þetta er náttúrlega uppsafnað og úr þrettán bakaríum,“ segir Eiríkur. Spurð hvort ekki sé ráð að baka minna bendir Helga Kristín Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Kornsins, á að reksturinn sé í höndum nýrra aðila og að þau séu stöðugt að reyna að finna jafnvægi í magninu. Salan sé auk þess óregluleg. „Þegar við tókum við voru viðskiptavinir óánægðir þegar lítið var til eftir hádegi. Við ákváðum að bregðast við því og núna erum við að stilla af hversu mikið við sendum. Sumir dagar eru góðir og sumir dagar ekki. Þegar það er sól úti selst mikið en þegar það er rigning koma færri.“ Eiríkur og Helga eru sammála um að best væri að geta endurnýtt umframbaksturinn. Afgangs bakkelsið endar þó ekki allt í tunnunni. Íþróttafélög fá til dæmis bakkelsi sem er óselt. „Svo höfum við gefið heimilislausum og hestafólk hefur verið að sækja í þetta,“ bendir Eiríkur á. Besta lausnin finnst þeim vera að koma þessu í fóður. „Það væri frábært ef það væri einn staður sem bakarí gætu öll skilað þessum úrgangi á,“ segir Eiríkur. Hann hafi skoðað búnað til að vinna fóður úr afgöngunum. „Það er stórt fyrirtæki fyrir eitt bakarí að setja upp.“ Svínabúið á Ormsstöðum tekur við afgöngum frá Myllunni. Áður tók búið einnig við afgöngum frá Gæðabakstri en magnið var orðið það mikið að það nýttist ekki allt. „Við vinnum þetta í gott fóður,“ segir Guðný Tómasdóttir á Ormsstöðum. Hún segist hafa talað við önnur bú um að nýta fóðrið sem þar er unnið úr bakarísafgöngum en ekki sé mikill vilji til þess. „Það er bara auðveldara að kaupa tilbúið fóður,“ segir Guðný sem þætti skemmtilegra ef aðrir bændur mundu nýta fóðrið sem er unnið úr umframbakstrinum. Hún segir Matvælastofnun hvorki gera bændum né bakaríum, sem vilja fara þessa leið, auðvelt fyrir. Sækja þarf um leyfi frá MAST til að heimila nýtingu bakkelsisins. Eftir að bú hefur tekið við umframbakstrinum tekur við flókið ferli sem tryggir að fóðrið hæfi dýrunum. Bændur á öðrum búum, sem rætt var við og áður nýttu umframbakstur, voru sammála um að þægilegra væri að kaupa fóðrið. Óhentugt sé að sækja afganga á marga staði og því fylgir umstang að þurfa að skilja allt plast frá brauðinu. Auk þess sé hægt að treysta á gæði innihalds í aðkeypta fóðrinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Mikið af bakkelsi fer til spillis í bakaríum landsins. Misjafnt er hvað verður um þennan umframbakstur. Hjá Korninu er bakkelsið flokkað sem lífrænn úrgangur en var áður sent á svínabú þar sem því var umbreytt í fóður. Búið er nú hætt að taka við brauðinu. Eiríkur Björn Einarsson, verkefnastjóri hjá Korninu, segir að bakaríið í Hjallabrekku sé miðlægt bakarí fyrirtækisins. Þar sé allt bakað og allur úrgangur úr öðrum bakaríum endi þar. Þar að auki sé sorp ekki sótt á hverjum degi. „Þetta lítur út fyrir að vera mikið, en þetta er náttúrlega uppsafnað og úr þrettán bakaríum,“ segir Eiríkur. Spurð hvort ekki sé ráð að baka minna bendir Helga Kristín Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Kornsins, á að reksturinn sé í höndum nýrra aðila og að þau séu stöðugt að reyna að finna jafnvægi í magninu. Salan sé auk þess óregluleg. „Þegar við tókum við voru viðskiptavinir óánægðir þegar lítið var til eftir hádegi. Við ákváðum að bregðast við því og núna erum við að stilla af hversu mikið við sendum. Sumir dagar eru góðir og sumir dagar ekki. Þegar það er sól úti selst mikið en þegar það er rigning koma færri.“ Eiríkur og Helga eru sammála um að best væri að geta endurnýtt umframbaksturinn. Afgangs bakkelsið endar þó ekki allt í tunnunni. Íþróttafélög fá til dæmis bakkelsi sem er óselt. „Svo höfum við gefið heimilislausum og hestafólk hefur verið að sækja í þetta,“ bendir Eiríkur á. Besta lausnin finnst þeim vera að koma þessu í fóður. „Það væri frábært ef það væri einn staður sem bakarí gætu öll skilað þessum úrgangi á,“ segir Eiríkur. Hann hafi skoðað búnað til að vinna fóður úr afgöngunum. „Það er stórt fyrirtæki fyrir eitt bakarí að setja upp.“ Svínabúið á Ormsstöðum tekur við afgöngum frá Myllunni. Áður tók búið einnig við afgöngum frá Gæðabakstri en magnið var orðið það mikið að það nýttist ekki allt. „Við vinnum þetta í gott fóður,“ segir Guðný Tómasdóttir á Ormsstöðum. Hún segist hafa talað við önnur bú um að nýta fóðrið sem þar er unnið úr bakarísafgöngum en ekki sé mikill vilji til þess. „Það er bara auðveldara að kaupa tilbúið fóður,“ segir Guðný sem þætti skemmtilegra ef aðrir bændur mundu nýta fóðrið sem er unnið úr umframbakstrinum. Hún segir Matvælastofnun hvorki gera bændum né bakaríum, sem vilja fara þessa leið, auðvelt fyrir. Sækja þarf um leyfi frá MAST til að heimila nýtingu bakkelsisins. Eftir að bú hefur tekið við umframbakstrinum tekur við flókið ferli sem tryggir að fóðrið hæfi dýrunum. Bændur á öðrum búum, sem rætt var við og áður nýttu umframbakstur, voru sammála um að þægilegra væri að kaupa fóðrið. Óhentugt sé að sækja afganga á marga staði og því fylgir umstang að þurfa að skilja allt plast frá brauðinu. Auk þess sé hægt að treysta á gæði innihalds í aðkeypta fóðrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira