Íslenska ríkið sakað um tvískinnung Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. maí 2018 07:15 Birgir Tjörvi Pétursson lögmaður Á sama tíma og íslensk stjórnvöld staðhæfa í bréfaskriftum við ESA, eftirlitsstofnun EFTA, að höft á innflæði fjármagns séu nauðsynleg vegna alvarlegrar hættu á því að Ísland lendi í vandræðum með greiðslujöfnuð sinn halda þau því fram á opinberum vettvangi að staða efnahagsmála hér á landi hafi sjaldan eða aldrei verið betri. Brýnt er að ESA útskýri með greinargóðum hætti að hvaða marki meginregla ESS-samningsins um frjálst flæði fjármagns gildi og varpi jafnframt ljósi á hve mikið svigrúm íslensk stjórnvöld hafi til þess að víkja frá umræddri reglu. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður og einn eigenda Lögmanna Lækjargötu, skrifaði ESA 9. apríl síðastliðinn. Í bréfinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, vekur hann athygli eftirlitsstofnunarinnar á tvískinnungshætti íslenskra stjórnvalda og segir höftin, sem lögð voru á innflæði erlends fjármagns sumarið 2016, vekja alvarlegar spurningar um raunverulegt gildi meginreglunnar um frjálsa fjármagnsflutninga.Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hafa sagt að ekki sé tímabært að breyta útfærslu innflæðishaftanna á þessari stundu. Þó svo að vaxtamunur við útlönd hafi farið minnkandi sé hann enn umtalsverður. Vísir/Anton BrinkUmrædd innflæðishöft virka þannig að 40% af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skráðum skuldabréfum og innlánum þarf að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Höftunum var meðal annars ætlað að sporna við vaxtamunarviðskiptum með íslensk ríkisskuldabréf, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á miklum vaxtamun Íslands við útlönd, en gagnrýnt hefur verið að höftin standi jafnframt í vegi fyrir kaupum erlendra fjárfesta á skráðum langtímaskuldabréfum íslenskra fyrirtækja. Í niðurstöðu ESA í kvörtunarmáli sem hófst árið 2016 vegna setningar innflæðishaftanna var það mat stofnunarinnar að skilyrði fyrir undanþágu frá meginreglu EES-réttar um frjálst flæði fjármagns væru uppfyllt. Íslenska ríkið ætti enn við vanda vegna greiðslujafnaðar að glíma. Auk þess sagði ESA ekkert benda til þess að innflæðishöftin væru ekki órjúfanlegur þáttur af gjaldeyrishöftunum. Í samskiptum sínum við ESA hafa íslensk stjórnvöld meðal annars bent á að þau geti slakað á höftunum um leið og dregur úr hættunni á vaxtamunarviðskiptum. Í bréfinu tekur Birgir Tjörvi hins vegar fram að þrátt fyrir að nú sé ljóst að Ísland eigi ekki í neinum örðugleikum vegna fjármagnsinnflæðis og engin hætta sé á slíku, þá hafi stjórnvöld ekki gert neinar breytingar á höftunum. Í raun sé ljóst af sjónarmiðum sem forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hafa sett fram í ræðu og riti að þeir vilji helst af öllu nota höftin til þess að „fínstilla“ stefnu sína í peningamálum. Samkvæmt EES-samningnum má víkja frá meginreglunni um frjálst flæði fjármagns í tilfellum þar sem aðildarríki á við greiðslujafnaðarvanda að stríða eða að alvarleg hætta sé á því að slíkur vandi skapist.Hrópandi mótsögn Í bréfinu til ESA er bent á að enn í dag haldi hérlend stjórnvöld því fram gagnvart ESA að hætta sé á því að Ísland lendi í slíkum greiðsluvanda ef höftunum verður aflétt. Það sé hins vegar í hrópandi mótsögn við ýmsar opinberar yfirlýsingar, til dæmis af hálfu forsvarsmanna Seðlabankans og fjármálaráðherra, þar sem því gagnstæða sé haldið fram. Er meðal annars vísað til tilkynningar fjármálaráðuneytisins frá því í desember 2016 þar sem tekið var fram að erlend staða þjóðarbúsins væri „hin hagstæðasta í sögu landsins svo langt sem sambærileg gögn ná og með því hagstæðara sem gerist á meðal þróaðra ríkja“. Augljóst er, að mati Birgis Tjörva, að yfirlýsingar stjórnvalda um annars vegar hættuna á greiðsluerfiðleikum við útlönd og hins vegar góða stöðu efnahagsmála geti ekki báðar verið réttar. „Ef önnur er rétt hlýtur hin að fela í sér skýra skekkju á mati af hálfu íslenskra stjórnvalda,“ segir í bréfinu. Birgir Tjörvi nefnir auk þess í bréfinu að haldi ESA áfram að taka trúanlegar mótsagnakenndar yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda um að undanþágan frá frjálsum fjármagnsflutningum eigi – í ljósi góðrar efnahagsstöðu landsins – enn við þá sé eftirlitsstofnunin í reynd að viðurkenna að meginregla EES-samningsins um að flæði fjármagns skuli vera frjálst geti ekki gilt hér á landi. „Alvarlegar spurningar“ hafi því vaknað um hvert raunverulegt gildi meginreglunnar sé. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Á sama tíma og íslensk stjórnvöld staðhæfa í bréfaskriftum við ESA, eftirlitsstofnun EFTA, að höft á innflæði fjármagns séu nauðsynleg vegna alvarlegrar hættu á því að Ísland lendi í vandræðum með greiðslujöfnuð sinn halda þau því fram á opinberum vettvangi að staða efnahagsmála hér á landi hafi sjaldan eða aldrei verið betri. Brýnt er að ESA útskýri með greinargóðum hætti að hvaða marki meginregla ESS-samningsins um frjálst flæði fjármagns gildi og varpi jafnframt ljósi á hve mikið svigrúm íslensk stjórnvöld hafi til þess að víkja frá umræddri reglu. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í bréfi sem Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður og einn eigenda Lögmanna Lækjargötu, skrifaði ESA 9. apríl síðastliðinn. Í bréfinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, vekur hann athygli eftirlitsstofnunarinnar á tvískinnungshætti íslenskra stjórnvalda og segir höftin, sem lögð voru á innflæði erlends fjármagns sumarið 2016, vekja alvarlegar spurningar um raunverulegt gildi meginreglunnar um frjálsa fjármagnsflutninga.Forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hafa sagt að ekki sé tímabært að breyta útfærslu innflæðishaftanna á þessari stundu. Þó svo að vaxtamunur við útlönd hafi farið minnkandi sé hann enn umtalsverður. Vísir/Anton BrinkUmrædd innflæðishöft virka þannig að 40% af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skráðum skuldabréfum og innlánum þarf að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Höftunum var meðal annars ætlað að sporna við vaxtamunarviðskiptum með íslensk ríkisskuldabréf, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á miklum vaxtamun Íslands við útlönd, en gagnrýnt hefur verið að höftin standi jafnframt í vegi fyrir kaupum erlendra fjárfesta á skráðum langtímaskuldabréfum íslenskra fyrirtækja. Í niðurstöðu ESA í kvörtunarmáli sem hófst árið 2016 vegna setningar innflæðishaftanna var það mat stofnunarinnar að skilyrði fyrir undanþágu frá meginreglu EES-réttar um frjálst flæði fjármagns væru uppfyllt. Íslenska ríkið ætti enn við vanda vegna greiðslujafnaðar að glíma. Auk þess sagði ESA ekkert benda til þess að innflæðishöftin væru ekki órjúfanlegur þáttur af gjaldeyrishöftunum. Í samskiptum sínum við ESA hafa íslensk stjórnvöld meðal annars bent á að þau geti slakað á höftunum um leið og dregur úr hættunni á vaxtamunarviðskiptum. Í bréfinu tekur Birgir Tjörvi hins vegar fram að þrátt fyrir að nú sé ljóst að Ísland eigi ekki í neinum örðugleikum vegna fjármagnsinnflæðis og engin hætta sé á slíku, þá hafi stjórnvöld ekki gert neinar breytingar á höftunum. Í raun sé ljóst af sjónarmiðum sem forsvarsmenn Seðlabanka Íslands hafa sett fram í ræðu og riti að þeir vilji helst af öllu nota höftin til þess að „fínstilla“ stefnu sína í peningamálum. Samkvæmt EES-samningnum má víkja frá meginreglunni um frjálst flæði fjármagns í tilfellum þar sem aðildarríki á við greiðslujafnaðarvanda að stríða eða að alvarleg hætta sé á því að slíkur vandi skapist.Hrópandi mótsögn Í bréfinu til ESA er bent á að enn í dag haldi hérlend stjórnvöld því fram gagnvart ESA að hætta sé á því að Ísland lendi í slíkum greiðsluvanda ef höftunum verður aflétt. Það sé hins vegar í hrópandi mótsögn við ýmsar opinberar yfirlýsingar, til dæmis af hálfu forsvarsmanna Seðlabankans og fjármálaráðherra, þar sem því gagnstæða sé haldið fram. Er meðal annars vísað til tilkynningar fjármálaráðuneytisins frá því í desember 2016 þar sem tekið var fram að erlend staða þjóðarbúsins væri „hin hagstæðasta í sögu landsins svo langt sem sambærileg gögn ná og með því hagstæðara sem gerist á meðal þróaðra ríkja“. Augljóst er, að mati Birgis Tjörva, að yfirlýsingar stjórnvalda um annars vegar hættuna á greiðsluerfiðleikum við útlönd og hins vegar góða stöðu efnahagsmála geti ekki báðar verið réttar. „Ef önnur er rétt hlýtur hin að fela í sér skýra skekkju á mati af hálfu íslenskra stjórnvalda,“ segir í bréfinu. Birgir Tjörvi nefnir auk þess í bréfinu að haldi ESA áfram að taka trúanlegar mótsagnakenndar yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda um að undanþágan frá frjálsum fjármagnsflutningum eigi – í ljósi góðrar efnahagsstöðu landsins – enn við þá sé eftirlitsstofnunin í reynd að viðurkenna að meginregla EES-samningsins um að flæði fjármagns skuli vera frjálst geti ekki gilt hér á landi. „Alvarlegar spurningar“ hafi því vaknað um hvert raunverulegt gildi meginreglunnar sé.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira