Leikskólar og launamunur Hildur Björnsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:30 Kynjajafnrétti mælist reglulega mest á Íslandi. Við stöndum framarlega í alþjóðlegum samanburði. Háskólamenntuðum konum hefur fjölgað. Feðrum býðst nú fæðingarorlof. Foreldrar deila fjölskylduábyrgð. Árangur hefur náðst í jafnréttisbaráttunni. Samt reynist konum enn torvelt að standa jafnfætis körlum á vinnumarkaði. Nýlegar tölur sýna 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna sitja föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komast ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Fjölskylduvandinn er gjarnan á herðum kvenna. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis – því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Atvinnulífið virðist álykta að barneignir dragi úr framlagi kvenna á vinnumarkaði. Þessu þarf að breyta. Það er mikilvægt að fjölskyldur eigi kost á öruggri og áreiðanlegri daggæslu strax í kjölfar fæðingarorlofs. Í dag er skortur á úrræðum og fjölskyldur lenda í vanda. Málaflokkurinn hefur verið vanræktur. Við þurfum víðtækar lausnir. Samræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru og fjölskyldur festast ekki á biðlistum. Æskilegt er að lengja fæðingarorlof og hækka þak á orlofsgreiðslum. Skapa þarf umhverfi sem hvetur báða foreldra til töku orlofs. Við munum bjóða foreldrum frelsi og val um daggæslukosti. Við munum styðja betur við bæði dagforeldrastigið og leikskólastigið. Reykjavík er í samkeppni við önnur sveitarfélög um fagmenntað starfsfólk. Við viljum gera betur svo gott fólk velji starf á leikskóla. Núverandi meirihluti vill bjóða ódýrustu leikskólana. Ódýr þjónusta er gjarnan slæm þjónusta. Það hafa nýlegar þjónustukannanir sýnt. Ánægja með leikskóla mælist minnst í Reykjavík. Bregðast þarf við þessari óánægju. Sjálfstæðisflokkurinn leggur ekki áherslu á ódýrari leikskóla. Okkar markmið er að bjóða áreiðanlega leikskóla. Við viljum að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Við viljum því bjóða bestu leikskólana. Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að tryggja öllum fjölskyldum úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Það hefur aftur áhrif á launaþróun og ýtir undir kynbundinn launamun. Við ætlum að leggja okkar af mörkum við lausn þessa vanda. Áreiðanlegar lausnir eru mikilvægt jafnréttismál – samfélaginu öllu til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Skoðun Mest lesið Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kynjajafnrétti mælist reglulega mest á Íslandi. Við stöndum framarlega í alþjóðlegum samanburði. Háskólamenntuðum konum hefur fjölgað. Feðrum býðst nú fæðingarorlof. Foreldrar deila fjölskylduábyrgð. Árangur hefur náðst í jafnréttisbaráttunni. Samt reynist konum enn torvelt að standa jafnfætis körlum á vinnumarkaði. Nýlegar tölur sýna 10% kynbundinn launamun á Íslandi. Þeim körlum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs fer fækkandi. Hundruð barna sitja föst á biðlistum eftir leikskólavist í Reykjavík. Hundruð foreldra komast ekki aftur á vinnumarkað í kjölfar barneigna. Fjölskylduvandinn er gjarnan á herðum kvenna. Mæður taka enn á sig mesta ábyrgð barnauppeldis – því betur má fórna kvennalaunum en karlalaunum. Konur sitja eftir í vítahring. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif barneigna á launaþróun karla, en neikvæð áhrif á launaþróun kvenna. Vinnandi konum er gjarnan falin minni ábyrgð í kjölfar barneigna en karlar hljóta aukinn framgang. Atvinnulífið virðist álykta að barneignir dragi úr framlagi kvenna á vinnumarkaði. Þessu þarf að breyta. Það er mikilvægt að fjölskyldur eigi kost á öruggri og áreiðanlegri daggæslu strax í kjölfar fæðingarorlofs. Í dag er skortur á úrræðum og fjölskyldur lenda í vanda. Málaflokkurinn hefur verið vanræktur. Við þurfum víðtækar lausnir. Samræmt kerfi þar sem eitt úrræði tekur við af öðru og fjölskyldur festast ekki á biðlistum. Æskilegt er að lengja fæðingarorlof og hækka þak á orlofsgreiðslum. Skapa þarf umhverfi sem hvetur báða foreldra til töku orlofs. Við munum bjóða foreldrum frelsi og val um daggæslukosti. Við munum styðja betur við bæði dagforeldrastigið og leikskólastigið. Reykjavík er í samkeppni við önnur sveitarfélög um fagmenntað starfsfólk. Við viljum gera betur svo gott fólk velji starf á leikskóla. Núverandi meirihluti vill bjóða ódýrustu leikskólana. Ódýr þjónusta er gjarnan slæm þjónusta. Það hafa nýlegar þjónustukannanir sýnt. Ánægja með leikskóla mælist minnst í Reykjavík. Bregðast þarf við þessari óánægju. Sjálfstæðisflokkurinn leggur ekki áherslu á ódýrari leikskóla. Okkar markmið er að bjóða áreiðanlega leikskóla. Við viljum að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Við viljum því bjóða bestu leikskólana. Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að tryggja öllum fjölskyldum úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs. Þrátt fyrir mikinn árangur í jafnréttisbaráttunni taka konur enn meiri ábyrgð á umönnun barna. Dagvistunarvandi lendir því oftar á konum og dregur úr framgangi þeirra á vinnumarkaði. Það hefur aftur áhrif á launaþróun og ýtir undir kynbundinn launamun. Við ætlum að leggja okkar af mörkum við lausn þessa vanda. Áreiðanlegar lausnir eru mikilvægt jafnréttismál – samfélaginu öllu til heilla.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun