FRÍSK hefur fengið lagt lögbann á IPTV Iceland Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2018 16:17 IPTV Iceland hefur meðal annars selt aðgang að ensku deildinni sem Sýn á einkaréttinn á til sýningar á Íslandi. vísir/getty Að gefnu tilefni er rétt að árétta að greinin birtist í maí 2018. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndiðnaði, í umboði Sýnar hf. hefur fengið lagt á lögbann gagnvart forsvarsmanni IPTV Iceland, sem bæði veitir eða selur aðgang að sjónvarpsútsendingum, þ.m.t. hljóð- og myndefni, sem og dagskrá þar sem sýnt er meðal annars frá knattspyrnuleikjum í ensku úrvalsdeildinni sem Sýn á einkaréttinn á til sýningar á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FRÍSK en þar segir að IPTV Iceland selji viðskiptavinum sínum aðgang að svokölluðu „netsjónvarpi“ sem inniheldur aðgang að útsendingum hundruð sjónvarpsstöðva, auk aðgangs að kvikmyndum sem horfa má á samkvæmt pöntun. Á öllum þeim sjónvarpsrásum er sýnt sjónvarpsefni sem verndað er af höfundarrétti og reglum höfundalaga, að því er fram kemur í tilkynningunni. Þar segir enn fremur að IPTV Iceland hafi ekki aflað sér heimildar frá rétthöfum til sýningar á dagskrá sjónvarpsstöðvanna, hvorki frá sjónvarpsstöðvunum sjálfum, né frá rétthöfum og eigendum höfundarréttinda að einstökum dagskrárliðum. Þær sjónvarpsstöðvar hafa þar að auki hvorki vilja né heimildir frá rétthöfum þess myndefnis sem þar er sýnt, til að sýna umrætt efni hér á landi. Háttsemin er sögð brjóta gegn fjölmörgum ákvæðum höfundalaga, auk annarra laga. Þess var krafist að fyrirsvarsmaður IPTV Iceland yrði í öllum skilningi gert að hætta að dreifa og gera aðgengilegt höfundarvarið sjónvarpsefni, þar meða talið útsendingar og dagskrárgerð sem tengist ensku úrvalsdeildinni. Sýslumaður tók undir þær kröfur og lagði lögbann við starfseminni. „Við erum að sjá aukið framboð á svokölluðu netsjónvarpi þar sem íslenskir aðilar bjóða erlendar sjónvarpsstöðvar, myndefni eftir pöntun og íþróttaviðburði. Við höfum sett okkur í samband við flesta þessa aðila og hafði eigandi IPTV Iceland ekki orðið við beiðni rétthafa um að hætta starfsemi sinni og loka fyrir aðgang viðskiptamanna sinna að því hljóð- og myndefni sem hann miðlar til þeirra. Hafði FRÍSK með umboði Sýnar hf. því aðeins þann kost að grípa til lögbannsaðgerða til að vernda hagsmuni félagsmanna sinna.“ er haft eftir Hallgrími Kristinssyni, formanni FRÍSK. „Það má því búast við fleiri svona aðgerðum á næstunni ef aðrir láta ekki af sömu iðju“ segir Hallgrímur að lokum. Íslenskir rétthafar tapa um 1.1 milljarði á ársgrundvelli vegna ólöglegs streymis og niðurhals, að því er fram kemur í tilkynningunni. Greinin skapar þúsundir starfa og samanlagt renna um 12 milljarðar króna til hins opinbera vegna iðnaðarins. Verður leitað staðfestingar á lögbanninu fyrir dómstólum, auk þess sem krafist verður viðurkenningar á skaðabótaábyrgð viðkomandi aðila. Þá verður háttsemi fyrirsvarsmanns einnig kærð til lögreglu von bráðar.Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Að gefnu tilefni er rétt að árétta að greinin birtist í maí 2018. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndiðnaði, í umboði Sýnar hf. hefur fengið lagt á lögbann gagnvart forsvarsmanni IPTV Iceland, sem bæði veitir eða selur aðgang að sjónvarpsútsendingum, þ.m.t. hljóð- og myndefni, sem og dagskrá þar sem sýnt er meðal annars frá knattspyrnuleikjum í ensku úrvalsdeildinni sem Sýn á einkaréttinn á til sýningar á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FRÍSK en þar segir að IPTV Iceland selji viðskiptavinum sínum aðgang að svokölluðu „netsjónvarpi“ sem inniheldur aðgang að útsendingum hundruð sjónvarpsstöðva, auk aðgangs að kvikmyndum sem horfa má á samkvæmt pöntun. Á öllum þeim sjónvarpsrásum er sýnt sjónvarpsefni sem verndað er af höfundarrétti og reglum höfundalaga, að því er fram kemur í tilkynningunni. Þar segir enn fremur að IPTV Iceland hafi ekki aflað sér heimildar frá rétthöfum til sýningar á dagskrá sjónvarpsstöðvanna, hvorki frá sjónvarpsstöðvunum sjálfum, né frá rétthöfum og eigendum höfundarréttinda að einstökum dagskrárliðum. Þær sjónvarpsstöðvar hafa þar að auki hvorki vilja né heimildir frá rétthöfum þess myndefnis sem þar er sýnt, til að sýna umrætt efni hér á landi. Háttsemin er sögð brjóta gegn fjölmörgum ákvæðum höfundalaga, auk annarra laga. Þess var krafist að fyrirsvarsmaður IPTV Iceland yrði í öllum skilningi gert að hætta að dreifa og gera aðgengilegt höfundarvarið sjónvarpsefni, þar meða talið útsendingar og dagskrárgerð sem tengist ensku úrvalsdeildinni. Sýslumaður tók undir þær kröfur og lagði lögbann við starfseminni. „Við erum að sjá aukið framboð á svokölluðu netsjónvarpi þar sem íslenskir aðilar bjóða erlendar sjónvarpsstöðvar, myndefni eftir pöntun og íþróttaviðburði. Við höfum sett okkur í samband við flesta þessa aðila og hafði eigandi IPTV Iceland ekki orðið við beiðni rétthafa um að hætta starfsemi sinni og loka fyrir aðgang viðskiptamanna sinna að því hljóð- og myndefni sem hann miðlar til þeirra. Hafði FRÍSK með umboði Sýnar hf. því aðeins þann kost að grípa til lögbannsaðgerða til að vernda hagsmuni félagsmanna sinna.“ er haft eftir Hallgrími Kristinssyni, formanni FRÍSK. „Það má því búast við fleiri svona aðgerðum á næstunni ef aðrir láta ekki af sömu iðju“ segir Hallgrímur að lokum. Íslenskir rétthafar tapa um 1.1 milljarði á ársgrundvelli vegna ólöglegs streymis og niðurhals, að því er fram kemur í tilkynningunni. Greinin skapar þúsundir starfa og samanlagt renna um 12 milljarðar króna til hins opinbera vegna iðnaðarins. Verður leitað staðfestingar á lögbanninu fyrir dómstólum, auk þess sem krafist verður viðurkenningar á skaðabótaábyrgð viðkomandi aðila. Þá verður háttsemi fyrirsvarsmanns einnig kærð til lögreglu von bráðar.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira