
Öld síðar
Spænska veikin barst til landsins snemma í júní árið 1918, eða fyrir nákvæmlega 100 árum. Framan af hafði þáverandi landlæknir litlar áhyggjur. Hér væri aðeins um hefðbundna inflúensu að ræða. Í októberlok sama ár sótti flensan verulega í sig veðrið og innan fárra mánaða lágu rúmlega 500 Íslendingar í valnum. Fyrst og fremst voru þetta einstaklingar á aldrinum 20 til 40 ára. Í Reykjavík sýktust 65 prósent íbúa af spænsku veikinni, eða í kringum 10 þúsund manns. Heimsfaraldurinn sem geisaði á sama tíma kostaði um 50 til 100 milljónir manna lífið.
Rétt eins og við minnumst þess þegar þjóðfáninn var fyrst dreginn að húni síðla árs 1918 eigum við að minnast þeirra Íslendinga sem létust í faraldrinum hér á landi. Þeirra Íslendinga sem létust í lyfjaskorti og úrræðaleysi, voru fluttir í bráðabirgða líkhús og jarðsettir í fjöldagrafreitum í Hólavallagarði, og hvíla þar enn í ómerktum gröfum.
Kenna ætti um tilurð, afleiðingar og harmleik spænsku veikinnar, rétt eins og við kennum goðsögnina um fullvalda og sjálfstætt Íslands. Því sögu þessa versta heimsfaraldurs sem við þekkjum er á vissan hátt enn ólokið. Síðan 1919 hafa heimsfaraldrar inflúensu riðið yfir tvisvar, árin 1957 og 1968. Árið 2009 geisaði síðan skæður stofn veirunnar víða, þar á meðal hér á landi, þar sem tveir létust og 20 aðrir voru í bráðri hættu.
Nýr heimsfaraldur inflúensu er óumflýjanlegur og hann getur skollið á með stuttum fyrirvara. Heimurinn hefur aldrei verið jafn tengdur og nú, samgöngur landa á milli aldrei meiri og smitleiðirnar því víða. Ekki er sjálfgefið að eiga vin í neyð og það að stóla á aðstoð annarra þegar heimsfaraldur geisar er ekki ráðlegt. Hér á landi hefur mikilvægt starf verið unnið til að takast á við inflúensufaraldur, en til að slík áætlun sé skilvirk þarf upplýsingagjöf til almennings að vera forgangsatriði. Útbreiðsla skæðrar inflúensu verður ekki stöðvuð, en hægt er að kæfa heimsfaraldur í fæðingu.
Þær sögulegu heimildir sem til eru um spænsku veikina hér á landi varpa einstöku ljósi á þjóð sem stendur á tímamótum. Um leið sýna þær fram á hversu viðkvæmt sjálfstæði getur verið, því ef eitthvað getur knésett þjóð þá er það það að vera ekki samstíga og meðvituð um þær hættur sem fylgja næsta heimsfaraldri.
Skoðun

Símafrí á skólatíma
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli
Nína Eck skrifar

Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar

Ein saga af sextíu þúsund
Halldór Ísak Ólafsson skrifar

Að láta mata sig er svo þægilegt
Björn Ólafsson skrifar

Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi
Ingvar Sverrisson skrifar

Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna
Soffía Ámundadóttir skrifar

Bakslag í skoðanafrelsi?
Kári Allansson skrifar

Eplin í andlitshæð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Bataskólinn – fyrir þig?
Guðný Guðmundsdóttir skrifar

Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar!
Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar

Boðsferð Landsvirkjunar
Stefán Georgsson skrifar

Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir
Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar

Ástin er falleg
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni
Ingrid Kuhlman skrifar

Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Laugarnestangi - til allrar framtíðar
Líf Magneudóttir skrifar

Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu
Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar

Rangfærslur um atburðina á Gaza
Egill Þ. Einarsson skrifar

Öryggi geðheilbrigðis
Guðrún Karls Helgudóttir skrifar

Mjóddin og pólitík pírata
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Okkar eigin Don Kíkóti
Kjartan Jónsson skrifar

Sýnum í verki að okkur er ekki sama
Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar

Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun
Helen Ólafsdóttir skrifar

Drúsar og hörmungarnar í Suwayda
Armando Garcia skrifar

Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina
Grétar Ingi Erlendsson skrifar

Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum
Willum Þór Þórsson skrifar

Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga
Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar

Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði
Valdimar Víðisson skrifar