Úrslitin óbreytt í Hafnarfirði: „Þetta var grátlega tæpt“ Kjartan Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifa 28. maí 2018 22:16 Samfylkinguna vantaði tíu atkvæði en VG fimm til að fella fimmta mann Sjálfstæðisflokksins. Vísir/stefán Endurtalning atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði breytti engu um niðurstöðu þeirra. Samfylkingin og Vinstri græn óskuðu eftir endurtalningunni. Þórdís Bjarnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Hafnarfirði, staðfesti í kvöld að endurtalningin hefði engu breytt um úrslitin. Byrjað var að telja aftur kl. 17 í dag. Aðeins munaði fimm atkvæðum á því að annað hvort Samfylkingin eða Vinstri græn næðu að fella fimmta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaðan þýðir að Vinstri græn ná engum manni inn í bæjarstjórn en flokkurinn var með einn bæjarfulltrúa á síðasta kjörtímabili.„Þetta var grátlega tæpt. Eitt er að ná ekki manni inn en þegar maður sér það á kosninganótt að það eru fimm atkvæði, finnst manni það sorglegt,“ segir Elva Dögg Ásudóttir, oddviti VG í Hafnarfirði. Hún segir ástæðu þess að þau hafi beðið um endurtalningu vera svo þau gætu verið glöð í eigin skinni og viss um að úrslitin hafi verið grandskoðuð. Elva bendir á að árið 2014 hafi farið fram endurtalning í Hafnarfirði og þá hafi sextán atvkæði til Framsóknarflokksins fundist. „Það er eðlilegt. Þetta er mannlegt og við erum fólk að telja. Okkur fannst nánast skylda að láta athuga þetta. Nú er bara komin niðurstaða og við unum við hana,“ segir Elva. „Þetta er pólitík.“ Kosningar 2018 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Endurtalning atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði breytti engu um niðurstöðu þeirra. Samfylkingin og Vinstri græn óskuðu eftir endurtalningunni. Þórdís Bjarnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Hafnarfirði, staðfesti í kvöld að endurtalningin hefði engu breytt um úrslitin. Byrjað var að telja aftur kl. 17 í dag. Aðeins munaði fimm atkvæðum á því að annað hvort Samfylkingin eða Vinstri græn næðu að fella fimmta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaðan þýðir að Vinstri græn ná engum manni inn í bæjarstjórn en flokkurinn var með einn bæjarfulltrúa á síðasta kjörtímabili.„Þetta var grátlega tæpt. Eitt er að ná ekki manni inn en þegar maður sér það á kosninganótt að það eru fimm atkvæði, finnst manni það sorglegt,“ segir Elva Dögg Ásudóttir, oddviti VG í Hafnarfirði. Hún segir ástæðu þess að þau hafi beðið um endurtalningu vera svo þau gætu verið glöð í eigin skinni og viss um að úrslitin hafi verið grandskoðuð. Elva bendir á að árið 2014 hafi farið fram endurtalning í Hafnarfirði og þá hafi sextán atvkæði til Framsóknarflokksins fundist. „Það er eðlilegt. Þetta er mannlegt og við erum fólk að telja. Okkur fannst nánast skylda að láta athuga þetta. Nú er bara komin niðurstaða og við unum við hana,“ segir Elva. „Þetta er pólitík.“
Kosningar 2018 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira