Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2018 19:23 Frá oddvitaumræðum um helgina. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, segist telja það eðlilegt, miðað við niðurstöður kosninga og vilja kjósenda í Reykjavík, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður. Því gamli meirihlutinn hefði fallið og því hefðu þeir ekki umboð til að halda áfram að stjórna borginni. Vigdís ræddi við strákana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún sagðist hafa rætt við Eyþór Arnaldsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í dag. Hún sagði einnig að enn væri allt opið í þessum málum. Henni þætti þó skrítið að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, væri að útiloka samstarf við tiltekna flokka. „Mér finnst þeir flokkar sem hafa notað útilokunaraðferðina og verið að beita því vopni, þeir eru svolítið búnir að loka sig af, finnst mér,“ sagði Vigdís. „Búnir að þrengja stöðuna á þessu borði svolítið mikið og sjá örugglega eftir því núna. Ég er alveg viss um það.“ Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þetta eru flokkar með mjög líkar áherslur og ég held að þetta gæti verið mjög farsæll meirihluti.“ Þá sagðist hún telja eðlilegt að borgarstjóraefnið kæmi frá stærsta flokknum. Vigdís sagði einnig að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar og það yrði erfitt fyrir flokksmeðlimi að velja hvoru megin þau færu. Hlusta má á viðtalið við Vigdísi hér að neðan. Kosningar 2018 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, segist telja það eðlilegt, miðað við niðurstöður kosninga og vilja kjósenda í Reykjavík, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður. Því gamli meirihlutinn hefði fallið og því hefðu þeir ekki umboð til að halda áfram að stjórna borginni. Vigdís ræddi við strákana í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún sagðist hafa rætt við Eyþór Arnaldsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í dag. Hún sagði einnig að enn væri allt opið í þessum málum. Henni þætti þó skrítið að Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, væri að útiloka samstarf við tiltekna flokka. „Mér finnst þeir flokkar sem hafa notað útilokunaraðferðina og verið að beita því vopni, þeir eru svolítið búnir að loka sig af, finnst mér,“ sagði Vigdís. „Búnir að þrengja stöðuna á þessu borði svolítið mikið og sjá örugglega eftir því núna. Ég er alveg viss um það.“ Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þetta eru flokkar með mjög líkar áherslur og ég held að þetta gæti verið mjög farsæll meirihluti.“ Þá sagðist hún telja eðlilegt að borgarstjóraefnið kæmi frá stærsta flokknum. Vigdís sagði einnig að Viðreisn væri í lykilstöðu eftir kosningarnar og það yrði erfitt fyrir flokksmeðlimi að velja hvoru megin þau færu. Hlusta má á viðtalið við Vigdísi hér að neðan.
Kosningar 2018 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira