Bændur vildu kynna fólki náttúru Mývatns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. maí 2018 08:39 Silungsveiði hefur glæðst í Mývatni síðustu ár eftir mikla ládeyðu um hríð. Vísir/BBH „Við erum ekkert farnir að skoða hvort við förum með málið lengra,“ svarar Helgi Héðinsson, einn landeigenda á Geiteyjarströnd, en þeir ekki fá að hefja farþegasiglingar á Mývatni á tuttugu manna rafmagnsbáti. Umhverfisstofnun synjaði landeigendunum um leyfi fyrir rafmagnsbátnum vorið 2016. Var starfsemin talin geta haft truflandi áhrif á fuglalíf auk þess sem svæðið væri undir miklu álagi og á rauðum lista Umhverfisstofnunar, meðal annars vegna ágangs ferðamanna. Synjuninni var skotið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar. „Það eru tvö ár síðan við lögðum þessa kæru fram og höfum ekki verið að velta málinu mikið fyrir okkur síðan en töldum mikilvægt að fá úrskurð,“ segir Helgi sem kveður eigendur Geiteyjarstrandar ekki hafa lagt í neinn sérstakan kostnað vegna málsins enda sé staða Mývatns þannig að ávallt þurfi að leita til Umhverfisstofnunar varðandi slíka starfsemi. Helgi undirstrikar að ekki hafi verið um að ræða viðskiptasjónarmið af hálfu landeigenda heldur fyrst og fremst tímabundið tilraunaverkefni í samstarfi við Náttúrurannsóknastöðina, Umhverfisstofnun og veiðifélagið og í þágu þeirra sem ekki eigi þess kost að fara út á Mývatn. „Að fara út á Mývatn er einstök upplifun sem afar erfitt er að lýsa. Það sem vakir fyrir okkur er fyrst og fremst að geta boðið fólki að kynnast vatninu með ábyrgum hætti,“ segir Helgi og minnir á að ætlunin hafi verið að bjóða siglingu á hljóðlausum rafmagnsbáti. „Veiðibændur við Mývatn líta ekki á þetta sem fyrirtæki heldur meira að fólk geti haft tækifæri til að kynnast fuglalífinu og kyrrðinni sem ríkir á vatninu. Þú getur örugglega talið á fingrum þér hvað þú þekkir marga sem hafa farið út á Mývatn.“ Silungsveiði hefur lengi verið stunduð í Mývatni og þar er eggjataka. „Allar hefðbundnar fiskveiðar og meira að segja Náttúrurannsóknastöðin notast við tvígengismótora. Við veltum því fyrir okkur hvort það geti ekki verið ábyrgari nýting að njóta þess með því að fara út á vatn í hljóðlausum bát,“ segir Helgi. „Á sama tíma er Umhverfisstofnun að byggja upp göngustíga meðfram vatnsbakkanum og ég sé eiginlega ekki eðlismuninn.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Við erum ekkert farnir að skoða hvort við förum með málið lengra,“ svarar Helgi Héðinsson, einn landeigenda á Geiteyjarströnd, en þeir ekki fá að hefja farþegasiglingar á Mývatni á tuttugu manna rafmagnsbáti. Umhverfisstofnun synjaði landeigendunum um leyfi fyrir rafmagnsbátnum vorið 2016. Var starfsemin talin geta haft truflandi áhrif á fuglalíf auk þess sem svæðið væri undir miklu álagi og á rauðum lista Umhverfisstofnunar, meðal annars vegna ágangs ferðamanna. Synjuninni var skotið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar. „Það eru tvö ár síðan við lögðum þessa kæru fram og höfum ekki verið að velta málinu mikið fyrir okkur síðan en töldum mikilvægt að fá úrskurð,“ segir Helgi sem kveður eigendur Geiteyjarstrandar ekki hafa lagt í neinn sérstakan kostnað vegna málsins enda sé staða Mývatns þannig að ávallt þurfi að leita til Umhverfisstofnunar varðandi slíka starfsemi. Helgi undirstrikar að ekki hafi verið um að ræða viðskiptasjónarmið af hálfu landeigenda heldur fyrst og fremst tímabundið tilraunaverkefni í samstarfi við Náttúrurannsóknastöðina, Umhverfisstofnun og veiðifélagið og í þágu þeirra sem ekki eigi þess kost að fara út á Mývatn. „Að fara út á Mývatn er einstök upplifun sem afar erfitt er að lýsa. Það sem vakir fyrir okkur er fyrst og fremst að geta boðið fólki að kynnast vatninu með ábyrgum hætti,“ segir Helgi og minnir á að ætlunin hafi verið að bjóða siglingu á hljóðlausum rafmagnsbáti. „Veiðibændur við Mývatn líta ekki á þetta sem fyrirtæki heldur meira að fólk geti haft tækifæri til að kynnast fuglalífinu og kyrrðinni sem ríkir á vatninu. Þú getur örugglega talið á fingrum þér hvað þú þekkir marga sem hafa farið út á Mývatn.“ Silungsveiði hefur lengi verið stunduð í Mývatni og þar er eggjataka. „Allar hefðbundnar fiskveiðar og meira að segja Náttúrurannsóknastöðin notast við tvígengismótora. Við veltum því fyrir okkur hvort það geti ekki verið ábyrgari nýting að njóta þess með því að fara út á vatn í hljóðlausum bát,“ segir Helgi. „Á sama tíma er Umhverfisstofnun að byggja upp göngustíga meðfram vatnsbakkanum og ég sé eiginlega ekki eðlismuninn.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira