Væntanlegur stórleikur talinn gerast á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2018 19:23 Þetta landslag svipar óneitanlega til Íslands. Aðdáendur tölvuleikjaframleiðandans Hideo Kajima telja að næsti leikur hans, Death Stranding, muni gerast á Íslandi. Kenning þessi leit dagsins ljós í kjölfar þess að Kojima birti mynd af tölvuteiknuðum mosa á Twitter og vísaði hann til tölvuleikjaráðstefnunnar E3 sem fer fram í Los Angeles í næsta mánuði. Svo virðist sem að frekari upplýsingar um leikinn, sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu, verði gefnar út þá. Enn sem komið er er þó lítið sem ekkert vitað um Death Stranding og því var mosamyndin greind í þaula. Hér má sjá tíst Kojima.+1 on the T-minus 3 weeks. #E32018 Decima×Kojima=DS. pic.twitter.com/OxNrqaxQJS — HIDEO_KOJIMA (@HIDEO_KOJIMA_EN) May 22, 2018 Einn þeirra sem grandskoðaði myndina birti á Twitter mynd Kojima og samhliða henni mynd af íslenskum mosa yfir hrauni. Óhætt er að segja að líkindi séu með myndunum og það sem meira er, þá endurtísti Kojima samanburðinum.Mosses on top of lava fields in Iceland and the new Decima/Death Stranding image are very similar. @HIDEO_KOJIMA_EN@Kojima_Hideo#DeathStranding#Decima#E32018pic.twitter.com/aXLnvE9Oh4 — Rafael Andrade (@YamatoDT) May 22, 2018 Fleiri hafa gripið til þess að bendla Death Stranding við Ísland og annar notandi Twitter tók sig til og bar saman útlit úr stiklu leiksins við mynd frá Íslandi.Also Iceland pic.twitter.com/XY1EuDtq60 — BlueHarvey (@BlueHarvey1) May 23, 2018 Ofan á þessar vísbendingar er bent á á vef GameRant að þegar Kojima vann að leiknum Metal Gear Solid 5: Phantom Pain ferðaðist hann til Íslands til að skoða sig um landið og árið 2014 birti hann mynd af íslenskum mosa á Twitter.Only moss lives here???pic.twitter.com/Ml3jGpTcZ5” — HIDEO_KOJIMA (@HIDEO_KOJIMA_EN) August 17, 2014 Þetta eru ekki einu vísbendingarnar því að í júní 2016 var birt stutt myndband þar sem framleiðsla Death Stranding var tilkynnt. Þar má sjá leikarann Norman Reedus vakna á svartri strönd og horfa út yfir hafið. Landslag þess myndbands lítur einnig út fyrir að vera gert með tilliti til Íslands.Eins og áður segir er lítið sem ekkert vitað um Death Stranding, hvað leikurinn mun fjalla um og hvar honum er ætlað að gerast. Það má þó leiða líkur að því að umhverfi leiksins verði gert með Ísland í huga. Þó leikurinn muni ef til vill ekki gerast hér á landi. Frekari upplýsingar munu þó líklegast líta dagsins ljós í næsta mánuði og er meðal annars von á nýrri stiklu sem frumsýnd verður á E3. Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Aðdáendur tölvuleikjaframleiðandans Hideo Kajima telja að næsti leikur hans, Death Stranding, muni gerast á Íslandi. Kenning þessi leit dagsins ljós í kjölfar þess að Kojima birti mynd af tölvuteiknuðum mosa á Twitter og vísaði hann til tölvuleikjaráðstefnunnar E3 sem fer fram í Los Angeles í næsta mánuði. Svo virðist sem að frekari upplýsingar um leikinn, sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu, verði gefnar út þá. Enn sem komið er er þó lítið sem ekkert vitað um Death Stranding og því var mosamyndin greind í þaula. Hér má sjá tíst Kojima.+1 on the T-minus 3 weeks. #E32018 Decima×Kojima=DS. pic.twitter.com/OxNrqaxQJS — HIDEO_KOJIMA (@HIDEO_KOJIMA_EN) May 22, 2018 Einn þeirra sem grandskoðaði myndina birti á Twitter mynd Kojima og samhliða henni mynd af íslenskum mosa yfir hrauni. Óhætt er að segja að líkindi séu með myndunum og það sem meira er, þá endurtísti Kojima samanburðinum.Mosses on top of lava fields in Iceland and the new Decima/Death Stranding image are very similar. @HIDEO_KOJIMA_EN@Kojima_Hideo#DeathStranding#Decima#E32018pic.twitter.com/aXLnvE9Oh4 — Rafael Andrade (@YamatoDT) May 22, 2018 Fleiri hafa gripið til þess að bendla Death Stranding við Ísland og annar notandi Twitter tók sig til og bar saman útlit úr stiklu leiksins við mynd frá Íslandi.Also Iceland pic.twitter.com/XY1EuDtq60 — BlueHarvey (@BlueHarvey1) May 23, 2018 Ofan á þessar vísbendingar er bent á á vef GameRant að þegar Kojima vann að leiknum Metal Gear Solid 5: Phantom Pain ferðaðist hann til Íslands til að skoða sig um landið og árið 2014 birti hann mynd af íslenskum mosa á Twitter.Only moss lives here???pic.twitter.com/Ml3jGpTcZ5” — HIDEO_KOJIMA (@HIDEO_KOJIMA_EN) August 17, 2014 Þetta eru ekki einu vísbendingarnar því að í júní 2016 var birt stutt myndband þar sem framleiðsla Death Stranding var tilkynnt. Þar má sjá leikarann Norman Reedus vakna á svartri strönd og horfa út yfir hafið. Landslag þess myndbands lítur einnig út fyrir að vera gert með tilliti til Íslands.Eins og áður segir er lítið sem ekkert vitað um Death Stranding, hvað leikurinn mun fjalla um og hvar honum er ætlað að gerast. Það má þó leiða líkur að því að umhverfi leiksins verði gert með Ísland í huga. Þó leikurinn muni ef til vill ekki gerast hér á landi. Frekari upplýsingar munu þó líklegast líta dagsins ljós í næsta mánuði og er meðal annars von á nýrri stiklu sem frumsýnd verður á E3.
Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira