Var það atkvæði úrskurðað ógilt en breytti í engu niðurstöðum um úthlutun sæta í bæjarstjórn.
Aðeins vantaði eitt atkvæði til að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks héldi velli í sveitarfélaginu. Þriðja manni á lista Sjálfstæðisflokksins vantaði eitt atkvæði til að ná kjöri. Ógilding atkvæðisins þýddi að tvö atkvæði vantaði til að þriðji Sjálfstæðismaðurinn næði inn.
Var ákveðið að endurtelja atkvæði og varð engin breyting eftir þá talningu.
Fjarðarlistinn fékk fjóra fulltrúa í Fjarðarbyggð, Sjálfstæðisflokkurinn tvo en var áður með þrjá. Miðflokkurinn fékk einn fulltrúa og Framsókn og óháðir tvo fulltrúa.