Hvaða meirihlutar eru mögulegir í borginni? Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2018 12:47 Hluti oddvitanna í borginni samankomnir á kosningavöku í gær. Vísir/Vilhelm Ljóst er að breytingar verða á meirihlutasamstarfi í höfuðborginni í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar féll í kosningunum í gær og Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærstur í borginni. En hvaða meirihlutar eru nú mögulegir? 23 borgarfulltrúar voru kosnir í borgarstjórn í gær og því þarf a.m.k. 12 fulltrúa til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkur er stærstur með 8, Samfylkingin er næst með 7, Viðreisn og Píratar eru með 2 hvor og þá eru Miðflokkurinn, Vinstri græn, Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins allir með einn. Nokkrir flokkar hafa nú þegar útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkin þar á meðal Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, að því er fram kom í frétt Mbl frá því í dag. Þá hefur Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, einnig útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og því detta allir meirihlutar þessara flokka út af borðinu. Eins og áður hefur komið fram er Viðreisn í lykilstöðu þar eð flokkurinn gæti myndað meirihluta til bæði vinstri og hægri. Þá sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag að flokkurinn útilokaði ekki samstarf við neinn.Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag.Vísir/Margrét HelgaEf miðað er við fjögurra flokka meirihluta, og þannig minnsta mögulega meirihluta í fulltrúum talið, standa því tiltölulega fáir möguleikar eftir – en glöggir sjá að Viðreisn á aðild að þeim öllum:CDFM: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, MiðflokkurinnCDFV: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri grænCDMV: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Vinstri grænCFPS: Viðreisn, Flokkur fólksins, Píratar, SamfylkinginCJPS: Viðreisn, Sósíalistaflokkurinn, Píratar, SamfylkinginCMPS: Viðreisn, Miðflokkurinn, Píratar, SamfylkinginCPSV: Viðreisn, Píratar, Samfylkingin, Vinstri græn Þá gæti einhverjum hugnast að mynda meirihluta með fleiri en fjórum flokkum og þar kæmu eins-manns-flokkarnir, Sósíalistar, Vinstri græn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn, líklega sterkir inn. Nú verður því forvitnilegt að sjá hvernig flokkarnir semja en ljóst er boltinn er hjá Lóu og Pawel í Viðreisn. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Ljóst er að breytingar verða á meirihlutasamstarfi í höfuðborginni í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar féll í kosningunum í gær og Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærstur í borginni. En hvaða meirihlutar eru nú mögulegir? 23 borgarfulltrúar voru kosnir í borgarstjórn í gær og því þarf a.m.k. 12 fulltrúa til að mynda meirihluta. Sjálfstæðisflokkur er stærstur með 8, Samfylkingin er næst með 7, Viðreisn og Píratar eru með 2 hvor og þá eru Miðflokkurinn, Vinstri græn, Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins allir með einn. Nokkrir flokkar hafa nú þegar útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkin þar á meðal Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, að því er fram kom í frétt Mbl frá því í dag. Þá hefur Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, einnig útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og því detta allir meirihlutar þessara flokka út af borðinu. Eins og áður hefur komið fram er Viðreisn í lykilstöðu þar eð flokkurinn gæti myndað meirihluta til bæði vinstri og hægri. Þá sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag að flokkurinn útilokaði ekki samstarf við neinn.Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag.Vísir/Margrét HelgaEf miðað er við fjögurra flokka meirihluta, og þannig minnsta mögulega meirihluta í fulltrúum talið, standa því tiltölulega fáir möguleikar eftir – en glöggir sjá að Viðreisn á aðild að þeim öllum:CDFM: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, MiðflokkurinnCDFV: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Vinstri grænCDMV: Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Vinstri grænCFPS: Viðreisn, Flokkur fólksins, Píratar, SamfylkinginCJPS: Viðreisn, Sósíalistaflokkurinn, Píratar, SamfylkinginCMPS: Viðreisn, Miðflokkurinn, Píratar, SamfylkinginCPSV: Viðreisn, Píratar, Samfylkingin, Vinstri græn Þá gæti einhverjum hugnast að mynda meirihluta með fleiri en fjórum flokkum og þar kæmu eins-manns-flokkarnir, Sósíalistar, Vinstri græn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn, líklega sterkir inn. Nú verður því forvitnilegt að sjá hvernig flokkarnir semja en ljóst er boltinn er hjá Lóu og Pawel í Viðreisn.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44