Eyþór segir að það væri óráð að sparsla meirihlutanum saman Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2018 12:33 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að það væri óráð fyrir þá flokka sem nú stýra borginni að reyna að mynda aftur meirihluta með aðkomu nýrra flokka enda séu úrslit kosninganna ákall um breytingar. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar segir að Viðreisn sé í lykilstöðu. Samfylkingin muni freista þess að mynda meirihluta á grunni þeirrar stefnu sem unnið var eftir á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna í Reykjavík með 30,8 prósent atkvæðanna og átta borgarfulltrúa kjörna. Flokkurinn bætti við sig rúmlega 5 prósentustigum frá kosningunum 2014. Eyþór Arnalds oddviti flokksins í Reykjavík segir að úrslitin séu ákall um breytingar í Reykjavík.Hvernig metur þú stöðu ykkar til að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn? „Mjög sterka. Sérstaklega finn ég að borgararnir vilja breytingar með okkur og nýju flokkunum. Þessi breyting á stöðunni í borginni almennt er stórkostleg. Allir meirihlutaflokkarnir standa frammi fyrir því að þeirra umboð er farið og ég er mjög bjartsýnn á breytingar,“ segir Eyþór. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað meirihluta með Viðreisn, Miðflokknum og Flokki fólksins, svo dæmi sé tekið. Sá meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Það hvaða meirihluti er myndaður í Reykjavík veltur á því hvað Viðreisn vill gera en Viðreisn er í algjörri lykilstöðu og getur myndað meirihluta til hægri og vinstri. „Það er náttúrulega búið að sparsla þennan meirihluta áður. Hann féll fyrir fjórum árum og núna eru menn að tala um að gera það aftur (laga hann innsk.blm). Ég held að það séu ekki skilaboð frá kjósendum. Kjósendur eru að biðja um breytingar og ég held að það væri óráð fyrir þennan meirihluta að reyna að halda áfram. Ég held að það væri best að breyta og hlusta á kjósendur, íbúana,“ segir Eyþór Arnalds. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.Vísir/fréttir Stöðvar 2„Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu“ Samfylkingin tapar sex prósentustigum frá kosningunum 2014. Flokkurinn fékk 25,9 prósent og er næstærsti flokkurinn í borginni með sjö borgarfulltrúa kjörna. Ljóst er að núverandi meirihluti er fallinn en engu að síður er Samfylkingin í stöðu til að mynda áfram meirihluta. Til dæmis hefði meirihlut Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar tólf borgarfulltrúa. „Svona miðað við kosningabaráttuna þá sýnist mér, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengð átta fulltrúa og við sjö, að þá sé sú sýn á þróun borgarinnar og þau stóru verkefni sem tengjast henni sem að Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lögðu áherslu á einungis með níu fulltrúa en aðalskipulagið, þróun borgarinnar inn á við og áhersla á borgarlínu og fleira, hafi allavega tólf fulltrúa og meirihluta í nýrri borgarstjórn. En auðvitað er Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu. Ég hugsa að það skýrist með deginum hvernig þessar línur liggja. Það er hlutverk okkar að reyna að mynda meirihluta um þá stefnu sem við stöndum fyrir og við munum freista þess að ná því að sjálfsögðu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar. Kosningar 2018 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að það væri óráð fyrir þá flokka sem nú stýra borginni að reyna að mynda aftur meirihluta með aðkomu nýrra flokka enda séu úrslit kosninganna ákall um breytingar. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar segir að Viðreisn sé í lykilstöðu. Samfylkingin muni freista þess að mynda meirihluta á grunni þeirrar stefnu sem unnið var eftir á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna í Reykjavík með 30,8 prósent atkvæðanna og átta borgarfulltrúa kjörna. Flokkurinn bætti við sig rúmlega 5 prósentustigum frá kosningunum 2014. Eyþór Arnalds oddviti flokksins í Reykjavík segir að úrslitin séu ákall um breytingar í Reykjavík.Hvernig metur þú stöðu ykkar til að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn? „Mjög sterka. Sérstaklega finn ég að borgararnir vilja breytingar með okkur og nýju flokkunum. Þessi breyting á stöðunni í borginni almennt er stórkostleg. Allir meirihlutaflokkarnir standa frammi fyrir því að þeirra umboð er farið og ég er mjög bjartsýnn á breytingar,“ segir Eyþór. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað meirihluta með Viðreisn, Miðflokknum og Flokki fólksins, svo dæmi sé tekið. Sá meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Það hvaða meirihluti er myndaður í Reykjavík veltur á því hvað Viðreisn vill gera en Viðreisn er í algjörri lykilstöðu og getur myndað meirihluta til hægri og vinstri. „Það er náttúrulega búið að sparsla þennan meirihluta áður. Hann féll fyrir fjórum árum og núna eru menn að tala um að gera það aftur (laga hann innsk.blm). Ég held að það séu ekki skilaboð frá kjósendum. Kjósendur eru að biðja um breytingar og ég held að það væri óráð fyrir þennan meirihluta að reyna að halda áfram. Ég held að það væri best að breyta og hlusta á kjósendur, íbúana,“ segir Eyþór Arnalds. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.Vísir/fréttir Stöðvar 2„Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu“ Samfylkingin tapar sex prósentustigum frá kosningunum 2014. Flokkurinn fékk 25,9 prósent og er næstærsti flokkurinn í borginni með sjö borgarfulltrúa kjörna. Ljóst er að núverandi meirihluti er fallinn en engu að síður er Samfylkingin í stöðu til að mynda áfram meirihluta. Til dæmis hefði meirihlut Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar tólf borgarfulltrúa. „Svona miðað við kosningabaráttuna þá sýnist mér, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengð átta fulltrúa og við sjö, að þá sé sú sýn á þróun borgarinnar og þau stóru verkefni sem tengjast henni sem að Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lögðu áherslu á einungis með níu fulltrúa en aðalskipulagið, þróun borgarinnar inn á við og áhersla á borgarlínu og fleira, hafi allavega tólf fulltrúa og meirihluta í nýrri borgarstjórn. En auðvitað er Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu. Ég hugsa að það skýrist með deginum hvernig þessar línur liggja. Það er hlutverk okkar að reyna að mynda meirihluta um þá stefnu sem við stöndum fyrir og við munum freista þess að ná því að sjálfsögðu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.
Kosningar 2018 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Sjá meira