Útvarpsþátturinn Sprengisandur verður sendur út í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi, og sem fyrr á Bylgjunni, í dag klukkan 10. Hægt verður að horfa á þáttinn í beinni útsendingu í spilaranum hér að ofan.
Æsispennandi kosninganótt er að baki og ýmsir möguleikar í spilunum. Í þættinum í dag fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti til að rýna í framhaldið.
Á meðal gesta eru Dagur B. Eggertsson, Eyþór Arnalds, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og þá líta alþingismenn og ráðherrar einnig við.
Þá minnum við á Kosningavaktina að neðan sem staðið hefur frá laugardagsmorgni og færir nýjustu tíðindi jafnóðum.
Bein útsending: Kosningauppgjör á Sprengisandi í sjónvarpssal
