„Lengi getur gott batnað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2018 03:34 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Björnsdóttir sem skipar 2. sætið á lista flokksins fallast hér í faðma á kosningavökunni á Grand Hotel í kvöld. vísir/vilhelm Það var gott hljóð í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar Vísir náði tali af honum til að fá viðbrögð við þriðju tölum í Reykjavík. Þær tölur sýna Sjálfstæðisflokkinn í yfirburðastöðu í borginni með 32 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. „Lengi getur gott batnað segi ég bara,“ sagði Eyþór og hélt áfram: „Við settum okkur það markmið að fella þennan meirihluta og það hefur gjörsamlega tekist og að vera leiðandi afl í breytingum með því að vera stærsti flokkurinn. Við sjáum að ákall eftir breytingum er ákaflega skýrt. Við, flokkurinn sem talaði fyrir breytingum, erum langstærsti flokkurinn og svo nýju flokkarnir sem líka töluðu fyrir breytingum eru að fá mikið fylgi en þeir flokkar sem töluðu um að halda áfram með óbreytt ástand að þeir eru að steyta á skeri.“ Miðað við hvernig tölurnar í Reykjavík standa núna er Viðreisn í oddastöðu. Það mun því væntanlega velta á þeim flokki hvort að myndaður verði meirihluti í borginni til vinstri eða hægri svo það liggur beinast við að spyrja Eyþór hvort hann sé byrjaður að tala við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar. „Við Þórdís Lóa erum búin að vera ásamt öðrum á milli sjónvarpsstöðvanna. Ég finn mikinn samhljóm á milli þessara tveggja flokka í mjög mörgum málum. Við viljum einfalda stjórnkerfið, lækka álögur, setja fjármagn í skólana og svo framvegis. Þetta eru allt saman mál sem þessir flokkar eru sammála um en nú er bara að sjá hvernig tölurnar enda,“ segir Eyþór.En hann er þá ekki byrjaður að mynda meirihluta nú þegar bak við tjöldin? „Nei, við erum einfaldlega að fylgjast með tölunum. En það er boðskapur í tölunum, ákall um breytingar, og ég er viss um að Viðreisn og aðrir flokkar sem koma nýir inn vilji taka þátt í breytinum.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23 „Ég ætlaði að koma með áttunda manninn með mér“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Samfylkingarinnar, þakkaði flokksmönnum sínum fyrir hlýjar móttökur þegar hann mætti á kosningavöku flokksins í Austurbæ nú skömmu eftir miðnætti. 27. maí 2018 00:20 Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Það var gott hljóð í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar Vísir náði tali af honum til að fá viðbrögð við þriðju tölum í Reykjavík. Þær tölur sýna Sjálfstæðisflokkinn í yfirburðastöðu í borginni með 32 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. „Lengi getur gott batnað segi ég bara,“ sagði Eyþór og hélt áfram: „Við settum okkur það markmið að fella þennan meirihluta og það hefur gjörsamlega tekist og að vera leiðandi afl í breytingum með því að vera stærsti flokkurinn. Við sjáum að ákall eftir breytingum er ákaflega skýrt. Við, flokkurinn sem talaði fyrir breytingum, erum langstærsti flokkurinn og svo nýju flokkarnir sem líka töluðu fyrir breytingum eru að fá mikið fylgi en þeir flokkar sem töluðu um að halda áfram með óbreytt ástand að þeir eru að steyta á skeri.“ Miðað við hvernig tölurnar í Reykjavík standa núna er Viðreisn í oddastöðu. Það mun því væntanlega velta á þeim flokki hvort að myndaður verði meirihluti í borginni til vinstri eða hægri svo það liggur beinast við að spyrja Eyþór hvort hann sé byrjaður að tala við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar. „Við Þórdís Lóa erum búin að vera ásamt öðrum á milli sjónvarpsstöðvanna. Ég finn mikinn samhljóm á milli þessara tveggja flokka í mjög mörgum málum. Við viljum einfalda stjórnkerfið, lækka álögur, setja fjármagn í skólana og svo framvegis. Þetta eru allt saman mál sem þessir flokkar eru sammála um en nú er bara að sjá hvernig tölurnar enda,“ segir Eyþór.En hann er þá ekki byrjaður að mynda meirihluta nú þegar bak við tjöldin? „Nei, við erum einfaldlega að fylgjast með tölunum. En það er boðskapur í tölunum, ákall um breytingar, og ég er viss um að Viðreisn og aðrir flokkar sem koma nýir inn vilji taka þátt í breytinum.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23 „Ég ætlaði að koma með áttunda manninn með mér“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Samfylkingarinnar, þakkaði flokksmönnum sínum fyrir hlýjar móttökur þegar hann mætti á kosningavöku flokksins í Austurbæ nú skömmu eftir miðnætti. 27. maí 2018 00:20 Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins í Reykjavík Miðað við aðrar tölur sem kynntar voru fyrir skemmstu í Reykjavík stefnir í stórsigur Sósíalistaflokksins. 27. maí 2018 01:23
„Ég ætlaði að koma með áttunda manninn með mér“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Samfylkingarinnar, þakkaði flokksmönnum sínum fyrir hlýjar móttökur þegar hann mætti á kosningavöku flokksins í Austurbæ nú skömmu eftir miðnætti. 27. maí 2018 00:20
Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45