Gríðarleg spenna í Eyjum að mati Elliða: Við erum að fara inn í „overtime“ núna Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2018 22:37 Elliði hefur verið bæjarstjóri í Vestmannaeyjum frá árinu 2006. Vísir/Eyþór Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir það gaman að fylgjast með úrslitum kosninganna. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki Elliða, virðist hafa tekið mikið fylgi af Sjálfstæðismönnum miðað við fyrstu tölur. Samkvæmt þeim næði Elliði ekki kjöri, en hann skipar fimmta sæti listans. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 45,6 prósenta fylgi og fjóra bæjarfulltrúa, Fyrir Heimaey með 33,8 prósent og tvo fulltrúa og Eyjalistinn með 20,6 prósent og einn bæjarfulltrúa. „Spennan er gríðarlega mikil núna og gaman að fylgjast með,“ sagði Elliði í beinni útsendingu á RÚV fyrir stuttu og greip til líkingamáls úr heimi íþróttanna. „Við erum að fara inn í „overtime“ og kannski svona fjórar mínútur eftir á klukkunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Elliði segir það áhugavert að sjá að samanlagt fylgi Sjálfstæðismanna og H-listans sé mjög svipað og Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þá. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Aðspurður hvort bæjarstjórastóllinn hangi ekki á bláþræði, sagði hann það vissulega vera svo. „En þetta er auðvitað mikið stærra en ég,“ segir hann. „Þessi auma persóna sem gegnir þessari stóru stöðu.“ Elliði sagði flokkinn jafnframt tilbúinn að vinna í minnihluta á næsta kjörtímabili, sé það vilji kjósenda.Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans.„Við erum rosalega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur,“ sagði Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, í sama viðtali á RÚV. „Það var klárlega meðbyr fyrir nýju framboði.“ Íris sagðist telja að málefnin hefðu að mestu ráðið góðu gengi hins nýja framboðs, frekar en sú atburðarás sem varð til þess að listinn bauð fram. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans. Eyjalistinn missir annan af sínum tveimur bæjarfulltrúum miðað við þessar fyrstu tölur. Njáll Ragnarsson, oddviti listans, segir flokkinn halda í vonina um að ná öðrum manni inn en að fyrstu tölur séu vissulega vonbrigði. „Ég get ekki verið sáttur við það,“ segir Njáll. „Það var svo sem á brattan að sækja en þetta eru vonbrigði.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. 26. maí 2018 16:53 Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Rut Haraldsdóttir fjármálastjóra hjá Vestmannaeyjabæ líst ekkert á annan bæjarstjóra en Elliða. 17. maí 2018 15:34 Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Titringur er í bæjarfélaginu fyrir kosningarnar. 15. maí 2018 20:30 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir það gaman að fylgjast með úrslitum kosninganna. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokki Elliða, virðist hafa tekið mikið fylgi af Sjálfstæðismönnum miðað við fyrstu tölur. Samkvæmt þeim næði Elliði ekki kjöri, en hann skipar fimmta sæti listans. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 45,6 prósenta fylgi og fjóra bæjarfulltrúa, Fyrir Heimaey með 33,8 prósent og tvo fulltrúa og Eyjalistinn með 20,6 prósent og einn bæjarfulltrúa. „Spennan er gríðarlega mikil núna og gaman að fylgjast með,“ sagði Elliði í beinni útsendingu á RÚV fyrir stuttu og greip til líkingamáls úr heimi íþróttanna. „Við erum að fara inn í „overtime“ og kannski svona fjórar mínútur eftir á klukkunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Elliði segir það áhugavert að sjá að samanlagt fylgi Sjálfstæðismanna og H-listans sé mjög svipað og Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þá. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Aðspurður hvort bæjarstjórastóllinn hangi ekki á bláþræði, sagði hann það vissulega vera svo. „En þetta er auðvitað mikið stærra en ég,“ segir hann. „Þessi auma persóna sem gegnir þessari stóru stöðu.“ Elliði sagði flokkinn jafnframt tilbúinn að vinna í minnihluta á næsta kjörtímabili, sé það vilji kjósenda.Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans.„Við erum rosalega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur,“ sagði Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, í sama viðtali á RÚV. „Það var klárlega meðbyr fyrir nýju framboði.“ Íris sagðist telja að málefnin hefðu að mestu ráðið góðu gengi hins nýja framboðs, frekar en sú atburðarás sem varð til þess að listinn bauð fram. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans. Eyjalistinn missir annan af sínum tveimur bæjarfulltrúum miðað við þessar fyrstu tölur. Njáll Ragnarsson, oddviti listans, segir flokkinn halda í vonina um að ná öðrum manni inn en að fyrstu tölur séu vissulega vonbrigði. „Ég get ekki verið sáttur við það,“ segir Njáll. „Það var svo sem á brattan að sækja en þetta eru vonbrigði.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. 26. maí 2018 16:53 Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Rut Haraldsdóttir fjármálastjóra hjá Vestmannaeyjabæ líst ekkert á annan bæjarstjóra en Elliða. 17. maí 2018 15:34 Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Titringur er í bæjarfélaginu fyrir kosningarnar. 15. maí 2018 20:30 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Betri kjörsókn í Vestmannaeyjum en á sama tíma fyrir átta árum Kjörsókn hefur verið misjöfn á milli sveitarfélaga í sveitarstjórnarkosningunum í dag en er heldur lakari en í kosningunum fyrir átta árum. 26. maí 2018 16:53
Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Rut Haraldsdóttir fjármálastjóra hjá Vestmannaeyjabæ líst ekkert á annan bæjarstjóra en Elliða. 17. maí 2018 15:34
Líkur á breytingum vegna klofnings Sjálfstæðismanna í Eyjum Titringur er í bæjarfélaginu fyrir kosningarnar. 15. maí 2018 20:30