Kristianstad hafði betur gegn Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna í dag. Leikurinn fór fram á Vilans IP vellinum í Kristianstad og lauk með 1-0 sigri heimaliðsins.
Landsliðskonan Sif Atladóttir lék allan leikinn í liði Kristianstad en þjálfari liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir.
Eina mark leiksins skoraði Therese Ivarsson á 24. mínútu leiksins.
Með sigrinum fer Kristianstad í 2. sæti sænsku deildarinnar með 12 stig, þremur stigum frá toppliði Piteå sem á leik til góða.
Kristianstad hefur byrjar tímabilið vel, liðið enn taplaust eftir sex umferðir en sigur liðsins í dag var sá þriðji í röð.
Kristianstad sigraði Eskilstuna
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn



Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti