Ríkið sendir lífeyrisþegum samtals 4 milljarða reikning Sveinn Arnarsson skrifar 26. maí 2018 06:00 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. Vísir/hanna Hinn árlegi endurreikningur Tryggingastofnunar ríkisins kemur afar illa niður á tæpum helmingi skjólstæðinga stofnunarinnar. Þeir sem eru á lífeyri hjá TR þurfa að greiða samanlagt 3,9 milljarða króna til baka til stofnunarinnar. Öryrkjabandalagið gagnrýnir harðlega vinnulag Tryggingastofnunar. Lífeyrisréttindi eru tekjutengd og voru réttindi fyrir árið 2017 reiknuð út frá áætluðum árstekjum í tekjuáætlunum sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á. Þegar endanlegar upplýsingar um tekjur ársins lágu fyrir í staðfestum skattframtölum voru lífeyrisréttindi endurreiknuð á grundvelli þeirra. Lífeyrisþegar sem fengu greitt umfram rétt sinn eru þá í skuld við stofnunina sem kemur til innheimtu þann 1. september næstkomandi. Alls fengu 44 prósent lífeyrisþega ofgreitt og sama hlutfall fékk of lítið greitt. Einungis tólf prósent lífeyrisþega fengu réttar greiðslur frá stofnuninni. Þeir einstaklingar sem fengu ofgreitt frá stofnuninni þurfa að greiða til baka að meðaltali um 13.000 krónur á mánuði. „Þessi hópur er með lægstu tekjur allra í dag og því eru þetta gríðarlega háar fjárhæðir fyrir þetta fólk,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.„Það liggur við að segja að verið sé að gefa skotleyfi á lífeyrisþega hvað þetta varðar. Við höfum alltaf viljað að þetta yrði reiknað mánaðarlega til að koma í veg fyrir svona mistök.“ Þeir einstaklingar sem fengu vangreiddan lífeyri fá endurgreidda um 2,6 milljarða króna um næstu mánaðamót. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mikilvægt einmitt að barist sé fyrir því að réttur til lífeyris hjá TR verði reiknaður mánaðarlega. „Við þurfum að eiga samtalið við ráðherra til að fá þessu breytt. Það er krafa okkar að réttur okkar sé reiknaður í hverjum mánuði en einmitt þannig minnkum við bakreikninga sem eru afar erfiðir fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Bergur Þorri. Lífeyrisþegum hjá TR hefur fjölgað mikið síðustu ár og hefur heildarfjárhæð lífeyris hækkað sem því nemur. Lífeyrisþegar TR geta sótt um niðurfellingu á skuld sinni en ströng skilyrði þarf að uppfylla til að sleppa undan henni. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Systkini endurgreiði ofgreiddan lífeyri föður Litlar tekjur þóttu ekki fullnægjandi rök systkina til að fá kröfu TR í dánarbú föður þeirra fellda niður. Faðir þeirra hafði ekki gert grein fyrir tekjum úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði. Formaður ÖBÍ telur kerfið vera ömurlegt. 9. apríl 2018 07:00 Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Hinn árlegi endurreikningur Tryggingastofnunar ríkisins kemur afar illa niður á tæpum helmingi skjólstæðinga stofnunarinnar. Þeir sem eru á lífeyri hjá TR þurfa að greiða samanlagt 3,9 milljarða króna til baka til stofnunarinnar. Öryrkjabandalagið gagnrýnir harðlega vinnulag Tryggingastofnunar. Lífeyrisréttindi eru tekjutengd og voru réttindi fyrir árið 2017 reiknuð út frá áætluðum árstekjum í tekjuáætlunum sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á. Þegar endanlegar upplýsingar um tekjur ársins lágu fyrir í staðfestum skattframtölum voru lífeyrisréttindi endurreiknuð á grundvelli þeirra. Lífeyrisþegar sem fengu greitt umfram rétt sinn eru þá í skuld við stofnunina sem kemur til innheimtu þann 1. september næstkomandi. Alls fengu 44 prósent lífeyrisþega ofgreitt og sama hlutfall fékk of lítið greitt. Einungis tólf prósent lífeyrisþega fengu réttar greiðslur frá stofnuninni. Þeir einstaklingar sem fengu ofgreitt frá stofnuninni þurfa að greiða til baka að meðaltali um 13.000 krónur á mánuði. „Þessi hópur er með lægstu tekjur allra í dag og því eru þetta gríðarlega háar fjárhæðir fyrir þetta fólk,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.„Það liggur við að segja að verið sé að gefa skotleyfi á lífeyrisþega hvað þetta varðar. Við höfum alltaf viljað að þetta yrði reiknað mánaðarlega til að koma í veg fyrir svona mistök.“ Þeir einstaklingar sem fengu vangreiddan lífeyri fá endurgreidda um 2,6 milljarða króna um næstu mánaðamót. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mikilvægt einmitt að barist sé fyrir því að réttur til lífeyris hjá TR verði reiknaður mánaðarlega. „Við þurfum að eiga samtalið við ráðherra til að fá þessu breytt. Það er krafa okkar að réttur okkar sé reiknaður í hverjum mánuði en einmitt þannig minnkum við bakreikninga sem eru afar erfiðir fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Bergur Þorri. Lífeyrisþegum hjá TR hefur fjölgað mikið síðustu ár og hefur heildarfjárhæð lífeyris hækkað sem því nemur. Lífeyrisþegar TR geta sótt um niðurfellingu á skuld sinni en ströng skilyrði þarf að uppfylla til að sleppa undan henni.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir Systkini endurgreiði ofgreiddan lífeyri föður Litlar tekjur þóttu ekki fullnægjandi rök systkina til að fá kröfu TR í dánarbú föður þeirra fellda niður. Faðir þeirra hafði ekki gert grein fyrir tekjum úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði. Formaður ÖBÍ telur kerfið vera ömurlegt. 9. apríl 2018 07:00 Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Systkini endurgreiði ofgreiddan lífeyri föður Litlar tekjur þóttu ekki fullnægjandi rök systkina til að fá kröfu TR í dánarbú föður þeirra fellda niður. Faðir þeirra hafði ekki gert grein fyrir tekjum úr lífeyrissjóði og séreignarsparnaði. Formaður ÖBÍ telur kerfið vera ömurlegt. 9. apríl 2018 07:00
Þarf að endurgreiða lífeyri látinnar konu Ekkill þarf að endurgreiða ofgreiddan lífeyri sem kona hans fékk. Ofgreiðslan varð til við sölu á húsi hjónanna vegna veikinda hennar. Ótrúlegt óréttlæti að mati varaformanns LEB. 9. apríl 2018 06:00