Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 25. maí 2018 19:00 Stjórnarmaður í VR segir formann félagsins hafa hlaupið á sig og sýnt af sér kunnáttu- og þekkingarleysi á málaflokknum með yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir vantrausti á forseta ASÍ. Ólga er innan stjórnarinnar með vinnubrögð formannsins. Stjórnir VR og Verkalýðsfélags Akraness lýstu í gær yfir vantrausti á forseta Alþýðusambands Íslands og lýstu því yfir að forsetinn njóti ekki trausts til þess að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd félaganna og talar ekki í umboði þeirra. Forseti ASÍ svaraði þessu vantrausti með harðorða yfirlýsingu sem send var til stjórnarmanna VR dag og segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, grafa undan sér með óheiðarlegum hætti og að hann hafi skrumskælt sannleikann. Í samtali við Fréttablaðið í dag sagði Ragnar, að forsetinn viðast vera í sóló-hlutverki og ætli að fara í viðræður við stjórnvöld án þess að hafa formlegt umboð frá félögunum en stefnu.Snýst um fund sem Gylfi átti með Katrínu Deilan nú snýst um fund sem Gylfi átti með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, en félögin telja Gylfa hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að mæta á fundinn.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Vísir„Samskipti við stjórnvöld og upplýsingamiðlun um gagnrýni okkar og kröfur á stjórnvöld eru í höndum miðstjórnar ASÍ,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi segir ASÍ ekki hafa formlegt umboð til kjarasamninga og að það sé í höndum aðildarfélaganna og að það hafi alltaf legið ljóst fyrir. Hann segir ASÍ ekki eiga í neinum viðræðum við stjórnvöld heldur hafi hann á fundinum og komið á framfæri athugasemdum sem til dæmis lýtur að skattamálum.„Vinnum ekki svona" Atkvæði um vantraust gegn Gylfa voru greidd með tölvupósti af stjórnarmönnum VR og segir einn þeirra það ekki vana stjórnarinnar að atkvæði séu greidd með þessum hætti í svo veigamiklu máli. „Við vinnum ekki svona og höfum aldrei gert það. Þetta eru aðallega lítil mál, þar sem ekki þarf að kalla til fundar. Ég er mjög hissa á þessum vinnubrögðum og mér finnst þetta sýna hversu mikla óvild hann hefur í garð Gylfa, “ sagði Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, stjórnarmaður í VR og 2. varaforseti ASÍ en hún hefur setið í stjórn VR í átta ár.Er formaðurinn að hlaupa á sig?„Algjörlega,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg segir að hingað til hafi stjórnin getað rætt málin á skynsaman hátt og hlustað á skoðanir hvers annars. „Það hefur verið mikil breyting á stjórninni núna síðast liðið ár,“ sagði Ingibjörg.Frá því að Ragnar tók við?„Já,“ sagði Ingibjörg.Er það svona stóru verkalýðsfélagi sæmandi að fara fram með þeim hætti sem gert var í gær?„Nei, það finnst mér ekki. Mér finnst þetta lýsta kunnáttuleysi og þekkingarleysi á málaflokknum,“ sagði Ingibjörg. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Stjórnarmaður í VR segir formann félagsins hafa hlaupið á sig og sýnt af sér kunnáttu- og þekkingarleysi á málaflokknum með yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir vantrausti á forseta ASÍ. Ólga er innan stjórnarinnar með vinnubrögð formannsins. Stjórnir VR og Verkalýðsfélags Akraness lýstu í gær yfir vantrausti á forseta Alþýðusambands Íslands og lýstu því yfir að forsetinn njóti ekki trausts til þess að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd félaganna og talar ekki í umboði þeirra. Forseti ASÍ svaraði þessu vantrausti með harðorða yfirlýsingu sem send var til stjórnarmanna VR dag og segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, grafa undan sér með óheiðarlegum hætti og að hann hafi skrumskælt sannleikann. Í samtali við Fréttablaðið í dag sagði Ragnar, að forsetinn viðast vera í sóló-hlutverki og ætli að fara í viðræður við stjórnvöld án þess að hafa formlegt umboð frá félögunum en stefnu.Snýst um fund sem Gylfi átti með Katrínu Deilan nú snýst um fund sem Gylfi átti með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, en félögin telja Gylfa hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að mæta á fundinn.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Vísir„Samskipti við stjórnvöld og upplýsingamiðlun um gagnrýni okkar og kröfur á stjórnvöld eru í höndum miðstjórnar ASÍ,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi segir ASÍ ekki hafa formlegt umboð til kjarasamninga og að það sé í höndum aðildarfélaganna og að það hafi alltaf legið ljóst fyrir. Hann segir ASÍ ekki eiga í neinum viðræðum við stjórnvöld heldur hafi hann á fundinum og komið á framfæri athugasemdum sem til dæmis lýtur að skattamálum.„Vinnum ekki svona" Atkvæði um vantraust gegn Gylfa voru greidd með tölvupósti af stjórnarmönnum VR og segir einn þeirra það ekki vana stjórnarinnar að atkvæði séu greidd með þessum hætti í svo veigamiklu máli. „Við vinnum ekki svona og höfum aldrei gert það. Þetta eru aðallega lítil mál, þar sem ekki þarf að kalla til fundar. Ég er mjög hissa á þessum vinnubrögðum og mér finnst þetta sýna hversu mikla óvild hann hefur í garð Gylfa, “ sagði Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, stjórnarmaður í VR og 2. varaforseti ASÍ en hún hefur setið í stjórn VR í átta ár.Er formaðurinn að hlaupa á sig?„Algjörlega,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg segir að hingað til hafi stjórnin getað rætt málin á skynsaman hátt og hlustað á skoðanir hvers annars. „Það hefur verið mikil breyting á stjórninni núna síðast liðið ár,“ sagði Ingibjörg.Frá því að Ragnar tók við?„Já,“ sagði Ingibjörg.Er það svona stóru verkalýðsfélagi sæmandi að fara fram með þeim hætti sem gert var í gær?„Nei, það finnst mér ekki. Mér finnst þetta lýsta kunnáttuleysi og þekkingarleysi á málaflokknum,“ sagði Ingibjörg.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira