Bale kláraði Liverpool og Real meistari þriðja árið í röð Anton Ingi Leifsson skrifar 26. maí 2018 21:00 Titillinn fer á loft. vísir/getty Þriðja árið í röð stendur Real Madrid uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu. Þetta árið unnu þeir Liverpool 3-1 í úrslitaleiknum í Kænugarði. Leiknum var beðið með mikilli eftirvæntingu og flestir horfðu til einvígis Cristiano Ronaldo gegn Mohamed Salah en þeir báðir hafa verið funheitir á tímabilinu. Liverpool varð fyrir miklu átaki eftir hálftímaleik er Salah þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Hann lenti í samstuði við Sergio Ramos og eru líkur á að hann hafi brotið viðbein. Risa blóðtaka fyrir Liverpool og einn besti leikmaður heims farinn af velli snemma leiks. Dani Carvajal þurfti einnig að fara af velli í fyrri hálfleik og því þurftu liðin að gera sitt hvora skiptinguna í fyrri hálfleik en eftir hann var staðan markalaus. Það átti þó eftir að breytast í síðari hálfleik enda tvö lið sem elska að skora mörk. Fyrsta markið kom á 51. mínútu. Loris Karius hélt þá á boltanum, ætlaði að kasta boltanum út en það gekk ekki betur en að boltinn fór í Kairm Benzema og inn. Ótrúlegt mark. Fjórum mínútum síðar var Liverpool búið að jafna. Hornspyrna James Milner rataði beint á höfuðið á Dejan Lovren sem skallaði boltann aftur fyrir markið þar sem Senegalinn Sadio Mane kom boltanum yfir línuna. Á 61. mínútu gerði Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, skiptingu sem átti eftir að breyta leiknum. Gareth Bale kom þá inn fyrir Isco og hann átti heldur betur eftir að hafa áhrif á leikinn. Hann var ekki búinn að vera inná nema í fjórar mínútur er hann skoraði algjörlega stórbrotið mark. Marcelo vippaði þá boltanum á Bale sem var rétt innan við vítateiginn, Bale tók hjólhestaspyrnu og boltinn söng í horninu. Lygilegt mark. Bale var ekki hættur. Hann tryggði Real svo sigurinn endanlega sjö mínútum fyrir leikslok er skot hans langt fyrir utan teig fór beint á Karius en hann missti boltann inn. Tvö skelfileg mistök hjá þýska markverðinum. Lokatölur því 3-1 sigur Real sem vinnur Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð og 13. Evrópubikar liðsins í þessari mögnuðu keppni. Lygilegur árangur og fyrsta liðið í háa herrans tíð til þess að vinna keppnina þrjú ár í röð. Meistaradeild Evrópu
Þriðja árið í röð stendur Real Madrid uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu. Þetta árið unnu þeir Liverpool 3-1 í úrslitaleiknum í Kænugarði. Leiknum var beðið með mikilli eftirvæntingu og flestir horfðu til einvígis Cristiano Ronaldo gegn Mohamed Salah en þeir báðir hafa verið funheitir á tímabilinu. Liverpool varð fyrir miklu átaki eftir hálftímaleik er Salah þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Hann lenti í samstuði við Sergio Ramos og eru líkur á að hann hafi brotið viðbein. Risa blóðtaka fyrir Liverpool og einn besti leikmaður heims farinn af velli snemma leiks. Dani Carvajal þurfti einnig að fara af velli í fyrri hálfleik og því þurftu liðin að gera sitt hvora skiptinguna í fyrri hálfleik en eftir hann var staðan markalaus. Það átti þó eftir að breytast í síðari hálfleik enda tvö lið sem elska að skora mörk. Fyrsta markið kom á 51. mínútu. Loris Karius hélt þá á boltanum, ætlaði að kasta boltanum út en það gekk ekki betur en að boltinn fór í Kairm Benzema og inn. Ótrúlegt mark. Fjórum mínútum síðar var Liverpool búið að jafna. Hornspyrna James Milner rataði beint á höfuðið á Dejan Lovren sem skallaði boltann aftur fyrir markið þar sem Senegalinn Sadio Mane kom boltanum yfir línuna. Á 61. mínútu gerði Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, skiptingu sem átti eftir að breyta leiknum. Gareth Bale kom þá inn fyrir Isco og hann átti heldur betur eftir að hafa áhrif á leikinn. Hann var ekki búinn að vera inná nema í fjórar mínútur er hann skoraði algjörlega stórbrotið mark. Marcelo vippaði þá boltanum á Bale sem var rétt innan við vítateiginn, Bale tók hjólhestaspyrnu og boltinn söng í horninu. Lygilegt mark. Bale var ekki hættur. Hann tryggði Real svo sigurinn endanlega sjö mínútum fyrir leikslok er skot hans langt fyrir utan teig fór beint á Karius en hann missti boltann inn. Tvö skelfileg mistök hjá þýska markverðinum. Lokatölur því 3-1 sigur Real sem vinnur Meistaradeild Evrópu þriðja árið í röð og 13. Evrópubikar liðsins í þessari mögnuðu keppni. Lygilegur árangur og fyrsta liðið í háa herrans tíð til þess að vinna keppnina þrjú ár í röð.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti