Samfylkingin er enn stærst í borginni Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. maí 2018 02:02 Dagur B. Eggertsson kynnti konsningaáherslur Samfylkingarinnar í Reykjavík í Gamla bíó. Vísir/ernir Sjö stjórnmálaflokkar fengju kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosið væri nú. Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Samfylkingin fengi 32 prósent atkvæða og yrði stærsti flokkurinn í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi rétt rúmlega 26 prósent og yrði næststærsti flokkurinn. Píratar yrðu svo þriðji stærsti flokkurinn með rúm 10 prósent. VG fengju 7,5 prósent, Viðreisn rúm 6 prósent, Miðflokkurinn rúm 5 prósent, Framsóknarflokkurinn 3,6 prósent, Flokkur fólksins 3,1 prósent og Sósíalistaflokkur Íslands 2,3 prósent. Yrðu þetta niðurstöðurnar myndi Samfylkingin fá níu fulltrúa kjörna í borgarstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sjö, Píratar og VG myndu fá tvo fulltrúa hvor flokkur og Viðreisn, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengju einn mann hver flokkur. Hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkurinn fengju fulltrúa. Yrði þetta niðurstaðan væru flokkarnir sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn og bjóða fram að nýju, það er Samfylkingin, Píratar og VG, með samtals 13 af 23 borgarfulltrúum. Næst Sósíalistaflokknum að stærð er Kvennahreyfingin með 1,9 prósent, 0,3 prósent nefna Höfuðborgarlistann og 0,3 prósent nefna Frelsisflokkinn. Þá nefndi 0,1 prósent Alþýðufylkinguna. Hringt var í 1.987 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 1.500 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 23. og 24. maí. Svarhlutfallið var 75,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru slétt 10 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 18,4 prósent sögðust óákveðin og 9,6 prósent vildu ekki svara spurningunni. Rétt er að taka fram að vikmörkin í könnuninni eru á bilinu 0,18 til 2,36 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Meirihlutinn heldur með minnihluta atkvæða Átta framboðlistar myndu fá menn kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur ef marka má nýja könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið. 23. maí 2018 06:04 Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Sjö stjórnmálaflokkar fengju kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosið væri nú. Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Samfylkingin fengi 32 prósent atkvæða og yrði stærsti flokkurinn í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi rétt rúmlega 26 prósent og yrði næststærsti flokkurinn. Píratar yrðu svo þriðji stærsti flokkurinn með rúm 10 prósent. VG fengju 7,5 prósent, Viðreisn rúm 6 prósent, Miðflokkurinn rúm 5 prósent, Framsóknarflokkurinn 3,6 prósent, Flokkur fólksins 3,1 prósent og Sósíalistaflokkur Íslands 2,3 prósent. Yrðu þetta niðurstöðurnar myndi Samfylkingin fá níu fulltrúa kjörna í borgarstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sjö, Píratar og VG myndu fá tvo fulltrúa hvor flokkur og Viðreisn, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengju einn mann hver flokkur. Hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkurinn fengju fulltrúa. Yrði þetta niðurstaðan væru flokkarnir sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn og bjóða fram að nýju, það er Samfylkingin, Píratar og VG, með samtals 13 af 23 borgarfulltrúum. Næst Sósíalistaflokknum að stærð er Kvennahreyfingin með 1,9 prósent, 0,3 prósent nefna Höfuðborgarlistann og 0,3 prósent nefna Frelsisflokkinn. Þá nefndi 0,1 prósent Alþýðufylkinguna. Hringt var í 1.987 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 1.500 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 23. og 24. maí. Svarhlutfallið var 75,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru slétt 10 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 18,4 prósent sögðust óákveðin og 9,6 prósent vildu ekki svara spurningunni. Rétt er að taka fram að vikmörkin í könnuninni eru á bilinu 0,18 til 2,36 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Meirihlutinn heldur með minnihluta atkvæða Átta framboðlistar myndu fá menn kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur ef marka má nýja könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið. 23. maí 2018 06:04 Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29
Meirihlutinn heldur með minnihluta atkvæða Átta framboðlistar myndu fá menn kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur ef marka má nýja könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið. 23. maí 2018 06:04
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45