Segja Facebook stunda persónunjósnir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2018 06:00 Mark Zuckerberg stendur í ströngu þessa dagana vegna bresta í meðferð persónulegra upplýsinga notenda Facebook-miðilsins. Vísir/Getty Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. Fyrrverandi sprotafyrirtækið Six4Three ber upp þessar ásakanir en The Guardian greindi frá málinu, sem hefur staðið yfir í rúm tvö ár, í gær. Málið var upphaflega höfðað í lok 2015 þegar Facebook lokaði á aðgengi notenda að gögnum vina sinna á samfélagsmiðlinum. Hafði Six4Three þá varið um 25 milljónum króna í að þróa hið afar umdeilda app Pikinis. Appið var hægt að nota til þess að finna myndir af vinum notandans á Facebook þar sem umræddir vinir voru í sundfötum einum klæða. Umfang málsins hefur hins vegar vaxið mikið á undanförnum vikum. Í síðustu viku fékk dómari í San Mateo afhenta tölvupósta og skilaboð sem gengu á milli toppa Facebook, meðal annars Zuckerbergs sjálfs, þar sem rætt var um að „vopnvæða“ persónuupplýsingar. Guardian greindi svo einnig frá því í gær að Facebook sé sakað um að hafa notað miðla sína og forrit til þess að safna upplýsingum um bæði notendur samfélagsmiðlanna og vini þeirra, jafnvel þá sem ekki höfðu skráð sig á Facebook eða tengda miðla. Er Facebook gefið að sök að hafa lesið sms-skilaboð, fylgst með staðsetningu notenda og skoðað myndir á snjallsímum notenda sem ekki hafði verið hlaðið upp á miðilinn. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Evrópuþingmenn ósáttir við skipulag fundar með Zuckerberg Margir Evrópuþingmenn eru mjög óánægðir með skipulag fundar með Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, sem fór fram í Brussel í gær. 23. maí 2018 08:35 Segist þrátt fyrir allt vera rétti maðurinn til að leiða Facebook Hvorki hafi dregið úr notkun Facebook né hafi auglýsingasala dregist saman frá því hneykslið kom upp. 4. apríl 2018 23:05 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. Fyrrverandi sprotafyrirtækið Six4Three ber upp þessar ásakanir en The Guardian greindi frá málinu, sem hefur staðið yfir í rúm tvö ár, í gær. Málið var upphaflega höfðað í lok 2015 þegar Facebook lokaði á aðgengi notenda að gögnum vina sinna á samfélagsmiðlinum. Hafði Six4Three þá varið um 25 milljónum króna í að þróa hið afar umdeilda app Pikinis. Appið var hægt að nota til þess að finna myndir af vinum notandans á Facebook þar sem umræddir vinir voru í sundfötum einum klæða. Umfang málsins hefur hins vegar vaxið mikið á undanförnum vikum. Í síðustu viku fékk dómari í San Mateo afhenta tölvupósta og skilaboð sem gengu á milli toppa Facebook, meðal annars Zuckerbergs sjálfs, þar sem rætt var um að „vopnvæða“ persónuupplýsingar. Guardian greindi svo einnig frá því í gær að Facebook sé sakað um að hafa notað miðla sína og forrit til þess að safna upplýsingum um bæði notendur samfélagsmiðlanna og vini þeirra, jafnvel þá sem ekki höfðu skráð sig á Facebook eða tengda miðla. Er Facebook gefið að sök að hafa lesið sms-skilaboð, fylgst með staðsetningu notenda og skoðað myndir á snjallsímum notenda sem ekki hafði verið hlaðið upp á miðilinn.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Evrópuþingmenn ósáttir við skipulag fundar með Zuckerberg Margir Evrópuþingmenn eru mjög óánægðir með skipulag fundar með Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, sem fór fram í Brussel í gær. 23. maí 2018 08:35 Segist þrátt fyrir allt vera rétti maðurinn til að leiða Facebook Hvorki hafi dregið úr notkun Facebook né hafi auglýsingasala dregist saman frá því hneykslið kom upp. 4. apríl 2018 23:05 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56
Evrópuþingmenn ósáttir við skipulag fundar með Zuckerberg Margir Evrópuþingmenn eru mjög óánægðir með skipulag fundar með Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, sem fór fram í Brussel í gær. 23. maí 2018 08:35
Segist þrátt fyrir allt vera rétti maðurinn til að leiða Facebook Hvorki hafi dregið úr notkun Facebook né hafi auglýsingasala dregist saman frá því hneykslið kom upp. 4. apríl 2018 23:05
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent