Það er snjallt að vera spilltur í Kópavogi? Jakobína Agnes Valsdóttir skrifar 24. maí 2018 14:45 Ábyrgð kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs er mikil. Þeir stjórna málefnum bæjarins og taka mikilvægar fjárhagslegar ákvarðanir fyrir hönd íbúa. Til þess að traust ríki á milli bæjarfulltrúa og íbúa þurfa störf kjörinna fulltrúa að vera hafin yfir allan vafa. Það er ekki vönduð stjórnsýsla að upplýsa ekki bæjarbúa um laun og kjör bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í ársreikningi. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir aukið gagnsæi og lækkun á launum bæjarfulltrúa og bæjarstjóra um a.m.k. fjórðung. Það gengur ekki að það sé fjárhagslegur hvati fyrir bæjarfulltrúa að sitja í sem flestum nefndum. Slíkt kerfi er á engan hátt eðlilegt. Þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir skýringum og sundurliðun í blaðagrein á þeim 133 milljónum króna sem fóru til 11 manna á sl. ári sem sitja í bæjarstjórn var það aðeins upplýst eftir að Fréttablaðið leitaði upplýsinga um málið. Í ljós kom að laun bæjarstjóra hækkuðu á sl. ári um 600 þús. kr. á mánuði upp í tæpar 2,5 milljónir króna á mánuði. Aðrir bæjarfulltrúar fengu að meðaltali 615 þús. kr. í laun á mánuði eftir 30% hækkun á milli ára (ekki vitað hvort nefndarlaun séu meðtalin) ásamt því að sinna samhliða störfum fyrir aðra aðila í mörgum tilfellum. Engin eðlisbreyting varð á starfi bæjarfulltrúa eða bæjarstjóra á kjörtímabilinu og því spurning hvað réttlæti svo mikla launahækkun. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna? Hvaða tengingu hefur sá úrskurður við störf bæjarfulltrúa? Það er fullt starf að vera þingmaður en svo er ekki í tilfelli bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fyrrgreind hækkun launa bæjarfulltrúa og bæjarstjóra og sú staðreynd að útgjöld Kópavogsbæjar vegna launa og launatengdra gjalda þessara aðila hafa hækkað úr hófi fram á kjörtímabilinu, nánar tiltekið um 75% frá árinu 2014, lýsir óhófi og illri meðferð á almannafé. Athygli vekur að allir bæjarfulltrúar hafa ítekað samþykkt fjárhagsáætlanir bæjarins á kjörtímablinu. Allir bæjarfulltúar höfðu hagsmuna að gæta og líklega var því nauðsynlegt aðhald minnihlutans fyrir borð borið. Launakjör æðstu stjórnenda Kópavogsbæjar þróast augljóslega ekki með sama hætti og annarra starfsmanna bæjarins líkt og gerðist í Hörpu. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Miðflokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs er mikil. Þeir stjórna málefnum bæjarins og taka mikilvægar fjárhagslegar ákvarðanir fyrir hönd íbúa. Til þess að traust ríki á milli bæjarfulltrúa og íbúa þurfa störf kjörinna fulltrúa að vera hafin yfir allan vafa. Það er ekki vönduð stjórnsýsla að upplýsa ekki bæjarbúa um laun og kjör bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í ársreikningi. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir aukið gagnsæi og lækkun á launum bæjarfulltrúa og bæjarstjóra um a.m.k. fjórðung. Það gengur ekki að það sé fjárhagslegur hvati fyrir bæjarfulltrúa að sitja í sem flestum nefndum. Slíkt kerfi er á engan hátt eðlilegt. Þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir skýringum og sundurliðun í blaðagrein á þeim 133 milljónum króna sem fóru til 11 manna á sl. ári sem sitja í bæjarstjórn var það aðeins upplýst eftir að Fréttablaðið leitaði upplýsinga um málið. Í ljós kom að laun bæjarstjóra hækkuðu á sl. ári um 600 þús. kr. á mánuði upp í tæpar 2,5 milljónir króna á mánuði. Aðrir bæjarfulltrúar fengu að meðaltali 615 þús. kr. í laun á mánuði eftir 30% hækkun á milli ára (ekki vitað hvort nefndarlaun séu meðtalin) ásamt því að sinna samhliða störfum fyrir aðra aðila í mörgum tilfellum. Engin eðlisbreyting varð á starfi bæjarfulltrúa eða bæjarstjóra á kjörtímabilinu og því spurning hvað réttlæti svo mikla launahækkun. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna? Hvaða tengingu hefur sá úrskurður við störf bæjarfulltrúa? Það er fullt starf að vera þingmaður en svo er ekki í tilfelli bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fyrrgreind hækkun launa bæjarfulltrúa og bæjarstjóra og sú staðreynd að útgjöld Kópavogsbæjar vegna launa og launatengdra gjalda þessara aðila hafa hækkað úr hófi fram á kjörtímabilinu, nánar tiltekið um 75% frá árinu 2014, lýsir óhófi og illri meðferð á almannafé. Athygli vekur að allir bæjarfulltrúar hafa ítekað samþykkt fjárhagsáætlanir bæjarins á kjörtímablinu. Allir bæjarfulltúar höfðu hagsmuna að gæta og líklega var því nauðsynlegt aðhald minnihlutans fyrir borð borið. Launakjör æðstu stjórnenda Kópavogsbæjar þróast augljóslega ekki með sama hætti og annarra starfsmanna bæjarins líkt og gerðist í Hörpu. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Miðflokksins í Kópavogi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar