Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 14:45 Tveir synir Benjamíns Netajahú, forsætisráðherra Ísraels, eru staddir á landinu í einkaferð. Vísir/EPA Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum tveggja sona forsætisráðherra Ísraels að bera skotvopn á meðan þeir eru á landinu. Synir forsætisráðherrans eru sagðir hér í einkaerindagjörðum en öryggisgæslan með þeim hefur vakið deilur í heimalandinu. Greint var frá því í gær að Avner og Yair Netanjahú, synir Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, væru staddir á landinu. Þeir séu í einkaferð með hópi frá Ísrael en ekki í opinberum erindagjörðum. Bræðurnir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra til að fá fulla öryggisgæslu og hefur það verið umdeilt í Ísrael. Samkvæmt heimildum Vísis komu lífverðir bræðranna með skotvopn með sér til Íslands. Fyrst var greint frá vopnaburði lífvarðanna í Stundinni í morgun.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að sjálfsögðu ekki gefinn upp fjölda lífvarða né íslenskra lögreglumanna.vísir/gvaEnginn munur á opinberri eða einkaheimsókn Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis staðfestir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, að lífverðir bræðranna beri vopn undir stjórn sérsveitar ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri geti samkvæmt lögum heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi enda starfi þeir undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefi út sérstök skírteini handa viðkomandi. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort að um opinbera eða einkaheimsókn sé að ræða. Ákvörðun um að veita heimild til vopnaburðar er sögð byggjast á mati hverju sinni. Lífverðir bræðranna eru á vegum ísraelskra stjórnvalda en ríkislögreglustjóri gefur ekki upp hversu margir þeir eru eða hversu margir íslenskir lífverðir fylgja þeim. Tengdar fréttir Synir Netanyahu á Íslandi Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins en öryggisverðir eru með þeim. 23. maí 2018 16:30 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum tveggja sona forsætisráðherra Ísraels að bera skotvopn á meðan þeir eru á landinu. Synir forsætisráðherrans eru sagðir hér í einkaerindagjörðum en öryggisgæslan með þeim hefur vakið deilur í heimalandinu. Greint var frá því í gær að Avner og Yair Netanjahú, synir Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, væru staddir á landinu. Þeir séu í einkaferð með hópi frá Ísrael en ekki í opinberum erindagjörðum. Bræðurnir eru fyrstir fullorðinna barna forsætisráðherra til að fá fulla öryggisgæslu og hefur það verið umdeilt í Ísrael. Samkvæmt heimildum Vísis komu lífverðir bræðranna með skotvopn með sér til Íslands. Fyrst var greint frá vopnaburði lífvarðanna í Stundinni í morgun.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir að sjálfsögðu ekki gefinn upp fjölda lífvarða né íslenskra lögreglumanna.vísir/gvaEnginn munur á opinberri eða einkaheimsókn Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis staðfestir Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, að lífverðir bræðranna beri vopn undir stjórn sérsveitar ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri geti samkvæmt lögum heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi enda starfi þeir undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefi út sérstök skírteini handa viðkomandi. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort að um opinbera eða einkaheimsókn sé að ræða. Ákvörðun um að veita heimild til vopnaburðar er sögð byggjast á mati hverju sinni. Lífverðir bræðranna eru á vegum ísraelskra stjórnvalda en ríkislögreglustjóri gefur ekki upp hversu margir þeir eru eða hversu margir íslenskir lífverðir fylgja þeim.
Tengdar fréttir Synir Netanyahu á Íslandi Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins en öryggisverðir eru með þeim. 23. maí 2018 16:30 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Synir Netanyahu á Íslandi Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins en öryggisverðir eru með þeim. 23. maí 2018 16:30