Hrafn Jökulsson fær að hafa lögheimili sitt í Árneshreppi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2018 11:16 Hrafn Jökulsson er ánægður með að lögheimilisskráning hans í Árneshrepp standi. vísir/ernir Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Kaupfélagshúsið í Árneshreppi í lok apríl síðastliðnum standi. Áður hafði Þjóðskrá fellt lögheimilisskráningu Hrafns úr gildi en eins og fjallað hefur verið um ákvað stofnunin að taka lögheimilisflutninga átján einstaklinga í Árneshrepp til skoðunar á dögunum. Á föstudag voru tólf lögheimilisskráningar felldar úr gildi, þar á meðal lögheimilisskráning Hrafns. Í fyrradag var sú þréttánda felld úr gildi, ein var samþykkt og einn dró skráninguna til baka. Í gær var svo ein skráning felld úr gildi. Hreppsnefnd Árneshrepps felldi svo tólf einstaklinga út af kjörskrá í hreppnum í fyrradag í samræmi við ákvörðun Þjóðskrá um að fella lögheimiliskráningarnar úr gildi. Hrafn segist í samtali við Vísi óskaplega glaður með að málinu sé lokið. Hann segist ekki vita betur en að hreppsnefndin fundi í kvöld og fari yfir kjörskrána á ný. Kveðst hann ekki eiga von á öðru en að honum verði bætt aftur inn á hana. „Mér var að berast frá Þjóðskrá Íslands tilkynning um það að þeir hefðu orðið við minni réttmætu kröfu um að lögheimilisflutningur minn standi. Ég er óskaplega glaður yfir því að þessu máli skuli vera lokið og óendanlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt mér lið í þessari mannréttindabaráttu,“ segir Hrafn. Spurður út í hvað hann þurfti að gera til að fá skráningunni breytt til baka segir hann: „Ég hef átt í góðum samskiptum við hið ágæta starfsfólk Þjóðskrár. Þeim hafa borist hin ýmsu gögn bæði frá mér og öðrum máli mínu til staðfestingar og ég vissi alltaf að réttlætið myndi sigra að lokum. Það er mikill léttir að geta farið að hugsa um eitthvað annað.“ Hrafn segist feginn hversu hratt og vel málið gekk fyrir sig. „Og ég er ákaflega ánægður hve Þjóðskrá hefur unnið faglega að mínu máli.“Hér fyrir neðan má sjá færslu Hrafns á Facebook frá því fyrr í vikunni um málið. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Felldu tólf út af kjörskrá Árneshrepps Meirihluti nefndarinnar ákvað þetta á fundi í kvöld þar sem mótmæli voru viðhöfð af áhorfendum. 22. maí 2018 22:34 Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Kaupfélagshúsið í Árneshreppi í lok apríl síðastliðnum standi. Áður hafði Þjóðskrá fellt lögheimilisskráningu Hrafns úr gildi en eins og fjallað hefur verið um ákvað stofnunin að taka lögheimilisflutninga átján einstaklinga í Árneshrepp til skoðunar á dögunum. Á föstudag voru tólf lögheimilisskráningar felldar úr gildi, þar á meðal lögheimilisskráning Hrafns. Í fyrradag var sú þréttánda felld úr gildi, ein var samþykkt og einn dró skráninguna til baka. Í gær var svo ein skráning felld úr gildi. Hreppsnefnd Árneshrepps felldi svo tólf einstaklinga út af kjörskrá í hreppnum í fyrradag í samræmi við ákvörðun Þjóðskrá um að fella lögheimiliskráningarnar úr gildi. Hrafn segist í samtali við Vísi óskaplega glaður með að málinu sé lokið. Hann segist ekki vita betur en að hreppsnefndin fundi í kvöld og fari yfir kjörskrána á ný. Kveðst hann ekki eiga von á öðru en að honum verði bætt aftur inn á hana. „Mér var að berast frá Þjóðskrá Íslands tilkynning um það að þeir hefðu orðið við minni réttmætu kröfu um að lögheimilisflutningur minn standi. Ég er óskaplega glaður yfir því að þessu máli skuli vera lokið og óendanlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt mér lið í þessari mannréttindabaráttu,“ segir Hrafn. Spurður út í hvað hann þurfti að gera til að fá skráningunni breytt til baka segir hann: „Ég hef átt í góðum samskiptum við hið ágæta starfsfólk Þjóðskrár. Þeim hafa borist hin ýmsu gögn bæði frá mér og öðrum máli mínu til staðfestingar og ég vissi alltaf að réttlætið myndi sigra að lokum. Það er mikill léttir að geta farið að hugsa um eitthvað annað.“ Hrafn segist feginn hversu hratt og vel málið gekk fyrir sig. „Og ég er ákaflega ánægður hve Þjóðskrá hefur unnið faglega að mínu máli.“Hér fyrir neðan má sjá færslu Hrafns á Facebook frá því fyrr í vikunni um málið.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Felldu tólf út af kjörskrá Árneshrepps Meirihluti nefndarinnar ákvað þetta á fundi í kvöld þar sem mótmæli voru viðhöfð af áhorfendum. 22. maí 2018 22:34 Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15
Felldu tólf út af kjörskrá Árneshrepps Meirihluti nefndarinnar ákvað þetta á fundi í kvöld þar sem mótmæli voru viðhöfð af áhorfendum. 22. maí 2018 22:34
Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56