Íbúalýðræði – þátttökulýðræði Birgir Jóhannsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Íbúalýðræði er allt það sem tengist möguleikum og aðferðafræði til að gera almenning virkari í stjórnmálum og auka þátttöku hans í ákvörðunum. Forsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði er að þátttaka sé fyrr hendi í þeim ákvörðunum sem snerta daglegt líf fólks. Þátttaka getur verið mismunandi en byrjaði fyrst í borgarskipulagi áður en hún varð virk í umhverfismálum. Í íbúalýðræði eru samtök íbúa í aðalhlutverki sem tengiliður við stjórnvöld. Hlutverk þess er að auka þátttöku íbúa í ákvörðunum sem hefur áhrif á líf þeirra. Samráð og þátttaka íbúa er óhjákvæmileg í ákvörðunartöku sem á að bæta líf íbúans. Íbúalýðræðið er grundvöllur uppbyggingar trausts og gegnsæis. Til þess að gera það virkt þarf að setja í það kraft. Það má ekki vera yfirborðskennt til þess að friða samvisku stjórnmálamanna heldur verður að vera raunverulegt til þess að valdið sé ekki aðeins í höndum kjörinna fulltrúa. Valdefling borgarbúa sýnir þeim virðingu og upphefur stöðu þeirra. Nefna má mörg dæmi þar sem þörf er á þátttöku íbúa í ákvörðunartöku sem tengist lífi þeirra og þjónustu við þá. Ákvörðunum um hvernig byggja á upp skóla og félagslíf. Hvernig viljinn er um að byggja upp borgina, hvaða íþróttamannvirki skal byggja, hvernig unnið er að umferðaröryggi, þrifum, endurvinnslu, grænum svæðum, hvernig skal vernda og endurnýja byggð og hvort þétting byggðar sé hótelvæðing eða nýjar íbúðir og bætt þjónusta.Betri borg Virkt íbúalýðræði með íbúakosningum hefði getað og getur komið í veg fyrir byggingu háhýsa við strandlengju Reykjavíkur og hvort lóðum sé úthlutað til hótelbygginga eða annarrar þjónustu. Hvort byggðir séu nýir leikvellir, hjólabrettagarðar, skautasvell, betra skíðasvæði eða fótboltahús fyrir íbúa í stað aðstöðu og útsýnispalla fyrir ferðamenn. Hvort almenningssamgöngur séu byggðar upp eða hvort peningarnir fari í hraðbrautaslaufur og að setja götur í stokk. Hvort byggðir séu upp hverfiskjarnar með þjónustu í úthverfum og græn svæði varðveitt. Allar þessar ákvarðanir eiga ekki að vera aðeins á valdi stjórnmálamanna og auðvaldsins. Með virku lýðræði þar sem haldið er reglulegt samráð og síðan kosningar um stefnu og val í uppbyggingu komust við nær íbúum og þeirra þörfum. Við eignumst betri borg og ánægðari erfingja í komandi kynslóðum. Lýðræðisstefna borgarinnar sem verið er að vinna að frumkvæði Pírata leggur grunninn að skýrum og gegnsæjum almennum leikreglum um íbúalýðræði og er vörn gegn klíkustarfsemi. Jafnframt henni er þörf á að gera stórauknar kröfur um virkt samráð og grenndarkynningar í deiliskipulags- og byggingarferlum. Áríðandi er að fella úrelt deiliskipulög úr gildi. Stjórnvöld þurfa uppbyggilega gagnrýni eins og allir til að vinna betur og íbúarnir eru með þeim í liði. Íbúarnir eru réttmætu eigendur borgarinnar.Höfundur er arkitekt og skipar 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Íbúalýðræði er allt það sem tengist möguleikum og aðferðafræði til að gera almenning virkari í stjórnmálum og auka þátttöku hans í ákvörðunum. Forsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði er að þátttaka sé fyrr hendi í þeim ákvörðunum sem snerta daglegt líf fólks. Þátttaka getur verið mismunandi en byrjaði fyrst í borgarskipulagi áður en hún varð virk í umhverfismálum. Í íbúalýðræði eru samtök íbúa í aðalhlutverki sem tengiliður við stjórnvöld. Hlutverk þess er að auka þátttöku íbúa í ákvörðunum sem hefur áhrif á líf þeirra. Samráð og þátttaka íbúa er óhjákvæmileg í ákvörðunartöku sem á að bæta líf íbúans. Íbúalýðræðið er grundvöllur uppbyggingar trausts og gegnsæis. Til þess að gera það virkt þarf að setja í það kraft. Það má ekki vera yfirborðskennt til þess að friða samvisku stjórnmálamanna heldur verður að vera raunverulegt til þess að valdið sé ekki aðeins í höndum kjörinna fulltrúa. Valdefling borgarbúa sýnir þeim virðingu og upphefur stöðu þeirra. Nefna má mörg dæmi þar sem þörf er á þátttöku íbúa í ákvörðunartöku sem tengist lífi þeirra og þjónustu við þá. Ákvörðunum um hvernig byggja á upp skóla og félagslíf. Hvernig viljinn er um að byggja upp borgina, hvaða íþróttamannvirki skal byggja, hvernig unnið er að umferðaröryggi, þrifum, endurvinnslu, grænum svæðum, hvernig skal vernda og endurnýja byggð og hvort þétting byggðar sé hótelvæðing eða nýjar íbúðir og bætt þjónusta.Betri borg Virkt íbúalýðræði með íbúakosningum hefði getað og getur komið í veg fyrir byggingu háhýsa við strandlengju Reykjavíkur og hvort lóðum sé úthlutað til hótelbygginga eða annarrar þjónustu. Hvort byggðir séu nýir leikvellir, hjólabrettagarðar, skautasvell, betra skíðasvæði eða fótboltahús fyrir íbúa í stað aðstöðu og útsýnispalla fyrir ferðamenn. Hvort almenningssamgöngur séu byggðar upp eða hvort peningarnir fari í hraðbrautaslaufur og að setja götur í stokk. Hvort byggðir séu upp hverfiskjarnar með þjónustu í úthverfum og græn svæði varðveitt. Allar þessar ákvarðanir eiga ekki að vera aðeins á valdi stjórnmálamanna og auðvaldsins. Með virku lýðræði þar sem haldið er reglulegt samráð og síðan kosningar um stefnu og val í uppbyggingu komust við nær íbúum og þeirra þörfum. Við eignumst betri borg og ánægðari erfingja í komandi kynslóðum. Lýðræðisstefna borgarinnar sem verið er að vinna að frumkvæði Pírata leggur grunninn að skýrum og gegnsæjum almennum leikreglum um íbúalýðræði og er vörn gegn klíkustarfsemi. Jafnframt henni er þörf á að gera stórauknar kröfur um virkt samráð og grenndarkynningar í deiliskipulags- og byggingarferlum. Áríðandi er að fella úrelt deiliskipulög úr gildi. Stjórnvöld þurfa uppbyggilega gagnrýni eins og allir til að vinna betur og íbúarnir eru með þeim í liði. Íbúarnir eru réttmætu eigendur borgarinnar.Höfundur er arkitekt og skipar 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun