Íbúalýðræði – þátttökulýðræði Birgir Jóhannsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Íbúalýðræði er allt það sem tengist möguleikum og aðferðafræði til að gera almenning virkari í stjórnmálum og auka þátttöku hans í ákvörðunum. Forsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði er að þátttaka sé fyrr hendi í þeim ákvörðunum sem snerta daglegt líf fólks. Þátttaka getur verið mismunandi en byrjaði fyrst í borgarskipulagi áður en hún varð virk í umhverfismálum. Í íbúalýðræði eru samtök íbúa í aðalhlutverki sem tengiliður við stjórnvöld. Hlutverk þess er að auka þátttöku íbúa í ákvörðunum sem hefur áhrif á líf þeirra. Samráð og þátttaka íbúa er óhjákvæmileg í ákvörðunartöku sem á að bæta líf íbúans. Íbúalýðræðið er grundvöllur uppbyggingar trausts og gegnsæis. Til þess að gera það virkt þarf að setja í það kraft. Það má ekki vera yfirborðskennt til þess að friða samvisku stjórnmálamanna heldur verður að vera raunverulegt til þess að valdið sé ekki aðeins í höndum kjörinna fulltrúa. Valdefling borgarbúa sýnir þeim virðingu og upphefur stöðu þeirra. Nefna má mörg dæmi þar sem þörf er á þátttöku íbúa í ákvörðunartöku sem tengist lífi þeirra og þjónustu við þá. Ákvörðunum um hvernig byggja á upp skóla og félagslíf. Hvernig viljinn er um að byggja upp borgina, hvaða íþróttamannvirki skal byggja, hvernig unnið er að umferðaröryggi, þrifum, endurvinnslu, grænum svæðum, hvernig skal vernda og endurnýja byggð og hvort þétting byggðar sé hótelvæðing eða nýjar íbúðir og bætt þjónusta.Betri borg Virkt íbúalýðræði með íbúakosningum hefði getað og getur komið í veg fyrir byggingu háhýsa við strandlengju Reykjavíkur og hvort lóðum sé úthlutað til hótelbygginga eða annarrar þjónustu. Hvort byggðir séu nýir leikvellir, hjólabrettagarðar, skautasvell, betra skíðasvæði eða fótboltahús fyrir íbúa í stað aðstöðu og útsýnispalla fyrir ferðamenn. Hvort almenningssamgöngur séu byggðar upp eða hvort peningarnir fari í hraðbrautaslaufur og að setja götur í stokk. Hvort byggðir séu upp hverfiskjarnar með þjónustu í úthverfum og græn svæði varðveitt. Allar þessar ákvarðanir eiga ekki að vera aðeins á valdi stjórnmálamanna og auðvaldsins. Með virku lýðræði þar sem haldið er reglulegt samráð og síðan kosningar um stefnu og val í uppbyggingu komust við nær íbúum og þeirra þörfum. Við eignumst betri borg og ánægðari erfingja í komandi kynslóðum. Lýðræðisstefna borgarinnar sem verið er að vinna að frumkvæði Pírata leggur grunninn að skýrum og gegnsæjum almennum leikreglum um íbúalýðræði og er vörn gegn klíkustarfsemi. Jafnframt henni er þörf á að gera stórauknar kröfur um virkt samráð og grenndarkynningar í deiliskipulags- og byggingarferlum. Áríðandi er að fella úrelt deiliskipulög úr gildi. Stjórnvöld þurfa uppbyggilega gagnrýni eins og allir til að vinna betur og íbúarnir eru með þeim í liði. Íbúarnir eru réttmætu eigendur borgarinnar.Höfundur er arkitekt og skipar 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Íbúalýðræði er allt það sem tengist möguleikum og aðferðafræði til að gera almenning virkari í stjórnmálum og auka þátttöku hans í ákvörðunum. Forsenda þess að hægt sé að tala um lýðræði er að þátttaka sé fyrr hendi í þeim ákvörðunum sem snerta daglegt líf fólks. Þátttaka getur verið mismunandi en byrjaði fyrst í borgarskipulagi áður en hún varð virk í umhverfismálum. Í íbúalýðræði eru samtök íbúa í aðalhlutverki sem tengiliður við stjórnvöld. Hlutverk þess er að auka þátttöku íbúa í ákvörðunum sem hefur áhrif á líf þeirra. Samráð og þátttaka íbúa er óhjákvæmileg í ákvörðunartöku sem á að bæta líf íbúans. Íbúalýðræðið er grundvöllur uppbyggingar trausts og gegnsæis. Til þess að gera það virkt þarf að setja í það kraft. Það má ekki vera yfirborðskennt til þess að friða samvisku stjórnmálamanna heldur verður að vera raunverulegt til þess að valdið sé ekki aðeins í höndum kjörinna fulltrúa. Valdefling borgarbúa sýnir þeim virðingu og upphefur stöðu þeirra. Nefna má mörg dæmi þar sem þörf er á þátttöku íbúa í ákvörðunartöku sem tengist lífi þeirra og þjónustu við þá. Ákvörðunum um hvernig byggja á upp skóla og félagslíf. Hvernig viljinn er um að byggja upp borgina, hvaða íþróttamannvirki skal byggja, hvernig unnið er að umferðaröryggi, þrifum, endurvinnslu, grænum svæðum, hvernig skal vernda og endurnýja byggð og hvort þétting byggðar sé hótelvæðing eða nýjar íbúðir og bætt þjónusta.Betri borg Virkt íbúalýðræði með íbúakosningum hefði getað og getur komið í veg fyrir byggingu háhýsa við strandlengju Reykjavíkur og hvort lóðum sé úthlutað til hótelbygginga eða annarrar þjónustu. Hvort byggðir séu nýir leikvellir, hjólabrettagarðar, skautasvell, betra skíðasvæði eða fótboltahús fyrir íbúa í stað aðstöðu og útsýnispalla fyrir ferðamenn. Hvort almenningssamgöngur séu byggðar upp eða hvort peningarnir fari í hraðbrautaslaufur og að setja götur í stokk. Hvort byggðir séu upp hverfiskjarnar með þjónustu í úthverfum og græn svæði varðveitt. Allar þessar ákvarðanir eiga ekki að vera aðeins á valdi stjórnmálamanna og auðvaldsins. Með virku lýðræði þar sem haldið er reglulegt samráð og síðan kosningar um stefnu og val í uppbyggingu komust við nær íbúum og þeirra þörfum. Við eignumst betri borg og ánægðari erfingja í komandi kynslóðum. Lýðræðisstefna borgarinnar sem verið er að vinna að frumkvæði Pírata leggur grunninn að skýrum og gegnsæjum almennum leikreglum um íbúalýðræði og er vörn gegn klíkustarfsemi. Jafnframt henni er þörf á að gera stórauknar kröfur um virkt samráð og grenndarkynningar í deiliskipulags- og byggingarferlum. Áríðandi er að fella úrelt deiliskipulög úr gildi. Stjórnvöld þurfa uppbyggilega gagnrýni eins og allir til að vinna betur og íbúarnir eru með þeim í liði. Íbúarnir eru réttmætu eigendur borgarinnar.Höfundur er arkitekt og skipar 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar