Betri Kópavogur Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Breytinga er þörf í Kópavogi, við þurfum nýjar áherslur í bæjarmálunum og ekki síst nýtt fólk við stjórnvölinn í bænum. Þaulseta við kjötkatlana er engum holl og tækifærið til breytinga er núna.Hefjumst handa fyrir unga fólkið Við þurfum að taka til hendinni og bæta aðstæður ungra Kópavogsbúa ekki síst í húsnæðismálum. Tölur um fjölgun íbúa í bænum sýna okkur að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur ekki mætt þörfum unga fólksins sem vill búa í Kópavogi. Aðeins 3% fjölgun ungs fólks en 21% fjölgun fólks milli 60 og 80 ára síðastliðin 4 ár. Við viljum fjölbreytt húsnæði sem ungt fólk og þeir sem eru efnaminni hafi tök á að eignast. Samvinna við húsnæðisfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni er lykilatriði. Það eru 100 ónýtt leikskólapláss í bænum, því viljum við breyta með því að stytta vinnutíma starfsfólks í leikskólum og bæta starfsaðstæður og kjör. Við ætlum að brúa bilið og sjá til þess að börn frá 12 mánaða aldri komist í leikskóla. Í grunnskólum þarf að draga úr álagi á kennara og bæta starfsaðstæður og kjör. Styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna munum við hækka í 80.000 kr. á ári og gæta þarf þess að öll börn geti tekið þátt í slíku starfi án tillits til efnahags eða uppruna. Gleymum ekki öldruðum Eldri borgarar eiga skilið bestu þjónustu mögulega og við viljum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun í bænum og auka möguleika þeirra á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi enda slíkt besta forvörnin. Umhverfismálin eru okkur mikilvæg og stórt skref er að gera Kópavog plastpokalausan í samstarfi við þjónustuaðila í bænum. Við styðjum borgarlínu og framfarir í samgöngum sem vinna með umhverfinu. Grænn og vænn Kópavogur þar sem menning og listir dafna er framtíðarsýn sem við munum vinna að. Byggjum betri bæ Samfylkingin mun áfram vinna í anda jöfnuðar, réttlætis og jafnréttis með það að markmiði að efla og styrkja Kópavog sem sveitarfélag þar sem ungir sem aldnir una hag sínum vel. Við hvetjum bæjarbúa til að leggja okkur lið.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Breytinga er þörf í Kópavogi, við þurfum nýjar áherslur í bæjarmálunum og ekki síst nýtt fólk við stjórnvölinn í bænum. Þaulseta við kjötkatlana er engum holl og tækifærið til breytinga er núna.Hefjumst handa fyrir unga fólkið Við þurfum að taka til hendinni og bæta aðstæður ungra Kópavogsbúa ekki síst í húsnæðismálum. Tölur um fjölgun íbúa í bænum sýna okkur að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur ekki mætt þörfum unga fólksins sem vill búa í Kópavogi. Aðeins 3% fjölgun ungs fólks en 21% fjölgun fólks milli 60 og 80 ára síðastliðin 4 ár. Við viljum fjölbreytt húsnæði sem ungt fólk og þeir sem eru efnaminni hafi tök á að eignast. Samvinna við húsnæðisfélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni er lykilatriði. Það eru 100 ónýtt leikskólapláss í bænum, því viljum við breyta með því að stytta vinnutíma starfsfólks í leikskólum og bæta starfsaðstæður og kjör. Við ætlum að brúa bilið og sjá til þess að börn frá 12 mánaða aldri komist í leikskóla. Í grunnskólum þarf að draga úr álagi á kennara og bæta starfsaðstæður og kjör. Styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna munum við hækka í 80.000 kr. á ári og gæta þarf þess að öll börn geti tekið þátt í slíku starfi án tillits til efnahags eða uppruna. Gleymum ekki öldruðum Eldri borgarar eiga skilið bestu þjónustu mögulega og við viljum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun í bænum og auka möguleika þeirra á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi enda slíkt besta forvörnin. Umhverfismálin eru okkur mikilvæg og stórt skref er að gera Kópavog plastpokalausan í samstarfi við þjónustuaðila í bænum. Við styðjum borgarlínu og framfarir í samgöngum sem vinna með umhverfinu. Grænn og vænn Kópavogur þar sem menning og listir dafna er framtíðarsýn sem við munum vinna að. Byggjum betri bæ Samfylkingin mun áfram vinna í anda jöfnuðar, réttlætis og jafnréttis með það að markmiði að efla og styrkja Kópavog sem sveitarfélag þar sem ungir sem aldnir una hag sínum vel. Við hvetjum bæjarbúa til að leggja okkur lið.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun