Reykjavík þarf atvinnustefnu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek skrifar 24. maí 2018 07:00 Þau eru víða í borginni. Gömul verslunar- og þjónusturými sem nú standa auð eða hefur verið breytt í íbúðir. Við þekkjum þau sums staðar á stórum gluggum og breiðum inngöngum. Annars staðar til dæmis í Breiðholti eða í Árbænum má líka sjá gamla hverfiskjarna sem nú standa illa nýttir. Það væri frábært að lífga upp á þessa staði að nýju. En hvernig má gera það? Af hverju hverfur þjónustan? Tökum raunverulegt dæmi um hverfisverslun sem deilir húsi með íbúð. Fasteignamat verslunarinnar er um 30 milljónir. Fasteignamat íbúðarinnar sem er jafnstór og verslunin er um 60 milljónir. Fasteignagjöld vegna verslunarinnar eru um 500 þúsund á ári. Fasteignagjöld vegna íbúðarinnar eru um 100 þúsund á ári. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að fasteignagjöld séu hærri á atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Staðan er engu að síður sú að ef eigandi verslunarinnar ákveður að hætta rekstri og fær að breyta húsnæðinu í íbúð þá getur hann tvöfaldað verðmæti eignarinnar og fengið 80% lækkun á fasteignagjöldum í leiðinni. Pawel BartoszekHvatinn til að gera þetta er því svo sannarlega til staðar og skiljanlegt að þeir sem eigi húsnæðið vilji gjarnan fara þessa leið. En vandinn er að ef allir sem eiga atvinnuhúsnæði í hverfinu gera það þá hverfur öll þjónusta. Viðreisn í Reykjavík hefur, eitt framboða, sett fram stefnu um að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Við ætlum að lækka þá í áföngum úr 1,65 í 1,60% á seinni hluta kjörtímabilsins. Þar með verða gjöldin þau sömu og í Kópavogi. Samkeppnisstaða Reykjavíkur mun batna. Atvinnumál fá almennt lítinn sess í borgarkerfinu. Ekkert fagráð borgarinnar setur sérstakan fókus á atvinnumálin. Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar veitir borgarsjóður styrki, m.a. til félags- og velferðarmála, skóla- og frístundamála, íþrótta- og æskulýðsmála, mannréttindamála og menningarmála. Hvergi er minnst á styrki til atvinnuþróunar. Við í Viðreisn viljum að á árunum 2019-2021 verði 30 milljónum árlega varið í atvinnuuppbygginu í hverfum borgarinnar. Þar eigum við við samkeppnissjóði, þar sem hægt væri til dæmis að sækja um styrk til að breyta eða endurnýja atvinnuhúsnæði á stöðum þar sem þjónustan á undir högg að sækja eða hefur þegar lagst af. Það á að vera einfalt að reka fyrirtæki í Reykjavík. Til þess ætlum við í Viðreisn að setja fé í atvinnuuppbyggingu, lækka fasteignaskatta, tryggja framboð af húsnæði undir nýjan rekstur og einfalda allar leyfaveitingar á vegum borgarinnar. Allar þessar aðgerðir munu skila sér í einfaldara rekstrarumhverfi reykvískra fyrirtækja. Þannig tryggjum við fjölbreytta atvinnu og þjónustu í öllum hverfum borgarinnar.Höfundar skipa fyrsta og annað sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þau eru víða í borginni. Gömul verslunar- og þjónusturými sem nú standa auð eða hefur verið breytt í íbúðir. Við þekkjum þau sums staðar á stórum gluggum og breiðum inngöngum. Annars staðar til dæmis í Breiðholti eða í Árbænum má líka sjá gamla hverfiskjarna sem nú standa illa nýttir. Það væri frábært að lífga upp á þessa staði að nýju. En hvernig má gera það? Af hverju hverfur þjónustan? Tökum raunverulegt dæmi um hverfisverslun sem deilir húsi með íbúð. Fasteignamat verslunarinnar er um 30 milljónir. Fasteignamat íbúðarinnar sem er jafnstór og verslunin er um 60 milljónir. Fasteignagjöld vegna verslunarinnar eru um 500 þúsund á ári. Fasteignagjöld vegna íbúðarinnar eru um 100 þúsund á ári. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að fasteignagjöld séu hærri á atvinnuhúsnæði en íbúðarhúsnæði. Staðan er engu að síður sú að ef eigandi verslunarinnar ákveður að hætta rekstri og fær að breyta húsnæðinu í íbúð þá getur hann tvöfaldað verðmæti eignarinnar og fengið 80% lækkun á fasteignagjöldum í leiðinni. Pawel BartoszekHvatinn til að gera þetta er því svo sannarlega til staðar og skiljanlegt að þeir sem eigi húsnæðið vilji gjarnan fara þessa leið. En vandinn er að ef allir sem eiga atvinnuhúsnæði í hverfinu gera það þá hverfur öll þjónusta. Viðreisn í Reykjavík hefur, eitt framboða, sett fram stefnu um að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Við ætlum að lækka þá í áföngum úr 1,65 í 1,60% á seinni hluta kjörtímabilsins. Þar með verða gjöldin þau sömu og í Kópavogi. Samkeppnisstaða Reykjavíkur mun batna. Atvinnumál fá almennt lítinn sess í borgarkerfinu. Ekkert fagráð borgarinnar setur sérstakan fókus á atvinnumálin. Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar veitir borgarsjóður styrki, m.a. til félags- og velferðarmála, skóla- og frístundamála, íþrótta- og æskulýðsmála, mannréttindamála og menningarmála. Hvergi er minnst á styrki til atvinnuþróunar. Við í Viðreisn viljum að á árunum 2019-2021 verði 30 milljónum árlega varið í atvinnuuppbygginu í hverfum borgarinnar. Þar eigum við við samkeppnissjóði, þar sem hægt væri til dæmis að sækja um styrk til að breyta eða endurnýja atvinnuhúsnæði á stöðum þar sem þjónustan á undir högg að sækja eða hefur þegar lagst af. Það á að vera einfalt að reka fyrirtæki í Reykjavík. Til þess ætlum við í Viðreisn að setja fé í atvinnuuppbyggingu, lækka fasteignaskatta, tryggja framboð af húsnæði undir nýjan rekstur og einfalda allar leyfaveitingar á vegum borgarinnar. Allar þessar aðgerðir munu skila sér í einfaldara rekstrarumhverfi reykvískra fyrirtækja. Þannig tryggjum við fjölbreytta atvinnu og þjónustu í öllum hverfum borgarinnar.Höfundar skipa fyrsta og annað sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun