Kjósum breytingar í Reykjavík Eyþór Arnalds skrifar 24. maí 2018 07:00 Á fjögurra ára fresti geta kjósendur valið hverjir fara með stjórn borgarinnar. Á laugardaginn göngum við til kosninga og valið er einfalt. Annaðhvort óbreytt ástand eða breytingar. Síðustu fjögur árin hefur húsnæðisverð hækkað um 50% og leiguverð heldur áfram að hækka. Ekkert hefur orðið af þeim 3.000 leiguíbúðum sem var lofað enda byggt upp á dýrum þéttingarreitum og borgin innheimtir mjög há byggingargjöld. Fólk eyðir meiri tíma en áður á leiðinni í vinnuna eða heim. Íbúar í austurhluta borgarinnar mega búast við því að heil vinnuvika á ári fari í tafatíma í umferð miðað við fyrir sex árum. Þessu þarf að breyta. Þeir sem kjósa núverandi borgarstjórnarflokka eru um leið að sætta sig við verkleysi meirihlutans í borgarstjórn. Biðlistar á leikskóla og svifryksmengun eiga að heyra sögunni til. Ekki er búið að semja við grunnskólakennara og skuldasöfnun borgarsjóðs er mikil í góðæri. Af hverju er ekki búið að taka á þessum málum? Samfylkingin hefur stjórnað borginni óslitið í átta ár. Og borgarstjóri búinn að vera í borgarstjórn í 16 ár. Öll kerfi hafa gott af uppstokkun. Annars staðna þau. Við viljum beita okkur fyrir breytingum í borginni og vera það hreyfiafl sem þarf. Við ætlum að minnka stjórnkerfið sem hefur þanist út á síðustu árum og setja fjármagnið í skólana. Fjölga hagstæðum búsetukostum og minnka álögur á húsbyggjendur. Leysa umferðarhnútana með heildstæðum og raunsæjum lausnum. Opna fyrir Sundabraut og jafna umferðina sem er of þung á morgnana inn í borgina og of þung út úr henni síðdegis. Þetta gerum við með því að opna fyrir uppbyggingu á Keldum fyrir stofnanir, fyrirtæki og byggð. Framtíðarsvæði fyrir spítala. Á síðustu árum hefur umferðin þyngst vegna ákvarðana í skipulagsmálum. Vantað hefur svæði til uppbyggingar og margir hafa leitað í Kópavog. Nú þarf Reykjavík að vera aftur leiðandi afl. Við bjóðum fram krafta okkar til að breyta borginni til hins betra. Með ykkar stuðningi getum við leitt fram þær lausnir sem nauðsynlegar eru. Nýtum kosningaréttinn og kjósum breytingar.Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Kosningar 2018 Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á fjögurra ára fresti geta kjósendur valið hverjir fara með stjórn borgarinnar. Á laugardaginn göngum við til kosninga og valið er einfalt. Annaðhvort óbreytt ástand eða breytingar. Síðustu fjögur árin hefur húsnæðisverð hækkað um 50% og leiguverð heldur áfram að hækka. Ekkert hefur orðið af þeim 3.000 leiguíbúðum sem var lofað enda byggt upp á dýrum þéttingarreitum og borgin innheimtir mjög há byggingargjöld. Fólk eyðir meiri tíma en áður á leiðinni í vinnuna eða heim. Íbúar í austurhluta borgarinnar mega búast við því að heil vinnuvika á ári fari í tafatíma í umferð miðað við fyrir sex árum. Þessu þarf að breyta. Þeir sem kjósa núverandi borgarstjórnarflokka eru um leið að sætta sig við verkleysi meirihlutans í borgarstjórn. Biðlistar á leikskóla og svifryksmengun eiga að heyra sögunni til. Ekki er búið að semja við grunnskólakennara og skuldasöfnun borgarsjóðs er mikil í góðæri. Af hverju er ekki búið að taka á þessum málum? Samfylkingin hefur stjórnað borginni óslitið í átta ár. Og borgarstjóri búinn að vera í borgarstjórn í 16 ár. Öll kerfi hafa gott af uppstokkun. Annars staðna þau. Við viljum beita okkur fyrir breytingum í borginni og vera það hreyfiafl sem þarf. Við ætlum að minnka stjórnkerfið sem hefur þanist út á síðustu árum og setja fjármagnið í skólana. Fjölga hagstæðum búsetukostum og minnka álögur á húsbyggjendur. Leysa umferðarhnútana með heildstæðum og raunsæjum lausnum. Opna fyrir Sundabraut og jafna umferðina sem er of þung á morgnana inn í borgina og of þung út úr henni síðdegis. Þetta gerum við með því að opna fyrir uppbyggingu á Keldum fyrir stofnanir, fyrirtæki og byggð. Framtíðarsvæði fyrir spítala. Á síðustu árum hefur umferðin þyngst vegna ákvarðana í skipulagsmálum. Vantað hefur svæði til uppbyggingar og margir hafa leitað í Kópavog. Nú þarf Reykjavík að vera aftur leiðandi afl. Við bjóðum fram krafta okkar til að breyta borginni til hins betra. Með ykkar stuðningi getum við leitt fram þær lausnir sem nauðsynlegar eru. Nýtum kosningaréttinn og kjósum breytingar.Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar