Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2018 21:15 Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, við nýju flugvélina. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. Rætt var við Hörð og sýndar myndir af lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Þetta er tveggja hreyfla skrúfuþota af gerðinni Dornier 328 og mjög hraðfleyg, flýgur á um 620 kílómetra hraða. Flugvélin var keypt notuð í Þýskalandi og þaðan flugu þýskir flugmenn henni til Íslands en íslenskir flugliðar og flugvirkjar eru nú í þjálfun. Nýja vélin bætist við flota fjögurra minni véla af gerðinni Jetstream.Dornier-skrúfuþotan við komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Eigendur Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir, tóku á móti vélinni við komuna til Reykjavíkur, ásamt fjölda annarra, en 49 ár eru liðin frá því Hörður hóf flugrekstur, fyrst á Ísafirði. Fyrir litla bróður í innanlandsfluginu er þetta stökkbreyting; að fara úr 19 sæta vélum yfir í 32 sæta. „Nú er þetta að stækka. Nú heitir þetta orðið stórar flugvélar. Það þýðir fleiri í áhöfn og nú verðum við að ráða flugfreyjur í fyrsta skipti. Það er nýtt hjá okkur,“ segir Hörður en það þarf að gera fyrir allar vélar með 20 sæti eða fleiri.Eigendur Ernis, þau Hörður og Jónína, ganga um borð.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður býst við að vélin verði komin í áætlunarflug eftir tvær til fjórar vikur en fyrst þurfi að ljúka vandasamri vinnu við skráningu, sem fylgi því að taka nýja vél í notkun. Hún verði notuð á öllum leiðum félagsins, og nefnir Hörður sérstaklega Húsavík, Hornafjörð og Vestmannaeyjar, en jafnframt muni hún sinna leiguflugi. „Við munum grípa þau tækifæri fyrir þessa vél sem bara gefast og bjóðast hverju sinni," segir Hörður. Hér má sjá myndir frá komu vélarinnar: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. Rætt var við Hörð og sýndar myndir af lendingu vélarinnar í fréttum Stöðvar 2. Þetta er tveggja hreyfla skrúfuþota af gerðinni Dornier 328 og mjög hraðfleyg, flýgur á um 620 kílómetra hraða. Flugvélin var keypt notuð í Þýskalandi og þaðan flugu þýskir flugmenn henni til Íslands en íslenskir flugliðar og flugvirkjar eru nú í þjálfun. Nýja vélin bætist við flota fjögurra minni véla af gerðinni Jetstream.Dornier-skrúfuþotan við komuna til Reykjavíkur í gærkvöldi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Eigendur Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir, tóku á móti vélinni við komuna til Reykjavíkur, ásamt fjölda annarra, en 49 ár eru liðin frá því Hörður hóf flugrekstur, fyrst á Ísafirði. Fyrir litla bróður í innanlandsfluginu er þetta stökkbreyting; að fara úr 19 sæta vélum yfir í 32 sæta. „Nú er þetta að stækka. Nú heitir þetta orðið stórar flugvélar. Það þýðir fleiri í áhöfn og nú verðum við að ráða flugfreyjur í fyrsta skipti. Það er nýtt hjá okkur,“ segir Hörður en það þarf að gera fyrir allar vélar með 20 sæti eða fleiri.Eigendur Ernis, þau Hörður og Jónína, ganga um borð.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður býst við að vélin verði komin í áætlunarflug eftir tvær til fjórar vikur en fyrst þurfi að ljúka vandasamri vinnu við skráningu, sem fylgi því að taka nýja vél í notkun. Hún verði notuð á öllum leiðum félagsins, og nefnir Hörður sérstaklega Húsavík, Hornafjörð og Vestmannaeyjar, en jafnframt muni hún sinna leiguflugi. „Við munum grípa þau tækifæri fyrir þessa vél sem bara gefast og bjóðast hverju sinni," segir Hörður. Hér má sjá myndir frá komu vélarinnar:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15
Skoðar fjölgun ferða og 30-sæta flugvélar Farþegum fjölgar innanlands á leiðum Flugfélagsins Ernis til Húsavíkur, Hornafjarðar og Vestmannaeyja. 14. júní 2015 19:53