Ábyrgðarmenn námslána gætu átt kröfu á LÍN eftir nýjan dóm Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. maí 2018 08:00 Lögmaður segir ekki útilokað að LÍN hafi þegar innheimt kröfur sem teljast ólögmætar. Vísir/eyþór Lögmaður segir mögulegt að fjöldi ábyrgðarmanna gæti átt kröfu á Lánasjóð íslenskra námsmanna á grundvelli dóms Hæstaréttar sem féll í síðustu viku. Með dóminum er því slegið föstu að ábyrgðarmenn vegna viðbótarlána beri ekki ábyrgð á fyrri námslánum, heldur einungis þeim hluta sem greiddur er út eftir að ábyrgðarmaðurinn gekk í ábyrgð. „Í þessum tilvikum hefur LÍN litið svo á að allir ábyrgðarmenn beri sameiginlega ábyrgð á lánum námsmannsins, sama á hvaða stigi lánin voru tekin,“ segir Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður og bætir við: „Dómurinn fellst hins vegar ekki á þessa túlkun LÍN og kemst að þeirri niðurstöðu að ábyrgðarmaðurinn beri eingöngu sjálfskuldarábyrgð á því láni sem greitt er út eftir að hann gerist ábyrgðarmaður.“Haukur Örn BirgissonAðspurður segir Haukur ekki útiloka að Lánasjóðurinn hafi þegar innheimt kröfur hjá ábyrgðarmönnum sem teljast ólögmætar samkvæmt þessari niðurstöðu. „Hafi einhverjir ábyrgðarmenn greitt lán að fullu sem þeir gengust í ábyrgð fyrir á síðari stigum, án vitneskju um að þeir beri ekki fulla ábyrgð, þyrftu þeir að láta kanna rétt sinn og hvort þeir eigi kröfu á Lánasjóðinn vegna þessa,“ segir Haukur. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hvort Lánasjóðurinn bregðist með einhverjum hætti við niðurstöðu Hæstaréttar; hvort þeir sem gangast í ábyrgðir héðan í frá verði látnir undirrita sjálfskuldarábyrgðarskjöl með víðtækari ábyrgð og hvort sjóðurinn muni jafnvel setja sig í samband við ábyrgðarmenn til að óska eftir afturvirkum breytingum á sjálfskuldarábyrgðum þeirra. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir ekki standa til að bregðast við með ofangreindum hætti. Ábyrgðarmannakerfið hafi að mestu verið lagt af, og stofnunin óski ekki eftir ábyrgðarmanni nema í þeim tilvikum þegar námsmaður er á vanskilaskrá. Hún segir innheimtu hjá sjóðnum munu fara eftir niðurstöðu dómsins en af honum megi draga tvær reglur um ábyrgðarmenn. „Þarna kveður Hæstiréttur alveg skýrt á um að það að ef fyrri ábyrgðarmaður uppfyllir ekki lengur skilyrði sjóðsins sem ábyrgðarmaður, til dæmis vegna reglna um ríkisfang, búsetu eða greiðslugetu og það er kominn nýr ábyrgðarmaður í staðinn að kröfu sjóðsins, þá tekur hann við allri ábyrgð lánsins. En þegar um er að ræða nýja ábyrgð á nýjum lánum, þá ber nýr ábyrgðarmaður eingöngu ábyrgð á þeim,“ segir Hrafnhildur og kveður innheimtuna fara eftir þessu en ljóst sé að skoða þurfi í hverju tilviki fyrir sig hver tilurð nýs ábyrgðarmanns hafi verið. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Lögmaður segir mögulegt að fjöldi ábyrgðarmanna gæti átt kröfu á Lánasjóð íslenskra námsmanna á grundvelli dóms Hæstaréttar sem féll í síðustu viku. Með dóminum er því slegið föstu að ábyrgðarmenn vegna viðbótarlána beri ekki ábyrgð á fyrri námslánum, heldur einungis þeim hluta sem greiddur er út eftir að ábyrgðarmaðurinn gekk í ábyrgð. „Í þessum tilvikum hefur LÍN litið svo á að allir ábyrgðarmenn beri sameiginlega ábyrgð á lánum námsmannsins, sama á hvaða stigi lánin voru tekin,“ segir Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður og bætir við: „Dómurinn fellst hins vegar ekki á þessa túlkun LÍN og kemst að þeirri niðurstöðu að ábyrgðarmaðurinn beri eingöngu sjálfskuldarábyrgð á því láni sem greitt er út eftir að hann gerist ábyrgðarmaður.“Haukur Örn BirgissonAðspurður segir Haukur ekki útiloka að Lánasjóðurinn hafi þegar innheimt kröfur hjá ábyrgðarmönnum sem teljast ólögmætar samkvæmt þessari niðurstöðu. „Hafi einhverjir ábyrgðarmenn greitt lán að fullu sem þeir gengust í ábyrgð fyrir á síðari stigum, án vitneskju um að þeir beri ekki fulla ábyrgð, þyrftu þeir að láta kanna rétt sinn og hvort þeir eigi kröfu á Lánasjóðinn vegna þessa,“ segir Haukur. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hvort Lánasjóðurinn bregðist með einhverjum hætti við niðurstöðu Hæstaréttar; hvort þeir sem gangast í ábyrgðir héðan í frá verði látnir undirrita sjálfskuldarábyrgðarskjöl með víðtækari ábyrgð og hvort sjóðurinn muni jafnvel setja sig í samband við ábyrgðarmenn til að óska eftir afturvirkum breytingum á sjálfskuldarábyrgðum þeirra. Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir ekki standa til að bregðast við með ofangreindum hætti. Ábyrgðarmannakerfið hafi að mestu verið lagt af, og stofnunin óski ekki eftir ábyrgðarmanni nema í þeim tilvikum þegar námsmaður er á vanskilaskrá. Hún segir innheimtu hjá sjóðnum munu fara eftir niðurstöðu dómsins en af honum megi draga tvær reglur um ábyrgðarmenn. „Þarna kveður Hæstiréttur alveg skýrt á um að það að ef fyrri ábyrgðarmaður uppfyllir ekki lengur skilyrði sjóðsins sem ábyrgðarmaður, til dæmis vegna reglna um ríkisfang, búsetu eða greiðslugetu og það er kominn nýr ábyrgðarmaður í staðinn að kröfu sjóðsins, þá tekur hann við allri ábyrgð lánsins. En þegar um er að ræða nýja ábyrgð á nýjum lánum, þá ber nýr ábyrgðarmaður eingöngu ábyrgð á þeim,“ segir Hrafnhildur og kveður innheimtuna fara eftir þessu en ljóst sé að skoða þurfi í hverju tilviki fyrir sig hver tilurð nýs ábyrgðarmanns hafi verið.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira