Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar, myndi ekki ná sæti í bæjarstjórn Árborgar ef marka má niðurstöðu Gallup-könnunar um fylgi flokkanna þar í bæ. Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta í bæjarstjórn með fimm menn en samkvæmt könnunni fengi flokkurinn fjóra menn í bæjarstjórn. Ásta Stefánsdóttir skipar fimmta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg en kosið verður í sveitarstjórnarkosningum á laugardag.
Greint er frá niðurstöðu könnunarinnar á vef Dagskrárinnar en samkvæmt henni fengi Sjálfstæðisflokkurinn fjóra menn í bæjarstjórn, Samfylkingin tvo. Framsókn og óháðir, Miðflokkurinn og Áfram Árborg fengju einn mann inn.
Sveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps eftir almennar kosningar meðal íbúa byggðarlaganna í febrúar 1998. Sameiningin tók formlega gildi í júní sama ár.
Meirihlutinn fallinn í Árborg og framkvæmdastjóri sveitarfélagsins úti samkvæmt nýrri könnun
Birgir Olgeirsson skrifar
