Faðir árásarmannsins: „Drengurinn átti ekki skotvopn, ég átti skotvopn“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2018 16:43 Antionio Pagourtzis telur líklegt að sonur sinn hafi verið lagður í einelti. Vísir/AFP „Sonur minn, fyrir mér, er ekki glæpamaður heldur fórnarlamb,“ segir Antonio Pagourtzis, faðir árásarmannsins unga, sem myrti tíu í framhaldsskóla í Texas á föstudag. Hinn sautján ára gamli Dimitrios Pagourtzis komst yfir haglabyssu og skammbyssu föður síns sem voru notaðar til verknaðarins. Antonio keypti skotvopnin með lögmætum hætti. Átta nemendur létust, tveir kennarar og þá særðust þrettán aðrir.Telur að Dimitrios hafi verið lagður í eineltiAntionio Pagourtzis telur líklegt að sonur sinn hafi verið lagður í einelti og því undir miklu álagi. Hann hafi kiknað undan byrðunum á föstudaginn. Þetta hefur fréttastofa AP eftir Antionio sem var í símaviðtali hjá Antenna TV. „Eitthvað hlýtur að hafa gerst í vikunni. Sennilega hefur einhver sært hann. Hann er svo áreiðanlegur drengur að ég veit ekki hvað gæti eiginlega hafa komið fyrir hann. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég get aðeins sagt það sem mig, sem faðir, grunar að hafi gerst.“Rannsakar hvort kennarar hafi lagt Dimitrios í eineltiVerjandi hins grunaða, Nicholas Poehl, segist vera að rannsaka hvort Pagourtzis hafi orðið fyrir einelti af hálfu kennara í skólanum eftir að skýrslur gáfu til kynna að fótboltaþjálfarar hefðu komið illa fram við hann. Skólayfirvöld segjast hafa gert athugun á ásökunum og komist að þeirri niðurstöðu að þær væru ekki á rökum reistar. Antonio segir son sinn ekki hafa sýnt af sér neina hegðun sem gæfi til kynna að hann væri fær um að beita slíku ofbeldi. Hann hefði aldrei fyrr beitt ofbeldi, hefði ánægju af hreyfingu og hefði aldrei drukkið áfengi.Þyrmdi sumum til að þau gætu sagt sögu hansDimitrios er í haldi lögreglu en foreldrar hans fengu að hitta hann í tuttugu mínútur. „Ég sá barn. Ég sá ekki barn sem er líka morðingi; heldur ekta barn, barn sem gat ekki horft framan í mig af skömm.“ Segir Antonio. Dimitrios hafi hugsað til systra sinna og sagst elska foreldra sína. Hann hafi greint föður sínum frá því að hann var einn um verknaðinn og að hann hafi þyrmt lífi „góðu krakkanna svo þeir gætu sagt sögu hans“. Tengdar fréttir Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52 Þyrmdi lífi þeirra sem hann kunni vel við Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum. 19. maí 2018 09:39 Árásarmaðurinn í Santa Fe leiddur fyrir dómara Öryggisverðir í skólanum yfirbuguðu Paqurtzis skömmu eftir að hann hóf árásina. 19. maí 2018 20:00 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
„Sonur minn, fyrir mér, er ekki glæpamaður heldur fórnarlamb,“ segir Antonio Pagourtzis, faðir árásarmannsins unga, sem myrti tíu í framhaldsskóla í Texas á föstudag. Hinn sautján ára gamli Dimitrios Pagourtzis komst yfir haglabyssu og skammbyssu föður síns sem voru notaðar til verknaðarins. Antonio keypti skotvopnin með lögmætum hætti. Átta nemendur létust, tveir kennarar og þá særðust þrettán aðrir.Telur að Dimitrios hafi verið lagður í eineltiAntionio Pagourtzis telur líklegt að sonur sinn hafi verið lagður í einelti og því undir miklu álagi. Hann hafi kiknað undan byrðunum á föstudaginn. Þetta hefur fréttastofa AP eftir Antionio sem var í símaviðtali hjá Antenna TV. „Eitthvað hlýtur að hafa gerst í vikunni. Sennilega hefur einhver sært hann. Hann er svo áreiðanlegur drengur að ég veit ekki hvað gæti eiginlega hafa komið fyrir hann. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég get aðeins sagt það sem mig, sem faðir, grunar að hafi gerst.“Rannsakar hvort kennarar hafi lagt Dimitrios í eineltiVerjandi hins grunaða, Nicholas Poehl, segist vera að rannsaka hvort Pagourtzis hafi orðið fyrir einelti af hálfu kennara í skólanum eftir að skýrslur gáfu til kynna að fótboltaþjálfarar hefðu komið illa fram við hann. Skólayfirvöld segjast hafa gert athugun á ásökunum og komist að þeirri niðurstöðu að þær væru ekki á rökum reistar. Antonio segir son sinn ekki hafa sýnt af sér neina hegðun sem gæfi til kynna að hann væri fær um að beita slíku ofbeldi. Hann hefði aldrei fyrr beitt ofbeldi, hefði ánægju af hreyfingu og hefði aldrei drukkið áfengi.Þyrmdi sumum til að þau gætu sagt sögu hansDimitrios er í haldi lögreglu en foreldrar hans fengu að hitta hann í tuttugu mínútur. „Ég sá barn. Ég sá ekki barn sem er líka morðingi; heldur ekta barn, barn sem gat ekki horft framan í mig af skömm.“ Segir Antonio. Dimitrios hafi hugsað til systra sinna og sagst elska foreldra sína. Hann hafi greint föður sínum frá því að hann var einn um verknaðinn og að hann hafi þyrmt lífi „góðu krakkanna svo þeir gætu sagt sögu hans“.
Tengdar fréttir Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52 Þyrmdi lífi þeirra sem hann kunni vel við Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum. 19. maí 2018 09:39 Árásarmaðurinn í Santa Fe leiddur fyrir dómara Öryggisverðir í skólanum yfirbuguðu Paqurtzis skömmu eftir að hann hóf árásina. 19. maí 2018 20:00 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Áhugasamur um Trump og byssueign Pagourtzis var ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en þær fáu stöðuuppfærslur og myndir sem hann birti á síðustu mánuðum hefðu átt að hringja viðvörunarbjöllum 18. maí 2018 23:52
Þyrmdi lífi þeirra sem hann kunni vel við Dimitrios Pagourtzis var samvinnuþýður við yfirheyrslu lögreglu í gær en hann var handtekinn eftir að hann framdi ódæðisverkið í Santa Fe-framhaldsskólanum. 19. maí 2018 09:39
Árásarmaðurinn í Santa Fe leiddur fyrir dómara Öryggisverðir í skólanum yfirbuguðu Paqurtzis skömmu eftir að hann hóf árásina. 19. maí 2018 20:00