Uppbygging miðbæjar í Garðabæ; blómlegur miðbær – sterkt mannlíf Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 22. maí 2018 14:37 Aðlaðandi miðbær með þjónustu og verslun er mikilvægur hluti af bæjarbrag. Garðabær er þétt fjölskyldusamfélag þar sem bæjarbúar heilsast, spyrja frétta og láta sér annt hver um annan. Þetta er bæjarmenning sem við viljum standa vörð um og verður sífellt dýrmætari í hraða samfélagsins. Öflugur miðbær styður við sterkt mannlíf. Áfram uppbygging á Garðatorgi Mikil uppbygging hefur verið á Garðatorgi sem er sífellt að verða öflugra með bílakjallara, glæsilegum verslunum, margs konar þjónustu og fyrsta flokks veitingastöðum. Sterkur miðbær eykur möguleikana fyrir íbúa, það er stutt að skreppa eftir gjafavöru, hitta vini í hádeginu eða koma á fund yfir góðum kaffibolla. Frágangi við byggingaframkvæmdir Garðatorgs 6 er að ljúka þar sem nú eru komnar verslanir og nýr veitingastaður. Frekari uppbygging og fegrun á torginu er brýnt verkefni sem er fyrirhugað á þessu ári og þeim næstu. Ákveðið hefur verið að setja fjármunir í að bæta aðstöðuna á torginu svo sem göngugötuna, innitorg og merkingar. Landsleikur sýndur á torginu Fyrirhugað er að sýna fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramóti karla í fótbolta á breiðtjaldi á Garðatorgi þann 16. júní þegar Ísland mætir Argentínu. Þannig er torgið vettvangur fyrir ýmsa atburði og bæjarhátíðir þar sem bæjarbúar hittast og eiga góðar stundir saman. Miðbær til framtíðar Mikilvægt er að horfa til framtíðar við mótun miðbæjar og ljóst er að ákveðnar breytingar eru fram undan um leið og öðrum framkvæmdum lýkur. Þar má nefna að Arion banki er á förum af torginu og æskilegt er að í það húsnæði komi líflegur rekstur sem dregur að sér mannlíf. Tiltekt og þrif hafa staðið yfir á vordögum í bílakjallara. Snyrting og málningarvinna á bílaplani og torgi er hluti af vorverkunum auk þess sem bekkjum verður fjölgað og gróður settur á torgið. Höldum áfram að byggja upp öflugan miðbæ í samvinnu við rekstraraðila á torginu, miðbæ sem eykur lífsgæði og samheldni íbúa og er bænum til sóma. Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skoðun Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Aðlaðandi miðbær með þjónustu og verslun er mikilvægur hluti af bæjarbrag. Garðabær er þétt fjölskyldusamfélag þar sem bæjarbúar heilsast, spyrja frétta og láta sér annt hver um annan. Þetta er bæjarmenning sem við viljum standa vörð um og verður sífellt dýrmætari í hraða samfélagsins. Öflugur miðbær styður við sterkt mannlíf. Áfram uppbygging á Garðatorgi Mikil uppbygging hefur verið á Garðatorgi sem er sífellt að verða öflugra með bílakjallara, glæsilegum verslunum, margs konar þjónustu og fyrsta flokks veitingastöðum. Sterkur miðbær eykur möguleikana fyrir íbúa, það er stutt að skreppa eftir gjafavöru, hitta vini í hádeginu eða koma á fund yfir góðum kaffibolla. Frágangi við byggingaframkvæmdir Garðatorgs 6 er að ljúka þar sem nú eru komnar verslanir og nýr veitingastaður. Frekari uppbygging og fegrun á torginu er brýnt verkefni sem er fyrirhugað á þessu ári og þeim næstu. Ákveðið hefur verið að setja fjármunir í að bæta aðstöðuna á torginu svo sem göngugötuna, innitorg og merkingar. Landsleikur sýndur á torginu Fyrirhugað er að sýna fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramóti karla í fótbolta á breiðtjaldi á Garðatorgi þann 16. júní þegar Ísland mætir Argentínu. Þannig er torgið vettvangur fyrir ýmsa atburði og bæjarhátíðir þar sem bæjarbúar hittast og eiga góðar stundir saman. Miðbær til framtíðar Mikilvægt er að horfa til framtíðar við mótun miðbæjar og ljóst er að ákveðnar breytingar eru fram undan um leið og öðrum framkvæmdum lýkur. Þar má nefna að Arion banki er á förum af torginu og æskilegt er að í það húsnæði komi líflegur rekstur sem dregur að sér mannlíf. Tiltekt og þrif hafa staðið yfir á vordögum í bílakjallara. Snyrting og málningarvinna á bílaplani og torgi er hluti af vorverkunum auk þess sem bekkjum verður fjölgað og gróður settur á torgið. Höldum áfram að byggja upp öflugan miðbæ í samvinnu við rekstraraðila á torginu, miðbæ sem eykur lífsgæði og samheldni íbúa og er bænum til sóma. Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun