Hvað má og hvað má ekki gera á kjörstað Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. maí 2018 09:00 Vísir/Vilhelm Íslendingar ganga til sveitarstjórnarkosninga næstkomandi laugardag og þá er tilvalið að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera á kjörstað. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Atkvæði er greitt með því að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem viðkomandi vill kjósa. Ef kjósandi er á einhvern hátt ósáttur við uppröðun á þeim lista sem hann hefur kosið er hægt að breyta uppröðun á þeim lista með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Kjósendur mega nánast strika yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir en þó þarf minnst eitt nafn þarf að standa eftir, annars er atkvæðið ógilt. Mikilvægt er þó að hafa í huga að kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Bannað að birta á Snapchat, Twitter, Facebook Instagram... Ef einhver annar sér hvað er á kjörseðlinum áður en hann er settur í kassann er seðillinn ónýtur. Þá á kjósandi rétt á því að fá nýjan seðil og fara aftur inn í kjörklefa. Það sama gildir ef kjósandi gerir mistök við ritun á kjörseðilinn. Þá þarf að skila kjörstjórn fyrri seðlinum. Þetta þýðir jafnframt að það er bannað að taka mynd af kjörseðli þegar búið er að merkja við og birta hann á hverskyns samfélagsmiðlum.Það má kjósa aftur Ef kosið er utan kjörfundar og kjósandi vill einhverra hluta vegna breyta atkvæði sínu er hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og utankjörfundaratkvæðið er ekki tekið með í talningu. Kjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Allur áróður á kjörstað er með öllu bannaður. Það má hvetja folk til að kjósa en ekki hafa áhrif á hvað viðkomandi kýs. Þá er einnig bannað að bjóða fólki fríðindi eða peninga til að hafa áhrif hvort að einstaklingur kjósi eða hvað hann kýs.Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutað Sem fyrr segir er gengið til kosninga næstkomandi laugardag, 26. maí. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Dómsmálaráðuneytisins. Kosningar 2018 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Íslendingar ganga til sveitarstjórnarkosninga næstkomandi laugardag og þá er tilvalið að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera á kjörstað. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Atkvæði er greitt með því að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem viðkomandi vill kjósa. Ef kjósandi er á einhvern hátt ósáttur við uppröðun á þeim lista sem hann hefur kosið er hægt að breyta uppröðun á þeim lista með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Kjósendur mega nánast strika yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir en þó þarf minnst eitt nafn þarf að standa eftir, annars er atkvæðið ógilt. Mikilvægt er þó að hafa í huga að kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Bannað að birta á Snapchat, Twitter, Facebook Instagram... Ef einhver annar sér hvað er á kjörseðlinum áður en hann er settur í kassann er seðillinn ónýtur. Þá á kjósandi rétt á því að fá nýjan seðil og fara aftur inn í kjörklefa. Það sama gildir ef kjósandi gerir mistök við ritun á kjörseðilinn. Þá þarf að skila kjörstjórn fyrri seðlinum. Þetta þýðir jafnframt að það er bannað að taka mynd af kjörseðli þegar búið er að merkja við og birta hann á hverskyns samfélagsmiðlum.Það má kjósa aftur Ef kosið er utan kjörfundar og kjósandi vill einhverra hluta vegna breyta atkvæði sínu er hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og utankjörfundaratkvæðið er ekki tekið með í talningu. Kjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Allur áróður á kjörstað er með öllu bannaður. Það má hvetja folk til að kjósa en ekki hafa áhrif á hvað viðkomandi kýs. Þá er einnig bannað að bjóða fólki fríðindi eða peninga til að hafa áhrif hvort að einstaklingur kjósi eða hvað hann kýs.Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutað Sem fyrr segir er gengið til kosninga næstkomandi laugardag, 26. maí. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Dómsmálaráðuneytisins.
Kosningar 2018 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira