Húsfélagið lét fjarlægja mynd af borgarstjóra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. maí 2018 07:00 Gamall þjálfari Dags er eigandi hússins við Miklubraut. Vísir/ernir Auglýsingar Samfylkingarinnar í gluggum húss á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar voru fjarlægðar eftir að kvörtun vegna þeirra barst frá íbúa í húsinu. Ósamþykktar stúdíóíbúðir eru í rýminu þar sem auglýsingarnar voru á gluggum. Í húsnæðinu var áður blómabúð en sú hvarf þaðan fyrir nokkrum árum. Auglýsing frá Samfylkingunni var sett á gluggana fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og var það gert að nýju fyrir kosningarnar nú. Andlit borgarstjórans Dags B. Eggertssonar prýddi auglýsingarnar auk slagorðsins að Miklabraut yrði sett í stokk. Auglýsingarnar voru teknar niður um helgina. „Fyrir fjórum árum bauð ég Samfylkingunni að setja þarna upp auglýsingar og voru þær þarna í tvær vikur og síðan teknar niður. Eftir það hékk þarna auglýsing frá Tryggingamiðstöðinni þar til kvörtun barst frá eiganda í húsinu sem vildi ekki hafa hana. Þá var hún tekin niður,“ segir Jón Magngeirsson, eigandi húsnæðisins. Jón segir að auglýsingin hafi fengið að hanga óáreitt fyrir síðustu kosningar og því hafi hann gert ráð fyrir að svo yrði aftur nú. Athugasemd hafi hins vegar borist frá nágranna og var auglýsingin því tekin niður til að forðast læti.Ragna Sigurðardóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík.„Þarna á bakvið eru stúdíóíbúðir. Þær fást auðvitað ekki samþykktar og ég borga því af þessu eins og um fyrirtæki sé að ræða,“ segir Jón. Aðspurður hvort leigjendur íbúðanna hafi verið samþykkir auglýsingunni segir Jón að þeim hafi verið alveg sama um það. Íbúar voru ekki heimavið þegar Fréttablaðið bar að garði til að leita viðbragða hjá þeim. Fréttablaðið reyndi að ná tali af Degi B. Eggertssyni vegna málsins en ekki náðist í hann. Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið og vísaði á Rögnu Sigurðardóttur, kosningastjóra Samfylkingarinnar. „Eigandi hússins bauð okkur þetta auglýsingapláss án endurgjalds. Hann var fyrsti fótboltaþjálfari Dags og gamall stuðningsmaður úr Árbænum. Plássið fékkst án endurgjalds fyrir fjórum árum og aftur nú. Þetta er hans leið til að styrkja framboðið,“ segir Ragna. Að sögn Rögnu voru auglýsingarnar teknar niður eftir að framboðið fékk fregnir af því að deilur stæðu um auglýsingarnar innan húsfélagsins. „Það er ekki okkar hlutverk að kynda undir deilum í húsfélaginu,“ segir Ragna. Aðspurð um hvort Samfylkingin hafi kannað hug íbúa stúdíóíbúðanna áður en auglýsingunum var komið fyrir segir hún að þau hafi verið í góðri trú og ekki vitað að þar byggi fólk.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Auglýsingar Samfylkingarinnar í gluggum húss á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar voru fjarlægðar eftir að kvörtun vegna þeirra barst frá íbúa í húsinu. Ósamþykktar stúdíóíbúðir eru í rýminu þar sem auglýsingarnar voru á gluggum. Í húsnæðinu var áður blómabúð en sú hvarf þaðan fyrir nokkrum árum. Auglýsing frá Samfylkingunni var sett á gluggana fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og var það gert að nýju fyrir kosningarnar nú. Andlit borgarstjórans Dags B. Eggertssonar prýddi auglýsingarnar auk slagorðsins að Miklabraut yrði sett í stokk. Auglýsingarnar voru teknar niður um helgina. „Fyrir fjórum árum bauð ég Samfylkingunni að setja þarna upp auglýsingar og voru þær þarna í tvær vikur og síðan teknar niður. Eftir það hékk þarna auglýsing frá Tryggingamiðstöðinni þar til kvörtun barst frá eiganda í húsinu sem vildi ekki hafa hana. Þá var hún tekin niður,“ segir Jón Magngeirsson, eigandi húsnæðisins. Jón segir að auglýsingin hafi fengið að hanga óáreitt fyrir síðustu kosningar og því hafi hann gert ráð fyrir að svo yrði aftur nú. Athugasemd hafi hins vegar borist frá nágranna og var auglýsingin því tekin niður til að forðast læti.Ragna Sigurðardóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík.„Þarna á bakvið eru stúdíóíbúðir. Þær fást auðvitað ekki samþykktar og ég borga því af þessu eins og um fyrirtæki sé að ræða,“ segir Jón. Aðspurður hvort leigjendur íbúðanna hafi verið samþykkir auglýsingunni segir Jón að þeim hafi verið alveg sama um það. Íbúar voru ekki heimavið þegar Fréttablaðið bar að garði til að leita viðbragða hjá þeim. Fréttablaðið reyndi að ná tali af Degi B. Eggertssyni vegna málsins en ekki náðist í hann. Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið og vísaði á Rögnu Sigurðardóttur, kosningastjóra Samfylkingarinnar. „Eigandi hússins bauð okkur þetta auglýsingapláss án endurgjalds. Hann var fyrsti fótboltaþjálfari Dags og gamall stuðningsmaður úr Árbænum. Plássið fékkst án endurgjalds fyrir fjórum árum og aftur nú. Þetta er hans leið til að styrkja framboðið,“ segir Ragna. Að sögn Rögnu voru auglýsingarnar teknar niður eftir að framboðið fékk fregnir af því að deilur stæðu um auglýsingarnar innan húsfélagsins. „Það er ekki okkar hlutverk að kynda undir deilum í húsfélaginu,“ segir Ragna. Aðspurð um hvort Samfylkingin hafi kannað hug íbúa stúdíóíbúðanna áður en auglýsingunum var komið fyrir segir hún að þau hafi verið í góðri trú og ekki vitað að þar byggi fólk.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira