Talsverð aukning á sýklalyfjaónæmi Grétar Þór Sigurðsson skrifar 22. maí 2018 05:00 Vel er fylgst með sýklalyfjaónæmi en vandamál geta skapast á spítölum ef slíkt ónæmi nær að breiðast út að sögn Haraldar Briem. Vísir/Getty Talsverð aukning var í greiningum á bakteríum sem valda sýklalyfjaónæmi á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri farsóttarskýrslu sem gefin er út af Embætti landlæknis. Í skýrslunni segir enn fremur að erlendis sé slíkt ónæmi vaxandi vandamál. Haraldur Briem, starfandi sóttvarnalæknir, segir aukninguna ákveðið áhyggjuefni. „Þetta getur valdið því að færri meðferðarúrræði verði í boði,“ segir Haraldur um hvaða afleiðingar slíkt ónæmi getur haft. „Þetta eru sýklar sem hafa þá eiginleika að geta myndað efni sem skemma ákveðin sýklalyf,“ segir hann enn fremur um bakteríurnar. Helstu ástæðuna fyrir aukningunni telur Haraldur vera ofnotkun á sýklalyfjum, hún ýti undir að bakteríurnar taki upp á því að búa sér til varnir. „Það er mikilvægt að sýklalyf séu rétt notuð og ekki notuð of mikið,“ bætir hann við. „Svo er kannski stóra málið þessi aukning á kynsjúkdómum, lekanda og sárasótt,“ bendir hann á. Í skýrslunni kemur fram að á síðasta ári hafi 100 greinst með lekanda og hefur þeim fjölgað umtalsvert á síðustu tveimur árum. Alls greindust 39 einstaklingar með sárasótt á síðasta ári. Í skýrslunni segir að sárasótt skeri sig úr hvað varðar fjölgun tilfella í fyrra og er fjöldinn langt umfram það sem greinst hefur undanfarin ár. Haraldur segir einnig að sér hafi fundist fjöldi matarsýkinga á síðasta ári óvenjulegur. Að þessum sýkingum er vikið í inngangi skýrslunnar en þar er sagt að árið 2017 hafi einkennst af fæðubornum hópsýkingum, meðal annars af völdum nóróveira, salmonellu og listeríu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Talsverð aukning var í greiningum á bakteríum sem valda sýklalyfjaónæmi á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri farsóttarskýrslu sem gefin er út af Embætti landlæknis. Í skýrslunni segir enn fremur að erlendis sé slíkt ónæmi vaxandi vandamál. Haraldur Briem, starfandi sóttvarnalæknir, segir aukninguna ákveðið áhyggjuefni. „Þetta getur valdið því að færri meðferðarúrræði verði í boði,“ segir Haraldur um hvaða afleiðingar slíkt ónæmi getur haft. „Þetta eru sýklar sem hafa þá eiginleika að geta myndað efni sem skemma ákveðin sýklalyf,“ segir hann enn fremur um bakteríurnar. Helstu ástæðuna fyrir aukningunni telur Haraldur vera ofnotkun á sýklalyfjum, hún ýti undir að bakteríurnar taki upp á því að búa sér til varnir. „Það er mikilvægt að sýklalyf séu rétt notuð og ekki notuð of mikið,“ bætir hann við. „Svo er kannski stóra málið þessi aukning á kynsjúkdómum, lekanda og sárasótt,“ bendir hann á. Í skýrslunni kemur fram að á síðasta ári hafi 100 greinst með lekanda og hefur þeim fjölgað umtalsvert á síðustu tveimur árum. Alls greindust 39 einstaklingar með sárasótt á síðasta ári. Í skýrslunni segir að sárasótt skeri sig úr hvað varðar fjölgun tilfella í fyrra og er fjöldinn langt umfram það sem greinst hefur undanfarin ár. Haraldur segir einnig að sér hafi fundist fjöldi matarsýkinga á síðasta ári óvenjulegur. Að þessum sýkingum er vikið í inngangi skýrslunnar en þar er sagt að árið 2017 hafi einkennst af fæðubornum hópsýkingum, meðal annars af völdum nóróveira, salmonellu og listeríu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira