Vilja bætta stjórnsýslu og aukna valddreifingu á Seltjarnarnesi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. maí 2018 23:12 Viðreisn/Neslistinn, sem býður fram lista til bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur gefið út stefnuskrá sína fyrir komandi kjörtímabil. Vísir/Stefán Viðreisn/Neslistinn, sem býður fram lista til bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur gefið út stefnuskrá sína fyrir komandi kjörtímabil. „Það sem ber hæst í stefnuskránni eru áherslur listans um bætta stjórnsýslu og aukna valddreifingu á Seltjarnarnesi, þar sem sami flokkur hefur verið í hreinum meirihluta frá 1950, eða í 68 ár. Málefni skóla eru fyrirferðarmikil í stefnuskránni. Þannig vill framboðið hækka laun kennara, byggja leikskóla fyrir 300 börn og setja aukinn metnað í þróun skólastarfs, með það að markmiði að Grunnskóli Seltjarnarness taki faglega forystu á landsvísu,“ segir í fréttatilkynningu frá Karli Pétri Jónssyni, sem leiðir listann. „Framboðið leggur ríka áherslu á málefni eldri borgara. Leggur framboðið til að Öldungaráð Seltjarnarnesbæjar fái fulltrúa í öllum nefndum og ráðum bæjarins, á sama hátt og Ungmennaráð. Framboðið vill að auka fagmennsku í þjónustu við eldri borgara og færa félagsstarf þeirra í takt við nýja tíma.Karl Pétur JónssonMynd/AðsendHvað skipulagsmál varðar, vill framboðið vanda sérstaklega til hönnunar nýs hverfis á svokölluðum Bygggarðareit. Þar verði færustu arkítektum falið að hanna byggð sem er í samræmi við hina miklu náttúrufegurð sem svæðið er þekkt fyrir. Framboðið vill þróa áfram hugmyndir um uppbyggingu miðbæjar Seltjarnarness og finna nýjum leikskóla góðan stað.“ Framboðið vil þar að auki fara í stórátak til að bæta ástand innviða bæjarins, skóla, leikskóla og önnur mannvirki, sem mörg hver liggja undir skemmdum vegna lélegs viðhalds. „Síðast en ekki síst vill Viðreisn/Neslistinn að fjármál bæjarins verði tekin mun fastari tökum, en bæjarfélagið var rekið með um 100 milljón króna halla á síðasta ári, á sama tíma og fjárfestingarhlutfall bæjarins er lágt í samanburði við önnur sveitarfélög.“ Listi Viðreisnar/Neslista er skipaður eftirfarandi fólki:1. Karl Pétur Jónsson - Viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi2. Hildigunnur Gunnarsdóttir - Menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi3. Björn Gunnlaugsson - Kennari og verkefnastjóri4. Rán Ólafsdóttir - Háskólanemi og starfsmaður RSK5. Oddur Jónas Jónasson - Forstöðumaður þýðinga hjá Stöð 26. Margrét H. Gústavsdóttir - Fjölmiðlakona7. Ragnar Jónsson - Rannsóknarlögreglumaður8. Ragnhildur Ingólfsdóttir - Arkítekt9. Garðar Gíslason - Viðskiptafræðingur10. Dagbjört H. Kristinsdóttir - Hjúkrunarfræðingur11. Benedikt Bragi Sigurðsson - Sálfræðingur12. Halldór Jóhannesdóttir Sanko - Sérkennari13. Páll Árni Jónsson - Framkvæmdastjóri14. Árni Einarsson - Bæjarfulltrúi Kosningar 2018 Seltjarnarnes Tengdar fréttir Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. 27. apríl 2018 00:13 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Viðreisn/Neslistinn, sem býður fram lista til bæjarstjórnar Seltjarnarness hefur gefið út stefnuskrá sína fyrir komandi kjörtímabil. „Það sem ber hæst í stefnuskránni eru áherslur listans um bætta stjórnsýslu og aukna valddreifingu á Seltjarnarnesi, þar sem sami flokkur hefur verið í hreinum meirihluta frá 1950, eða í 68 ár. Málefni skóla eru fyrirferðarmikil í stefnuskránni. Þannig vill framboðið hækka laun kennara, byggja leikskóla fyrir 300 börn og setja aukinn metnað í þróun skólastarfs, með það að markmiði að Grunnskóli Seltjarnarness taki faglega forystu á landsvísu,“ segir í fréttatilkynningu frá Karli Pétri Jónssyni, sem leiðir listann. „Framboðið leggur ríka áherslu á málefni eldri borgara. Leggur framboðið til að Öldungaráð Seltjarnarnesbæjar fái fulltrúa í öllum nefndum og ráðum bæjarins, á sama hátt og Ungmennaráð. Framboðið vill að auka fagmennsku í þjónustu við eldri borgara og færa félagsstarf þeirra í takt við nýja tíma.Karl Pétur JónssonMynd/AðsendHvað skipulagsmál varðar, vill framboðið vanda sérstaklega til hönnunar nýs hverfis á svokölluðum Bygggarðareit. Þar verði færustu arkítektum falið að hanna byggð sem er í samræmi við hina miklu náttúrufegurð sem svæðið er þekkt fyrir. Framboðið vill þróa áfram hugmyndir um uppbyggingu miðbæjar Seltjarnarness og finna nýjum leikskóla góðan stað.“ Framboðið vil þar að auki fara í stórátak til að bæta ástand innviða bæjarins, skóla, leikskóla og önnur mannvirki, sem mörg hver liggja undir skemmdum vegna lélegs viðhalds. „Síðast en ekki síst vill Viðreisn/Neslistinn að fjármál bæjarins verði tekin mun fastari tökum, en bæjarfélagið var rekið með um 100 milljón króna halla á síðasta ári, á sama tíma og fjárfestingarhlutfall bæjarins er lágt í samanburði við önnur sveitarfélög.“ Listi Viðreisnar/Neslista er skipaður eftirfarandi fólki:1. Karl Pétur Jónsson - Viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi2. Hildigunnur Gunnarsdóttir - Menntunarfræðingur og varabæjarfulltrúi3. Björn Gunnlaugsson - Kennari og verkefnastjóri4. Rán Ólafsdóttir - Háskólanemi og starfsmaður RSK5. Oddur Jónas Jónasson - Forstöðumaður þýðinga hjá Stöð 26. Margrét H. Gústavsdóttir - Fjölmiðlakona7. Ragnar Jónsson - Rannsóknarlögreglumaður8. Ragnhildur Ingólfsdóttir - Arkítekt9. Garðar Gíslason - Viðskiptafræðingur10. Dagbjört H. Kristinsdóttir - Hjúkrunarfræðingur11. Benedikt Bragi Sigurðsson - Sálfræðingur12. Halldór Jóhannesdóttir Sanko - Sérkennari13. Páll Árni Jónsson - Framkvæmdastjóri14. Árni Einarsson - Bæjarfulltrúi
Kosningar 2018 Seltjarnarnes Tengdar fréttir Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. 27. apríl 2018 00:13 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. 27. apríl 2018 00:13