Gina Haspel, forstjóri CIA, ætlar að senda fleiri njósnara á vettvang Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2018 21:03 Gina Haspel er nýr forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar. Nýjar áherslur fylgja nýjum forstjóra. Vísir/AFP Gina Haspel tók í dag formlega við starfi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar í höfuðstöðvum CIA í Langley, norður Virginíu. Hún tilkynnti starfsfólki sínu um væntanlegar áherslubreytingar hjá leyniþjónustunni sem yrðu undir sinni forystu. Hún tekur við starfi Mike Pompeo, fyrrverandi forstjóra CIA. Hún lofaði því að senda fleiri njósnara á vettvang og auk þess sem hún hyggst auka færni starfsfólks í erlendum tungumálum, styrkja samvinnu CIA við aðrar leyniþjónustur í Bandaríkjunum og víða um heim. Haspel segist leggja höfuðáherslu á hryðjuverkaógnina og kerfisbundnar ógnir við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.Gina Haspel tók formlega við starfi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA í viðurvist Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/afpSegist standa í þakkarskuld við konur innan CIAHaspel er fyrst kvenna til að gegna stöðu forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar. Hún sagðist standa í þakkarskuld við kvenkyns starfsmenn leyniþjónustunnar sem ruddu brautina fyrir aðrar konur innan fagsins. Starf þessara kvenna hafi reynst Haspel mikill innblástur.Megi ekki dvelja um of í fortíðinniTilnefning Haspel hefur verið harðlega gagnrýnd en hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Í framhaldinu tók hún þátt í að eyða sönnunargögnum um pyntingar árið 2005. Í ræðu sinni í dag lagði Haspel áherslu á að ekki væri unnt að dvelja um of í fortíðinni. „Við verðum að draga lærdóm af fortíðinni en við getum ekki dvalið í henni,“ sagði Haspel.Sjá frétt Vísis um aðkomu Haspels að pyntingum fanga hér. Fimmtíu og fjórir þingmenn greiddu atkvæði með tilnefningu Haspel, þar af sex Demókratar og nær allir þingmenn Repúblikanaflokksins. Fjörutíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði á móti tilnefningunni. Haspel er 61 árs og hefur gegnt stöðu aðstoðarforstjóra bandarísku leyniþjónustunnar síðan í febrúar 2017. Hún tók við sem starfandi forstjóri leyniþjónustunnar í síðasta mánuði. Tengdar fréttir Gina Haspel færist nær forstjórastöðunni Gina Haspel var í dag samþykkt af leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún verður líklega fyrsta konan til að gegna embættinu. 16. maí 2018 14:45 Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Gina Haspel yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni CIA. Hún tengist hins vegar pyntingum leyniþjónustunnar í kjölfar árásanna 11. september. 9. maí 2018 12:03 Gina Haspel nýr forstjóri CIA fyrst kvenna Tilnefning Haspel hefur mætt nokkurri andstöðu. 17. maí 2018 23:33 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Gina Haspel tók í dag formlega við starfi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar í höfuðstöðvum CIA í Langley, norður Virginíu. Hún tilkynnti starfsfólki sínu um væntanlegar áherslubreytingar hjá leyniþjónustunni sem yrðu undir sinni forystu. Hún tekur við starfi Mike Pompeo, fyrrverandi forstjóra CIA. Hún lofaði því að senda fleiri njósnara á vettvang og auk þess sem hún hyggst auka færni starfsfólks í erlendum tungumálum, styrkja samvinnu CIA við aðrar leyniþjónustur í Bandaríkjunum og víða um heim. Haspel segist leggja höfuðáherslu á hryðjuverkaógnina og kerfisbundnar ógnir við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.Gina Haspel tók formlega við starfi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA í viðurvist Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/afpSegist standa í þakkarskuld við konur innan CIAHaspel er fyrst kvenna til að gegna stöðu forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar. Hún sagðist standa í þakkarskuld við kvenkyns starfsmenn leyniþjónustunnar sem ruddu brautina fyrir aðrar konur innan fagsins. Starf þessara kvenna hafi reynst Haspel mikill innblástur.Megi ekki dvelja um of í fortíðinniTilnefning Haspel hefur verið harðlega gagnrýnd en hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Í framhaldinu tók hún þátt í að eyða sönnunargögnum um pyntingar árið 2005. Í ræðu sinni í dag lagði Haspel áherslu á að ekki væri unnt að dvelja um of í fortíðinni. „Við verðum að draga lærdóm af fortíðinni en við getum ekki dvalið í henni,“ sagði Haspel.Sjá frétt Vísis um aðkomu Haspels að pyntingum fanga hér. Fimmtíu og fjórir þingmenn greiddu atkvæði með tilnefningu Haspel, þar af sex Demókratar og nær allir þingmenn Repúblikanaflokksins. Fjörutíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði á móti tilnefningunni. Haspel er 61 árs og hefur gegnt stöðu aðstoðarforstjóra bandarísku leyniþjónustunnar síðan í febrúar 2017. Hún tók við sem starfandi forstjóri leyniþjónustunnar í síðasta mánuði.
Tengdar fréttir Gina Haspel færist nær forstjórastöðunni Gina Haspel var í dag samþykkt af leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún verður líklega fyrsta konan til að gegna embættinu. 16. maí 2018 14:45 Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Gina Haspel yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni CIA. Hún tengist hins vegar pyntingum leyniþjónustunnar í kjölfar árásanna 11. september. 9. maí 2018 12:03 Gina Haspel nýr forstjóri CIA fyrst kvenna Tilnefning Haspel hefur mætt nokkurri andstöðu. 17. maí 2018 23:33 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Gina Haspel færist nær forstjórastöðunni Gina Haspel var í dag samþykkt af leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún verður líklega fyrsta konan til að gegna embættinu. 16. maí 2018 14:45
Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Gina Haspel yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni CIA. Hún tengist hins vegar pyntingum leyniþjónustunnar í kjölfar árásanna 11. september. 9. maí 2018 12:03
Gina Haspel nýr forstjóri CIA fyrst kvenna Tilnefning Haspel hefur mætt nokkurri andstöðu. 17. maí 2018 23:33