Framtíð frístundaheimilanna í Reykjavík Þorsteinn V. Einarsson og Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 21. maí 2018 14:46 Við viljum fjármagna og setja í forgang aðgerðir úr skýrslu starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila. Forgangsröðum í þágu barna og fjölskyldna. Þó frístundaheimilin séu orðin óaðskiljanlegur hluti af skólastarfi og daglegu lífi reykvískra barna hefur mannekla sett svip sinn á þessa starfsemi eins og ýmsa aðra þjónustu er varða börnin okkar. Færri hafa komist að en vilja og biðlistar eru inn á frístundaheimili. Þetta er eitthvað sem verður að breyta: Við þurfum að tryggja meira fjármagn til frístundaheimilanna og gera starfsaðstæður starfsfólks þeirra betri. Við viljum forgangsraða í þágu barna og barnafjölskyldna.Starfið á frístundaheimilum Frístundaheimilin þjóna börnum á aldrinum 6-9 ára, og leika lykilhlutverk í félagsþroska og vinatengslum barna, sérstaklega í fyrsta og öðrum bekk. Starfsfólkið sem tekur á móti börnunum er til staðar til þess að hjálpa börnunum að þroskast í umhverfi sem endurspeglast meira af leik en gerist inn í kennslustofum. Börnin fá þjálfun í lýðræðislegum athöfnum og læra grundvallarreglur samfélagsins í gegnum leik. Enda er mikilvægt að læra að leika sér og nýta frítímann á uppbyggilegan hátt. Með skipulegum áhugatengdum verkefnum og frjálsum leik í bland þroskar starfið á frístundaheimilum tilfinninga-, félags- og siðferðisþroska barna. Þar kemur inn í fagþekking og skilningur starfsmanna á þroskaferli barnanna.Ragnar Karl Jóhannsson.Stöndum vörð um fagþekkinguna Þessi faglega þróun hefur átt sér stað undanfarin ár, en ennþá eru margir sem líta á frístundaheimilin sem einhverskonar daggæslu fyrir börn á skólaaldri. Þau séu í raun ekkert frábrugðin gæsluvöllum, en bara fyrir aðeins eldri aldurshóp. Foreldrar geti skilið börnin eftir sæmilega örugg um að þau komi sér ekki í nein stórfengleg vandræði eftir skóla. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun frístundaheimilanna og fagvitund frístundavettvangsins hefur þróast mikið undanfarin ár. Meðal annars hefur verið stofnuð sérstök námsbraut við Háskóla Íslands sem ber heitið Tómstunda- og félagsmálafræði, en sú námsbraut er í stöðugri þróun. Þaðan hafa 240 útskrifast en í dag eru ca 40 í grunnnáminu. Mikilvægt er að fagþekking frístundaheimila fái áfram að þróast og frístundaheimilin verði áfram undir forystu fagfólks í frítímanum.Frístundaheimilin til framtíðar Eins og svo margt annað sem við teljum sjálfsagða þjónustu sem við gætum ekki hugsað okkur að vera án eru frístundaheimili ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins, en án þeirra væru ansi margir Reykvískir foreldrar í miklum vandræðum. Reykjavíkurborg þarf að hlúa enn betur að húsnæðiskosti frístundaheimilanna og starfsaðstæðum og launakjörum starfsfólks þeirra. Skýrsla starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila skilaði af sér tillögum fyrir skömmu. Þær snúa um framtíð frístundaheimilanna og hvernig við náum að viðhalda áfram faglegu og metnaðarfullu starfi. Við vonumst til þess að fá tækifæri til að tryggja fjármagn í þessar aðgerðir og fylgja því á eftir að frístundastarf fái að þróast áfram næstu áratugina. Við viljum að hagsmunir barnafjölskylda séu í forgangi í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og þess vegna þurfum við ykkar stuðning í kosningum.Þorsteinn V. Einarsson deildarstjóri í frístundamiðstöð og grunnskólakennari skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.Ragnar Karl Jóhannsson forstöðumaður á frístundaheimili og uppeldis- og tómstundafræðingur skipar 13. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Við viljum fjármagna og setja í forgang aðgerðir úr skýrslu starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila. Forgangsröðum í þágu barna og fjölskyldna. Þó frístundaheimilin séu orðin óaðskiljanlegur hluti af skólastarfi og daglegu lífi reykvískra barna hefur mannekla sett svip sinn á þessa starfsemi eins og ýmsa aðra þjónustu er varða börnin okkar. Færri hafa komist að en vilja og biðlistar eru inn á frístundaheimili. Þetta er eitthvað sem verður að breyta: Við þurfum að tryggja meira fjármagn til frístundaheimilanna og gera starfsaðstæður starfsfólks þeirra betri. Við viljum forgangsraða í þágu barna og barnafjölskyldna.Starfið á frístundaheimilum Frístundaheimilin þjóna börnum á aldrinum 6-9 ára, og leika lykilhlutverk í félagsþroska og vinatengslum barna, sérstaklega í fyrsta og öðrum bekk. Starfsfólkið sem tekur á móti börnunum er til staðar til þess að hjálpa börnunum að þroskast í umhverfi sem endurspeglast meira af leik en gerist inn í kennslustofum. Börnin fá þjálfun í lýðræðislegum athöfnum og læra grundvallarreglur samfélagsins í gegnum leik. Enda er mikilvægt að læra að leika sér og nýta frítímann á uppbyggilegan hátt. Með skipulegum áhugatengdum verkefnum og frjálsum leik í bland þroskar starfið á frístundaheimilum tilfinninga-, félags- og siðferðisþroska barna. Þar kemur inn í fagþekking og skilningur starfsmanna á þroskaferli barnanna.Ragnar Karl Jóhannsson.Stöndum vörð um fagþekkinguna Þessi faglega þróun hefur átt sér stað undanfarin ár, en ennþá eru margir sem líta á frístundaheimilin sem einhverskonar daggæslu fyrir börn á skólaaldri. Þau séu í raun ekkert frábrugðin gæsluvöllum, en bara fyrir aðeins eldri aldurshóp. Foreldrar geti skilið börnin eftir sæmilega örugg um að þau komi sér ekki í nein stórfengleg vandræði eftir skóla. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun frístundaheimilanna og fagvitund frístundavettvangsins hefur þróast mikið undanfarin ár. Meðal annars hefur verið stofnuð sérstök námsbraut við Háskóla Íslands sem ber heitið Tómstunda- og félagsmálafræði, en sú námsbraut er í stöðugri þróun. Þaðan hafa 240 útskrifast en í dag eru ca 40 í grunnnáminu. Mikilvægt er að fagþekking frístundaheimila fái áfram að þróast og frístundaheimilin verði áfram undir forystu fagfólks í frítímanum.Frístundaheimilin til framtíðar Eins og svo margt annað sem við teljum sjálfsagða þjónustu sem við gætum ekki hugsað okkur að vera án eru frístundaheimili ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins, en án þeirra væru ansi margir Reykvískir foreldrar í miklum vandræðum. Reykjavíkurborg þarf að hlúa enn betur að húsnæðiskosti frístundaheimilanna og starfsaðstæðum og launakjörum starfsfólks þeirra. Skýrsla starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila skilaði af sér tillögum fyrir skömmu. Þær snúa um framtíð frístundaheimilanna og hvernig við náum að viðhalda áfram faglegu og metnaðarfullu starfi. Við vonumst til þess að fá tækifæri til að tryggja fjármagn í þessar aðgerðir og fylgja því á eftir að frístundastarf fái að þróast áfram næstu áratugina. Við viljum að hagsmunir barnafjölskylda séu í forgangi í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og þess vegna þurfum við ykkar stuðning í kosningum.Þorsteinn V. Einarsson deildarstjóri í frístundamiðstöð og grunnskólakennari skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.Ragnar Karl Jóhannsson forstöðumaður á frístundaheimili og uppeldis- og tómstundafræðingur skipar 13. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun