Hannes Þór Halldórsson, landsliðmarkvörður Íslands, fór meiddur af velli í hálfleik í leik Randers og Lyngby í dag.
Útlit er fyrir að Hannes hafi meiðst á nára eftir um hálftíma leik. Hann kláraði þó hálfleikinn en ekki er vitað um alvarleika meiðslanna að svo stöddu.
Hannes er einn allra mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins, en sem stendur eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson einnig meiddir.
Fyrsti leikur Ísland á Heimsmeistaramótinu er gegn Argentínu þann 16. júní, eftir nákvæmlega 26 daga.
Randers vann leikinn gegn Lyngby 2-1. Rangers eru því öruggir með sæti í dönsku úrvalsdeildinni á næsta ári en þeir unnu einvígið samtals 4-2.
Hannes fór meiddur af velli
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

