HK er enn ósigrað á toppi Inkassodeildarinnar eftir sigur á Leikni í fimmtu umferð deildarinnar í Kórnum í dag. Haukar sóttu sigur suður með sjó í Njarðvík.
Leikurinn í Kórnum byrjaði eftir óskum heimamanna þegar Kári Pétursson skoraði fimmta mark sitt í jafn mörgum leikjum á 12. mínútu. Gestirnir úr Breiðholtinu jöfnuðu hins vegar stuttu seinna með marki frá Sólon Breka Leifssyni.
Staðan var 1-1 í hálfleik og það stefndi allt í jafntefli þar til Bjarni Gunnarsson tryggði HK sigurinn eftir fyrirgjöf Ásgeirs Marteinssonar á 81. mínútu.
Nokkuð dauft var yfir leik Njarðvíkur og Hauka þar til Helgi Þór Jónsson kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Bergþórs Inga Smárasonar á 37. mínútu og 1-0 forysta Njarðvíkur í hálfleik.
Magnús Þór Magnússon, leikmaður Njarðvíkur, skoraði annað markið í seinni hálfleik en það var því miður í vitlaust net og hann jafnaði fyrir gestina úr Hafnarfirði. Það var svo Arnar Aðalgeirsson sem tryggði Haukum sigurinn á 88. mínútu leiksins eftir mistök Magnúsar Þórs í vörninni.
Haukar eru komnir með sjö stig í deildinni líkt og Fram, Víkingur og Þór sem öll leika sína leiki í 5. umferð um helgina.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara voru fengnar frá Fótbolta.net.
HK enn án taps á toppnum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn