Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2018 19:51 Bílar þurfa ekki að standast eins strangar kröfur um útblástur eftir 2020 og til stóð ef tillaga Trump-stjórnarinnar nær fram að ganga. Vísir/EPA Umhverfisstofnun Bandaríkjanna skilaði í dag tillögu um að frysta kröfur um sparneytni og útblástur bíla og auka þannig verulega losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Líklegt er að tillagan leiði til harðra átaka á milli alríkisstjórnar Trump og yfirvalda í Kaliforníu sem gætu endað fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta setti reglur sem hefðu nærri því tvöfaldað kröfur um sparneytni fólksbíla fyrir árið 2025. Bílaframleiðendur voru andsnúnir reglunum og töldu þær of íþyngjandi.New York Times segir að tillaga Umhverfisstofnunarinnar (EPA) feli í sér að kröfur um sparneytni bíla verði frystar frá 2020. Það myndi auka verulega losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun frá því sem orðið hefði með Obama-reglunum. Ríkisstjórn Trump hefur gripið til markvissra aðgerða til að vinda ofan af loftslagsaðgerðum ríkisstjórnar Obama. Tillaga EPA felur hins vegar einnig í sér að heimild Kaliforníuríkis til þess að setja eigin reglur um útblástur bíla verði í reynd felld úr gildi. Kaliforníu hefur haft þá heimild í tæp fimmtíu ár en nú vill EPA skilyrða þá heimild þannig að ríkið geti ekki sett strangari reglur en alríkisstjórnin. Tólf önnur ríki fylgja fordæmi Kaliforníu í útblásturskröfum bíla og saman mynda þau um þriðjung af bílamarkaði Bandaríkjanna. Ráðamenn í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að berjast gegn aðgerðum alríkisstjórnar Trump til að slaka á kröfum til bílaframleiðenda. Sú deila gæti endað fyrir Hæstarétti. Hefði Kalifornía sigur þyrftu bílaframleiðendur að framleiða bíla eftir tveimur mismunandi útblástursstöðlum með tilheyrandi óhagræði.Vinna náið með afneiturum loftslagsvísinda Umhverfisstofnunin hefur undir Trump þegar tekið fyrstu skrefin að því að afnema reglur sem stjórn Obama setti sem áttu að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu. Scott Pruitt, forstjóri stofnunarinnar, er fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem vann náið með jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum og stefndi EPA ítrekað til að hnekkja umhverfisreglum. Tölvupóstar sem gerðir hafa verið opinberir á grundvelli upplýsingalaga sýna að undir Pruitt hefur EPA unnið með hugveitum sem þræta fyrir loftslagsvísindi og berjast gegn hvers kyns aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig unnu starfsmenn Umhverfisstofnunarinnar með Heartland-stofnuninni, hægrisinnaðri hugveitu sem dreifir rangfærslum um loftslagsmál, að því að koma afneiturum loftslagsbreytinga á opinbera viðburði stofnunarinnar. EPA hefur einnig fjarlægt vísarnir í loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni að skipan Pruitt. Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Embættismenn í Hvíta húsinu og hjá Umhverfisstofnuninni óttuðust almannatengslamartröð vegna óbirtrar rannsóknar um eiturefnamengun í drykkjarvatni. 15. maí 2018 13:22 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna skilaði í dag tillögu um að frysta kröfur um sparneytni og útblástur bíla og auka þannig verulega losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Líklegt er að tillagan leiði til harðra átaka á milli alríkisstjórnar Trump og yfirvalda í Kaliforníu sem gætu endað fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta setti reglur sem hefðu nærri því tvöfaldað kröfur um sparneytni fólksbíla fyrir árið 2025. Bílaframleiðendur voru andsnúnir reglunum og töldu þær of íþyngjandi.New York Times segir að tillaga Umhverfisstofnunarinnar (EPA) feli í sér að kröfur um sparneytni bíla verði frystar frá 2020. Það myndi auka verulega losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun frá því sem orðið hefði með Obama-reglunum. Ríkisstjórn Trump hefur gripið til markvissra aðgerða til að vinda ofan af loftslagsaðgerðum ríkisstjórnar Obama. Tillaga EPA felur hins vegar einnig í sér að heimild Kaliforníuríkis til þess að setja eigin reglur um útblástur bíla verði í reynd felld úr gildi. Kaliforníu hefur haft þá heimild í tæp fimmtíu ár en nú vill EPA skilyrða þá heimild þannig að ríkið geti ekki sett strangari reglur en alríkisstjórnin. Tólf önnur ríki fylgja fordæmi Kaliforníu í útblásturskröfum bíla og saman mynda þau um þriðjung af bílamarkaði Bandaríkjanna. Ráðamenn í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að berjast gegn aðgerðum alríkisstjórnar Trump til að slaka á kröfum til bílaframleiðenda. Sú deila gæti endað fyrir Hæstarétti. Hefði Kalifornía sigur þyrftu bílaframleiðendur að framleiða bíla eftir tveimur mismunandi útblástursstöðlum með tilheyrandi óhagræði.Vinna náið með afneiturum loftslagsvísinda Umhverfisstofnunin hefur undir Trump þegar tekið fyrstu skrefin að því að afnema reglur sem stjórn Obama setti sem áttu að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu. Scott Pruitt, forstjóri stofnunarinnar, er fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem vann náið með jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum og stefndi EPA ítrekað til að hnekkja umhverfisreglum. Tölvupóstar sem gerðir hafa verið opinberir á grundvelli upplýsingalaga sýna að undir Pruitt hefur EPA unnið með hugveitum sem þræta fyrir loftslagsvísindi og berjast gegn hvers kyns aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig unnu starfsmenn Umhverfisstofnunarinnar með Heartland-stofnuninni, hægrisinnaðri hugveitu sem dreifir rangfærslum um loftslagsmál, að því að koma afneiturum loftslagsbreytinga á opinbera viðburði stofnunarinnar. EPA hefur einnig fjarlægt vísarnir í loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni að skipan Pruitt.
Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Embættismenn í Hvíta húsinu og hjá Umhverfisstofnuninni óttuðust almannatengslamartröð vegna óbirtrar rannsóknar um eiturefnamengun í drykkjarvatni. 15. maí 2018 13:22 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00
Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Embættismenn í Hvíta húsinu og hjá Umhverfisstofnuninni óttuðust almannatengslamartröð vegna óbirtrar rannsóknar um eiturefnamengun í drykkjarvatni. 15. maí 2018 13:22
Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent