Verstappen reynir of mikið: „Höfum gefið frá okkur 65 stig“ Bragi Þórðarson skrifar 31. maí 2018 21:30 Verstappen hefur ekki átt sjö dagana sæla í byrjun árs vísir/getty Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull hefur gert mistök í öllum keppnum það sem af er ári. Þau nýjustu á þriðju æfingu fyrir Mónakó kappaksturinn um síðustu helgi. Fyrir vikið komst Max ekki í tímatökur, ræsti síðastur og endaði níundi í kappakstrinum sem skilaði aðeins tveimur stigum. Nú er Hollendingurinn orðinn heilum 75 stigum á eftir Lewis Hamilton og eru því titilvonir hans svo gott sem engar, þótt tímabilið sé bara rétt að byrja. „Við tölum reglulega saman,“ sagði Christian Horner, stjóri Red Bull, í vikunni. „Það sem fer í taugarnar á honum er að hann er vinna meira en nokkru sinni fyrr en ekkert virðist virka. Max er að reyna of mikið og þarf að byrja á byrjun.“ Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Daniel Ricciardo, hefur unnið tvær keppnir það sem af er tímabili. Jafn margar keppnir og Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa unnið á árinu. Það er því bersýnilegt að Red Bull bíllinn er hraður í ár. „Við eigum að vera að berjast á toppnum við Mercedes og Ferrari, en við höfum gefið frá okkur sirka 65 stig í keppni bílasmiða,“ sagði Horner. Red Bull hefur því ekki efni á því að hafa einn ökumann alltaf í veggjunum. Liðið er þekkt fyrir að skipta út ökumönnum reglulega ef liðinu þykir það nauðsynlegt, en þó er ekki talið líklegt að sæti Max sé í hættu. Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull hefur gert mistök í öllum keppnum það sem af er ári. Þau nýjustu á þriðju æfingu fyrir Mónakó kappaksturinn um síðustu helgi. Fyrir vikið komst Max ekki í tímatökur, ræsti síðastur og endaði níundi í kappakstrinum sem skilaði aðeins tveimur stigum. Nú er Hollendingurinn orðinn heilum 75 stigum á eftir Lewis Hamilton og eru því titilvonir hans svo gott sem engar, þótt tímabilið sé bara rétt að byrja. „Við tölum reglulega saman,“ sagði Christian Horner, stjóri Red Bull, í vikunni. „Það sem fer í taugarnar á honum er að hann er vinna meira en nokkru sinni fyrr en ekkert virðist virka. Max er að reyna of mikið og þarf að byrja á byrjun.“ Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Daniel Ricciardo, hefur unnið tvær keppnir það sem af er tímabili. Jafn margar keppnir og Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa unnið á árinu. Það er því bersýnilegt að Red Bull bíllinn er hraður í ár. „Við eigum að vera að berjast á toppnum við Mercedes og Ferrari, en við höfum gefið frá okkur sirka 65 stig í keppni bílasmiða,“ sagði Horner. Red Bull hefur því ekki efni á því að hafa einn ökumann alltaf í veggjunum. Liðið er þekkt fyrir að skipta út ökumönnum reglulega ef liðinu þykir það nauðsynlegt, en þó er ekki talið líklegt að sæti Max sé í hættu.
Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira