Skrifað var undir málefna- og samstarfssamning Framsóknar- og félagshyggjufólks og Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar í dag.
Í tilkynningu frá framboðunum kemur fram að fjölgun íbúa sé langtímamarkmið og að umhverfismál og málefni Dalbæjar og eldri borgara verði áherslupunktar á kjörtímabilinu.
Forseti sveitarstjórnar verður Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá D-lista, formaður byggðarráðs verður Jón Ingi Sveinsson frá B-lista og Katrín Sigurjónsdóttir, oddviti B-lista, verður sveitarstjóri.
Málefnasamningurinn verður birtur eftir fyrsta fund sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar sem er áætlaður þann 11.júní nk.
