Tengdasonur gullsmiðsins vill fá innbrotsþjófana til sín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2018 10:21 Tjónið er umtalsvert. Fyrir utan þá gripisem var stolið eru skemmdir miklar á öðrum gripum sem þjófarnir tóku ekki. Vísir/Vilhelm Sævar Örn Hilmarsson, tengdasonur Óla Jóhanns Daníelssonar gullsmiðs, virðist allt annað en sáttur við fólkið sem braust inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í fyrrinótt. Sævar Örn birtir myndband á Facebook-síðu sinni og býður fundarlaun fyrir þá sem geta komið með innbrotsþjófana til sín. Það var rétt rúmlega fjögur í fyrri nótt sem Óli Jóhann fékk símtal frá Securitas þar sem honum var tilkynnt um innbrotið. Þegar hann mætti á vettvang skömmu síðar mættu honum brotnar rúður, skápar, turnar og afgreiðsluborð. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli í samtali við Vísi í gær. Um er að ræða sjötta innbrotið í verslunina á þeim 25 árum sem Óli hefur rekið verslunina.Óli ásamt dætrum sínum Unni Kristínu og Hönnu Rún á vettvangi í gær.Vísir/Vilhelm„Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli. Hann telur tjónið nema nokkrum milljónum. Sævar Örn, tengdasonur Óla Jóhanns, birtir myndband á Facebook-síðu sinni sem sýnir meinta innbrotsþjófa mæta á vettvang klukkan 4:04 aðfaranótt miðvikudags. „Það var brotist inni gullsmiðju ola hjá tengda pabba minum í nott goð fundarlaun í boði og ennþá betri fyrir þá sem geta komið með þau til min endilega deilið þessu fyrir mig þau voru á toyota rav4 bilnum fyrir aftan hvíta,“ segir Sævar Örn á Facebook. Hann er unnusti Eyglóar Mjallar, dóttur Óla gullsmiðs. Athygli vekur að Sævar hvetur fólk ekki til að hafa samband við lögreglu heldur við sig. Og hvetur fólk til að koma hreinlega með fólkið til sín. Vinir og vandamenn Sævars Arnar hafa deilt myndbandinu hátt í 500 sinnum. Þá upplýsir Sævar að þau muni líka skoða upptökur innan úr versluninni. Sævar Örn á nokkurn sakaferil að baki. Hann fékk síðast dóm án refsingar árið 2016 fyrir hótanir á Facebook. Tók dómarinn þó fram að augljóst væri að Sævar og faðir hans, Hilmar Leifsson, hefðu haft ástæðu til að óttast aðilann sem Sævar Örn deildi við. Þá hefur Sævar hlotið dóma fyrir brot á vopnalögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum.Þeir sem hafa upplýsingar um innbrotið geta haft samband við lögregluna í Kópavogi í síma 444-1000. Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Sævar Örn Hilmarsson, tengdasonur Óla Jóhanns Daníelssonar gullsmiðs, virðist allt annað en sáttur við fólkið sem braust inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í fyrrinótt. Sævar Örn birtir myndband á Facebook-síðu sinni og býður fundarlaun fyrir þá sem geta komið með innbrotsþjófana til sín. Það var rétt rúmlega fjögur í fyrri nótt sem Óli Jóhann fékk símtal frá Securitas þar sem honum var tilkynnt um innbrotið. Þegar hann mætti á vettvang skömmu síðar mættu honum brotnar rúður, skápar, turnar og afgreiðsluborð. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli í samtali við Vísi í gær. Um er að ræða sjötta innbrotið í verslunina á þeim 25 árum sem Óli hefur rekið verslunina.Óli ásamt dætrum sínum Unni Kristínu og Hönnu Rún á vettvangi í gær.Vísir/Vilhelm„Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli. Hann telur tjónið nema nokkrum milljónum. Sævar Örn, tengdasonur Óla Jóhanns, birtir myndband á Facebook-síðu sinni sem sýnir meinta innbrotsþjófa mæta á vettvang klukkan 4:04 aðfaranótt miðvikudags. „Það var brotist inni gullsmiðju ola hjá tengda pabba minum í nott goð fundarlaun í boði og ennþá betri fyrir þá sem geta komið með þau til min endilega deilið þessu fyrir mig þau voru á toyota rav4 bilnum fyrir aftan hvíta,“ segir Sævar Örn á Facebook. Hann er unnusti Eyglóar Mjallar, dóttur Óla gullsmiðs. Athygli vekur að Sævar hvetur fólk ekki til að hafa samband við lögreglu heldur við sig. Og hvetur fólk til að koma hreinlega með fólkið til sín. Vinir og vandamenn Sævars Arnar hafa deilt myndbandinu hátt í 500 sinnum. Þá upplýsir Sævar að þau muni líka skoða upptökur innan úr versluninni. Sævar Örn á nokkurn sakaferil að baki. Hann fékk síðast dóm án refsingar árið 2016 fyrir hótanir á Facebook. Tók dómarinn þó fram að augljóst væri að Sævar og faðir hans, Hilmar Leifsson, hefðu haft ástæðu til að óttast aðilann sem Sævar Örn deildi við. Þá hefur Sævar hlotið dóma fyrir brot á vopnalögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum.Þeir sem hafa upplýsingar um innbrotið geta haft samband við lögregluna í Kópavogi í síma 444-1000.
Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05